Innlent

Storm­við­varanir og rigning fylgja lægð á Græn­lands­hafi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Gular stormviðvarnir eru í gildi á norðanverðu landinu í dag.
Gular stormviðvarnir eru í gildi á norðanverðu landinu í dag. SKjáskot/veðurstofan

Vindur verður mjög hvass á norðanverðu landinu eftir hádegi í dag. Gera má ráð fyrir öflugum vindstrengjum og -hviðum við fjöll, sums staðar yfir 40 m/s. Þessu veldur vaxandi lægð á Grænlandshafi, sem nú hreyfist norðaustur og hvessir því smám saman úr suðvestri og hlýnar. 

Gular stormviðvaranir taka gildi á Ströndum, Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra og Miðhálendinu nú í morgun og gilda til morguns.

„Ferðalangar eru því hvattir til að fylgjast vel með veðri og flýta sér hægt,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar.

Lægðinni fylgir úrkomusvæði sem rignir úr víða í dag, síst þó fyrir austan. Þá lægir smám saman og rofar til í nótt, vestankaldi og skýjað við suðvesturströndina á morgun en annars bjart og hlýtt í veðri.

Hæg suðvestlæg átt og dálitlar skúrir á miðvikudag en léttskýjað eystra og áfram fremur hlýtt að deginum. Því næst er útlit fyrir norðlæga átt með kólnandi veðri og líklegt að verði éljagangur á norðanverðu landinu um helgina.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×