Segja skýringar ráðherrans slappar og lélegar Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 12. janúar 2015 20:45 Ísland er eina landið í Vestur-Evrópu sem sendi engan ráðamann í samstöðugönguna í París. Þingmenn stjórnarandstöðu segja yfirlýsingar forsætisráðherra sem ber fyrir sig skamman fyrirvara, ferðatíma og dagskrá ekki halda vatni. Stjórnarandstaðan vill að forsætisráðherra skýri betur út fyrir þjóðinni hvað annað hafi verið svona mikilvægt. Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður VG segir að þær skýringar sem ráðherrann hafi gefið séu með ólíkindum, þær séu svo slappar og lélegar. ,,Að nefna ástæðuna, margir samverkandi þættir, þegar rætt er um svona krefjandi spurningu, er óboðlegt.“ „Við hljótum að gera ráð fyrir því að það séu gildar ástæður sem liggja að baki því að það mæti enginn háttsettari en staðgengill sendiherra á svona mikilvægan viðburð,“ segir Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar og bætir við að ef það séu engar skárri skýringar en ráðherrann hafi gefið upp, þá hljóti þetta einfaldlega að vera mistök. „Við verðum að treysta því að menn læri af þeim mistökum.“ Birgitta Jónsdóttir kapteinn pírata segist ekki hafa séð neinar almennilegar skýringar frá ráðherranum. Þarna hafi menn verið að koma mjög langt að og komist þó. Og flestir fari þeir fyrir stærri þjóðum en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og hafi því væntanlega meira að sýsla. Hún segist gera ráð fyrir því að hann hafi ekki lesið rétt í kringumstæðurnar. Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar segist farinn að hafa óeðlilega litlar væntingar til forystu ríkisstjórnarinnar í þessu sem öðru. Það komi því ekki sérstaklega á óvart að enginn forystumaður ríkisstjórnarinnar hafi verið viðstaddur og skýringarnar svo lélegar sem þær eru, komi heldur ekki á óvart. „Þetta verðskuldar bara skömm í hattinn og refsistig. Og forsætisráðherra er bara ekki að standa sig.“ Charlie Hebdo Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Ísland er eina landið í Vestur-Evrópu sem sendi engan ráðamann í samstöðugönguna í París. Þingmenn stjórnarandstöðu segja yfirlýsingar forsætisráðherra sem ber fyrir sig skamman fyrirvara, ferðatíma og dagskrá ekki halda vatni. Stjórnarandstaðan vill að forsætisráðherra skýri betur út fyrir þjóðinni hvað annað hafi verið svona mikilvægt. Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður VG segir að þær skýringar sem ráðherrann hafi gefið séu með ólíkindum, þær séu svo slappar og lélegar. ,,Að nefna ástæðuna, margir samverkandi þættir, þegar rætt er um svona krefjandi spurningu, er óboðlegt.“ „Við hljótum að gera ráð fyrir því að það séu gildar ástæður sem liggja að baki því að það mæti enginn háttsettari en staðgengill sendiherra á svona mikilvægan viðburð,“ segir Helgi Hjörvar þingflokksformaður Samfylkingarinnar og bætir við að ef það séu engar skárri skýringar en ráðherrann hafi gefið upp, þá hljóti þetta einfaldlega að vera mistök. „Við verðum að treysta því að menn læri af þeim mistökum.“ Birgitta Jónsdóttir kapteinn pírata segist ekki hafa séð neinar almennilegar skýringar frá ráðherranum. Þarna hafi menn verið að koma mjög langt að og komist þó. Og flestir fari þeir fyrir stærri þjóðum en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og hafi því væntanlega meira að sýsla. Hún segist gera ráð fyrir því að hann hafi ekki lesið rétt í kringumstæðurnar. Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar segist farinn að hafa óeðlilega litlar væntingar til forystu ríkisstjórnarinnar í þessu sem öðru. Það komi því ekki sérstaklega á óvart að enginn forystumaður ríkisstjórnarinnar hafi verið viðstaddur og skýringarnar svo lélegar sem þær eru, komi heldur ekki á óvart. „Þetta verðskuldar bara skömm í hattinn og refsistig. Og forsætisráðherra er bara ekki að standa sig.“
Charlie Hebdo Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira