Tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun: Situr þrjá mánuði inni vegna seinagangs við rannsókn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. desember 2014 11:28 Ákærði bar því við að hann hefði vaknað í rúminu við að konan var að kyssa hann. Hann hafi kysst á móti og svo hafi eitt leitt af öðru. Vísir/Rósa Fjölskipaður Héraðsdómur Vestfjarða dæmdi á dögunum 21 árs gamlan karlmann í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun. 21 mánuður af 24 er skilorðsbundinn sem skýrist að mestu vegna þess hve langan tíma lögreglurannsókn málsins tók. Nauðgunin átti sér stað á heimili konunnar í apríl 2012. Maðurinn og konan voru saman að skemmta sér ásamt fleirum umrætt kvöld. Voru þau bæði mjög ölvuð. Sofnaði hún ölvunarsvefni á salerni skemmtistaðar seint um nóttina og var fylgt heim til sín í kjölfarið. Sváfu ákærði og konan í sama rúmi og er óumdeilt að samfarir hafi átt sér stað. Konan bar því við að hafa farið að sofa í rúminu, kappklædd, og tekið eftir því að ákærði lá þar fyrir. Taldi hún hann sömuleiðis sofandi. Hún hafi svo vaknað við það í örskamma stund að maðurinn „hafi verið byrjaður að ríða henni“. Hún hafi verið í miklu sjokki og ekki náð að segja neitt. Svo telji hún að hún hafi „dáið aftur“. Næst hafi hún vaknað við það að vinkona hennar reyndi að komast inn í herbergið en ákærði hafi haldið aftur hurðinni á meðan hann klæddi sig í föt. Ákærði bar því við að hann hefði vaknað í rúminu við að konan var að kyssa hann. Hann hafi kysst á móti og svo hafi eitt leitt af öðru. Hann hafi gert sér grein fyrir að konan var ofurölvi en talid hana samt vera vakandi. Hann hafi svo hætt samförum við konuna eftir líklega um tíu mínútur þegar hann hafi áttað sig á því að líklega væri konan of full.Konan ekki í ástandi til að taka þátt í kynmökum Vitni sem kom fyrir dóminn sagðist hafa þurft að slá konuna utanundir til að vekja hana. Hún hafi verið rænulaus og óttaðist hún að konan andaði ekki. Viðbrögð vitnisins við aðstæðum eftir að ákærði yfirgaf svefnherbergið styrkja er sögð styrkja frásögn konunnar. Í dómnum kemur fram að hafi sé yfir skynsamlegan vafa að konan hafi ekki verið í ástandi til að taka þátt í kynmökum með ákærða. Sömuleiðis hafi ákærða verið það ljóst. Þá var litið til þess að konan sagði frá því án tafar, þegar hún vaknaði, að haft hefði verið við hana samfarir án samþykkis og hún hafi tafarlaust leitað aðstoðar á Neyðarmóttöku. Maðurinn var dæmdur í tveggja ára fangelsi þar af 21 mánuð skilorðsbundinn. Var litið til ungs aldurs ákærða auk þess hve langur tími leið frá því konan kærði manninn og þar til ákæra var gefin út. Lögreglan hætti rannsókn málsins í maí 2013 en ljóst þótti að ekkert hafði verið unnið í rannsókn málsins í heilt ár eða frá maí 2012 til maí 2013. Ríkissaksóknari felldi ákvörðun lögreglu að hætta rannsókn úr gildi í júlí 2013 og var gefin út ákæra í mars 2014. Dómurinn féllst ekki á skýringar lögreglu að rannsókn hefði gengið svo hægt vegna anna. Alvarleiki málsins væri of mikið. Maðurinn þarf að greiða 800 þúsund krónur til konunnar í miskabætur en hún fór fram á tvær milljónir í bætur.Dóminn í heild sinni má lesa hér. Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar Landhelgisgæslunnar á Grænlandi Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira
Fjölskipaður Héraðsdómur Vestfjarða dæmdi á dögunum 21 árs gamlan karlmann í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun. 21 mánuður af 24 er skilorðsbundinn sem skýrist að mestu vegna þess hve langan tíma lögreglurannsókn málsins tók. Nauðgunin átti sér stað á heimili konunnar í apríl 2012. Maðurinn og konan voru saman að skemmta sér ásamt fleirum umrætt kvöld. Voru þau bæði mjög ölvuð. Sofnaði hún ölvunarsvefni á salerni skemmtistaðar seint um nóttina og var fylgt heim til sín í kjölfarið. Sváfu ákærði og konan í sama rúmi og er óumdeilt að samfarir hafi átt sér stað. Konan bar því við að hafa farið að sofa í rúminu, kappklædd, og tekið eftir því að ákærði lá þar fyrir. Taldi hún hann sömuleiðis sofandi. Hún hafi svo vaknað við það í örskamma stund að maðurinn „hafi verið byrjaður að ríða henni“. Hún hafi verið í miklu sjokki og ekki náð að segja neitt. Svo telji hún að hún hafi „dáið aftur“. Næst hafi hún vaknað við það að vinkona hennar reyndi að komast inn í herbergið en ákærði hafi haldið aftur hurðinni á meðan hann klæddi sig í föt. Ákærði bar því við að hann hefði vaknað í rúminu við að konan var að kyssa hann. Hann hafi kysst á móti og svo hafi eitt leitt af öðru. Hann hafi gert sér grein fyrir að konan var ofurölvi en talid hana samt vera vakandi. Hann hafi svo hætt samförum við konuna eftir líklega um tíu mínútur þegar hann hafi áttað sig á því að líklega væri konan of full.Konan ekki í ástandi til að taka þátt í kynmökum Vitni sem kom fyrir dóminn sagðist hafa þurft að slá konuna utanundir til að vekja hana. Hún hafi verið rænulaus og óttaðist hún að konan andaði ekki. Viðbrögð vitnisins við aðstæðum eftir að ákærði yfirgaf svefnherbergið styrkja er sögð styrkja frásögn konunnar. Í dómnum kemur fram að hafi sé yfir skynsamlegan vafa að konan hafi ekki verið í ástandi til að taka þátt í kynmökum með ákærða. Sömuleiðis hafi ákærða verið það ljóst. Þá var litið til þess að konan sagði frá því án tafar, þegar hún vaknaði, að haft hefði verið við hana samfarir án samþykkis og hún hafi tafarlaust leitað aðstoðar á Neyðarmóttöku. Maðurinn var dæmdur í tveggja ára fangelsi þar af 21 mánuð skilorðsbundinn. Var litið til ungs aldurs ákærða auk þess hve langur tími leið frá því konan kærði manninn og þar til ákæra var gefin út. Lögreglan hætti rannsókn málsins í maí 2013 en ljóst þótti að ekkert hafði verið unnið í rannsókn málsins í heilt ár eða frá maí 2012 til maí 2013. Ríkissaksóknari felldi ákvörðun lögreglu að hætta rannsókn úr gildi í júlí 2013 og var gefin út ákæra í mars 2014. Dómurinn féllst ekki á skýringar lögreglu að rannsókn hefði gengið svo hægt vegna anna. Alvarleiki málsins væri of mikið. Maðurinn þarf að greiða 800 þúsund krónur til konunnar í miskabætur en hún fór fram á tvær milljónir í bætur.Dóminn í heild sinni má lesa hér.
Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar Landhelgisgæslunnar á Grænlandi Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Sjá meira