Lögreglan rannsakar árásina á Benna Ólsara 15. desember 2014 12:40 Benjamín nefbrotnaði og hlaut innvortis blæðingar eftir árásina. Lögreglan rannsakar nú líkamsárás sem framin var fyrir utan Sporthúsið á miðvikudaginn í síðustu viku. Þá var ráðist á Benjamín Þór Þorgrímsson, sem einnig er þekktur sem Benni Ólsari. Hann starfar sem einkaþjálfari í Sporthúsinu. Vísir fjallaði um málið, en vinur Benjamíns, Gilbert Sigurðsson, vakti athygli á málinu með skrifum á Facebook. Gilbert segir árásina tengjast langvinnum deilum sínum við Hilmar Leifsson. Gilbert segir frá því á Facebook að fimm hettuklæddir menn hafi ráðist á Benjamín með þeim afleiðingum að hann nefbrotnaði auk þess sem hann hlaut innvortisblæðingar, eins og hann tjáði Vísi daginn eftir árásina. „Ég er með brotið nef og bar á innvortis blæðingu eftir árásina. Svo er ég bara lemstraður út um allt. Þeir voru vopnaðir kylfum. Ég reyndi bara að verja á mér andlitið til að detta ekki út.“ Málið var kært til lögreglu á föstudaginn og verður rannsakað sem líkamsárás, þetta staðfesti varðstjóri í samtali við blaðamann Vísis.Langvinnar deilur Gilbert telur að þessi árás tengist deilum sínum við Hilmar Leifsson og að mennirnir fimm hafi verið á hans vegum. Á þriðjudaginn í síðustu viku óskaði Gilbert eftir sáttum við Hilmar: „Á þriðjudag hendi ég inn hvítum fána og lýsi þessu stríði lokið af minni hálfu og þeim sem hafa stutt mig og fórnalömb þín! Þitt svar er mjög augljóst og það er að ráðast á vin minn í gær daginn eftir að ég skrifa statusinn. 5 menn hettuklæddir, hálft fótboltalið með kylfur réðst aftan að honum og reyndu þeir að berja hann eins og þeir gátu og honum tekst að verjast höggum lang flestum sem töldu yfir 50 -70 högg og nær að koma sér inn í bílinn sinn og bregst á það ráð að reyna keyra þessar hetjur niður!“Sjá einnig: Rafbyssu beitt í slagsmálum í Laugardal Benjamín er á sömu skoðun og Gilbert, eins og kemur fram í viðtali við Vísi. „Það var greinilega verið að reyna ná sér niður á Gilla þar sem ég er vinur hans,“ segir hann og bætir við: „Þetta voru menn sem voru greinilega frá Hilmari Leifssyni. Gilli setti upp færslu og þetta er bara svarið frá þeim.“Sjá einnig: Myndband af slagsmálunum á Café Milano komið á netið Benjamín segist vera löngu hættur öllum afskiptum úr undirheiminum. „Ég er bara að reyna halda vinnunni og er í dag einkaþjálfari í Sporthúsinu. Það er bara verið að reyna skemma fyrir mér. Ég er einn vinsælasti einkaþjálfarinn á Íslandi í dag og þegar vel gengur hjá manni á að reyna eyðileggja. Þeir þola bara ekki að ég sé edrú og að lifa góðu lífi. Það er verið að reyna draga mig inn í myrkrið.“Ef lesendur hafa nánari upplýsingar um þá atburði sem hér eru til umfjöllunar eða ábendingar, þá endilega sendið skilaboð þess efnis á ritstjorn@visir.is Tengdar fréttir Benni Ólsari tjáir sig um árásina "Ég er einn vinsælasti einkaþjálfarinn á Íslandi í dag og þegar vel gengur hjá manni á að reyna eyðileggja,“ segir Benni Ólsari. 11. desember 2014 16:20 Hópur hettuklæddra manna réðst á Benna Ólsara "Greinilega átti að brjota öll bein í líkama hans því höggin og kylfurnar bentu augljóslega til þess!