Innlent

Storm­við­varanir og rigning fylgja lægð á Græn­lands­hafi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Gular stormviðvarnir eru í gildi á norðanverðu landinu í dag.
Gular stormviðvarnir eru í gildi á norðanverðu landinu í dag. SKjáskot/veðurstofan

Vindur verður mjög hvass á norðanverðu landinu eftir hádegi í dag. Gera má ráð fyrir öflugum vindstrengjum og -hviðum við fjöll, sums staðar yfir 40 m/s. Þessu veldur vaxandi lægð á Grænlandshafi, sem nú hreyfist norðaustur og hvessir því smám saman úr suðvestri og hlýnar. 

Gular stormviðvaranir taka gildi á Ströndum, Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra og Miðhálendinu nú í morgun og gilda til morguns.

„Ferðalangar eru því hvattir til að fylgjast vel með veðri og flýta sér hægt,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar.

Lægðinni fylgir úrkomusvæði sem rignir úr víða í dag, síst þó fyrir austan. Þá lægir smám saman og rofar til í nótt, vestankaldi og skýjað við suðvesturströndina á morgun en annars bjart og hlýtt í veðri.

Hæg suðvestlæg átt og dálitlar skúrir á miðvikudag en léttskýjað eystra og áfram fremur hlýtt að deginum. Því næst er útlit fyrir norðlæga átt með kólnandi veðri og líklegt að verði éljagangur á norðanverðu landinu um helgina.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.