Þingvallasveit lýst sem afdalasveit í alfaraleið Kristján Már Unnarsson skrifar 9. febrúar 2020 09:45 Borghildur og Kolbeinn byggðu nýbýlið Heiðarás úr landi Skálabrekku. Stöð 2/Einar Árnason. „Fyrir einhverjum áratugum þá var Þingvallasveit talin afdalasveit í alfaraleið af því að hún lokaðist á veturna, og mjög fáir á ferðinni, en mjög margir á sumrin. En þetta er allt öðruvísi núna,“ segir Kolbeinn Sveinbjörnsson, verktaki og vélvirkjameistari, í þættinum Um land allt á Stöð 2. Að þessu sinni kynnumst við mannlífi í Þingvallasveit á bæjunum í kringum þjóðgarðinn. Hjónin í Mjóanesi, þau Jóhann og Rósa, segja frá silungsveiði í Þingvallavatni.Stöð 2/Einar Árnason. Kolbeinn og eiginkona hans, Borghildur Guðmundsdóttir, byggðu fyrir tólf árum nýbýlið Heiðarás úr landi Skálabrekku undir sig og börnin sín fjögur. Kolbeinn sinnir meðal annars þjónustu við sumarhúsaeigendur og þjóðgarðinn á Þingvöllum meðan Borghildur sinnir ferðaþjónustu í fjórum smáhýsum sem þau leigja út. Kolbeinn er frá Heiðarbæ en afkomendur langafa hans eru fjölmennasta ættin í Þingvallasveit. Bróðir hans, Jóhannes Sveinbjörnsson, býr á Heiðarbæ eitt, ásamt eiginkonu sinni, Ólöfu Björgu Einarsdóttur, og þremur börnum. Andrea stundar hestamennsku á Heiðarbæ 2.Stöð 2/Einar Árnason. Á Heiðarbæ tvö búa frændur þeirra bræðra, Sveinbjörn Einarsson og sonur hans, Sveinn Ingi. Hann er kominn inn í búskapinn með eiginkonu sinni, Andreu Skúladóttur, en þau eru búin að eignast þrjú börn á fjórum árum. Ragnar á Brúsastöðum þeysir um á sexhjólinu.Stöð 2/Einar Árnason. Brúsastaðir er sá bær sem næst stendur þjóðgarðinum og þar eru einnig að verða kynslóðaskipti. Eftir að hafa búið í Reykjavík í rúm tuttugu ár er Kristrún Ragnarsdóttir að taka við búrekstrinum af föður sínum, Ragnari Jónssyni, sem er búinn að vera bóndi á Brúsastöðum í 57 ár. Vitjað um silunganetin undan Mjóanesi við austanvert Þingvallavatn.Stöð 2/Einar Árnason. Sauðfjárbúskapur er aðalbúgrein sveitarinnar en einnig er stundað þar kjúklingaeldi. Silungsveiðin í vatninu er drjúg búbót. Því kynnumst við í Mjóanesi þar sem við fylgjumst með þeim Jóhanni Jónssyni og Rósu Bachmann Jónsdóttur vitja um silunganetin. Þátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 á mánudagskvöld klukkan 19.10. Hér má sjá sýnishorn: Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Landbúnaður Um land allt Tengdar fréttir Sauðkindur á Þingvöllum Ferðamenn, sem nutu haustdýrðar í þjóðgarðinum á Þingvöllum um helgina, urðu eflaust margir hissa á að sjá sauðkindur spóka sig þar í makindum. 6. október 2013 17:44 Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Sjá meira
„Fyrir einhverjum áratugum þá var Þingvallasveit talin afdalasveit í alfaraleið af því að hún lokaðist á veturna, og mjög fáir á ferðinni, en mjög margir á sumrin. En þetta er allt öðruvísi núna,“ segir Kolbeinn Sveinbjörnsson, verktaki og vélvirkjameistari, í þættinum Um land allt á Stöð 2. Að þessu sinni kynnumst við mannlífi í Þingvallasveit á bæjunum í kringum þjóðgarðinn. Hjónin í Mjóanesi, þau Jóhann og Rósa, segja frá silungsveiði í Þingvallavatni.Stöð 2/Einar Árnason. Kolbeinn og eiginkona hans, Borghildur Guðmundsdóttir, byggðu fyrir tólf árum nýbýlið Heiðarás úr landi Skálabrekku undir sig og börnin sín fjögur. Kolbeinn sinnir meðal annars þjónustu við sumarhúsaeigendur og þjóðgarðinn á Þingvöllum meðan Borghildur sinnir ferðaþjónustu í fjórum smáhýsum sem þau leigja út. Kolbeinn er frá Heiðarbæ en afkomendur langafa hans eru fjölmennasta ættin í Þingvallasveit. Bróðir hans, Jóhannes Sveinbjörnsson, býr á Heiðarbæ eitt, ásamt eiginkonu sinni, Ólöfu Björgu Einarsdóttur, og þremur börnum. Andrea stundar hestamennsku á Heiðarbæ 2.Stöð 2/Einar Árnason. Á Heiðarbæ tvö búa frændur þeirra bræðra, Sveinbjörn Einarsson og sonur hans, Sveinn Ingi. Hann er kominn inn í búskapinn með eiginkonu sinni, Andreu Skúladóttur, en þau eru búin að eignast þrjú börn á fjórum árum. Ragnar á Brúsastöðum þeysir um á sexhjólinu.Stöð 2/Einar Árnason. Brúsastaðir er sá bær sem næst stendur þjóðgarðinum og þar eru einnig að verða kynslóðaskipti. Eftir að hafa búið í Reykjavík í rúm tuttugu ár er Kristrún Ragnarsdóttir að taka við búrekstrinum af föður sínum, Ragnari Jónssyni, sem er búinn að vera bóndi á Brúsastöðum í 57 ár. Vitjað um silunganetin undan Mjóanesi við austanvert Þingvallavatn.Stöð 2/Einar Árnason. Sauðfjárbúskapur er aðalbúgrein sveitarinnar en einnig er stundað þar kjúklingaeldi. Silungsveiðin í vatninu er drjúg búbót. Því kynnumst við í Mjóanesi þar sem við fylgjumst með þeim Jóhanni Jónssyni og Rósu Bachmann Jónsdóttur vitja um silunganetin. Þátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 á mánudagskvöld klukkan 19.10. Hér má sjá sýnishorn:
Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Landbúnaður Um land allt Tengdar fréttir Sauðkindur á Þingvöllum Ferðamenn, sem nutu haustdýrðar í þjóðgarðinum á Þingvöllum um helgina, urðu eflaust margir hissa á að sjá sauðkindur spóka sig þar í makindum. 6. október 2013 17:44 Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Sjá meira
Sauðkindur á Þingvöllum Ferðamenn, sem nutu haustdýrðar í þjóðgarðinum á Þingvöllum um helgina, urðu eflaust margir hissa á að sjá sauðkindur spóka sig þar í makindum. 6. október 2013 17:44