“ 11. desember 2014 15:43 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Lögreglan rannsakar nú líkamsárás sem framin var fyrir utan Sporthúsið á miðvikudaginn í síðustu viku. Þá var ráðist á Benjamín Þór Þorgrímsson, sem einnig er þekktur sem Benni Ólsari. Hann starfar sem einkaþjálfari í Sporthúsinu. Vísir fjallaði um málið, en vinur Benjamíns, Gilbert Sigurðsson, vakti athygli á málinu með skrifum á Facebook. Gilbert segir árásina tengjast langvinnum deilum sínum við Hilmar Leifsson. Gilbert segir frá því á Facebook að fimm hettuklæddir menn hafi ráðist á Benjamín með þeim afleiðingum að hann nefbrotnaði auk þess sem hann hlaut innvortisblæðingar, eins og hann tjáði Vísi daginn eftir árásina. „Ég er með brotið nef og bar á innvortis blæðingu eftir árásina. Svo er ég bara lemstraður út um allt. Þeir voru vopnaðir kylfum. Ég reyndi bara að verja á mér andlitið til að detta ekki út.“ Málið var kært til lögreglu á föstudaginn og verður rannsakað sem líkamsárás, þetta staðfesti varðstjóri í samtali við blaðamann Vísis.Langvinnar deilur Gilbert telur að þessi árás tengist deilum sínum við Hilmar Leifsson og að mennirnir fimm hafi verið á hans vegum. Á þriðjudaginn í síðustu viku óskaði Gilbert eftir sáttum við Hilmar: „Á þriðjudag hendi ég inn hvítum fána og lýsi þessu stríði lokið af minni hálfu og þeim sem hafa stutt mig og fórnalömb þín! Þitt svar er mjög augljóst og það er að ráðast á vin minn í gær daginn eftir að ég skrifa statusinn. 5 menn hettuklæddir, hálft fótboltalið með kylfur réðst aftan að honum og reyndu þeir að berja hann eins og þeir gátu og honum tekst að verjast höggum lang flestum sem töldu yfir 50 -70 högg og nær að koma sér inn í bílinn sinn og bregst á það ráð að reyna keyra þessar hetjur niður!“Sjá einnig: Rafbyssu beitt í slagsmálum í Laugardal Benjamín er á sömu skoðun og Gilbert, eins og kemur fram í viðtali við Vísi. „Það var greinilega verið að reyna ná sér niður á Gilla þar sem ég er vinur hans,“ segir hann og bætir við: „Þetta voru menn sem voru greinilega frá Hilmari Leifssyni. Gilli setti upp færslu og þetta er bara svarið frá þeim.“Sjá einnig: Myndband af slagsmálunum á Café Milano komið á netið Benjamín segist vera löngu hættur öllum afskiptum úr undirheiminum. „Ég er bara að reyna halda vinnunni og er í dag einkaþjálfari í Sporthúsinu. Það er bara verið að reyna skemma fyrir mér. Ég er einn vinsælasti einkaþjálfarinn á Íslandi í dag og þegar vel gengur hjá manni á að reyna eyðileggja. Þeir þola bara ekki að ég sé edrú og að lifa góðu lífi. Það er verið að reyna draga mig inn í myrkrið.“Ef lesendur hafa nánari upplýsingar um þá atburði sem hér eru til umfjöllunar eða ábendingar, þá endilega sendið skilaboð þess efnis á ritstjorn@visir.is
Tengdar fréttir Benni Ólsari tjáir sig um árásina "Ég er einn vinsælasti einkaþjálfarinn á Íslandi í dag og þegar vel gengur hjá manni á að reyna eyðileggja,“ segir Benni Ólsari. 11. desember 2014 16:20 Hópur hettuklæddra manna réðst á Benna Ólsara "Greinilega átti að brjota öll bein í líkama hans því höggin og kylfurnar bentu augljóslega til þess!“ 11. desember 2014 15:43 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Benni Ólsari tjáir sig um árásina "Ég er einn vinsælasti einkaþjálfarinn á Íslandi í dag og þegar vel gengur hjá manni á að reyna eyðileggja,“ segir Benni Ólsari. 11. desember 2014 16:20
Hópur hettuklæddra manna réðst á Benna Ólsara "Greinilega átti að brjota öll bein í líkama hans því höggin og kylfurnar bentu augljóslega til þess!“ 11. desember 2014 15:43