Innlent

Hvassir vind­strengir við fjöll fram yfir há­degi

Atli Ísleifsson skrifar
Spákortið fyrir hádegið í dag.
Spákortið fyrir hádegið í dag. Veðurstofan

Veðurstofan spáir minnkandi vestan og suðvestanátt í dag en að víða verði strekkingur og sums staðar hvassir vindstrengir við fjöll fram yfir hádegi, einkum norðan- og suðaustanlands.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að að mestu verði skýjað vestantil á landinu en létti til með deginum og lengst af bjartviðri um austanvert landið. Hitinn verður á bilinu 6 til 16 stig, þar sem hlýjast verður á Suðausturlandi.

Fremur hæg vestanátt á morgun og dálítil væta, en áfram þurrt og bjart um austanvert landið. Hiti 6 til 14 stig á morgun, hlýjast syðst.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag: Vestlæg átt 3-10 m/s. Skýjað og dálitlar skúrir á vestanverðu landinu, en bjartviðri austanlands. Hiti 6 til 15 stig, hlýjast á Suðausturlandi.

Á fimmtudag: Vestan og síðar norðvestan 5-13. Víða dálitlar skúrir, en léttir til um vestanvert landið með deginum og lengst af léttskýjað suðaustanlands. Hiti 5 til 14 stig, hlýjast syðst. Lítilsháttar él norðaustantil um kvöldið og hiti nálægt frostmarki.

Á föstudag: Norðan 5-13 og víða bjartiviðri, en dálítli él um landið norðaustanvert. Hiti frá frostmarki í innsveitum norðaustanlands, upp í 10 stig á Suðurlandi yfir daginn.

Á laugardag: Hæg norðlæg átt og bjart með köflum, en stöku él austantil á landinu. Hiti 4 til 10 stig en kringum frostamark norðan- og austanlands, og víða frost að næturlagi.

Á sunnudag: Suðvestanátt og að mestu skýjað, en léttir til um landið norðaustanvert. Hiti víða 5 til 10 stig.

Á mánudag: Suðvestanátt og ringing, en skýjað og þurrt austantil á landinu. Hlýnar heldur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.