Minnisstæðast að geta bjargað fólki Hrund Þórsdóttir skrifar 12. janúar 2015 20:00 Fimm ár eru í dag liðin frá jarðskjálftanum á Haítí og enn eru aðstæður þar afar erfiðar. Skjálftinn var sjö á Richter og lagði höfuðborginai Port-au-Prince nánast í rúst. 220 þúsund manns létu lífið og 300 þúsund slösuðust. Frammistaða íslensku Alþjóðabjörgunarsveitarinnar vakti mikla athygli á sínum tíma, enda var hún fyrst á staðinn og í meðfylgjandi myndskeiði má sjá myndir af henni að störfum á vettvangi. „Það þótti mjög einkennilegt hvað við náðum að bregðast fljótt við,“ segir Bragi Reynisson, stjórnandi íslensku Alþjóðabjörgunarsveitarinnar. „Menn voru búnir að setja okkur í annan flokk og gert var ráð fyrir að við yrðum lengi á leiðinni, því við vorum svo langt frá þessum helstu skaðasvæðum.“ Sveitin vann að grófri rústaleit og bjargaði auk þess þremur úr bráðri lífshættu. Hvað stóð upp úr eftir þessa sjö daga á staðnum? „Það er náttúrlega fyrst og fremst að geta bjargað einhverjum,“ segir Bragi. „Og ekki bara að geta bjargað einhverjum út úr rústum heldur líka bara að geta verið til staðar fyrir almenning í landinu og látið gott af sér leiða með þeim hætti.“ Sveitin skildi auk þess eftir hjálpargögn fyrir um tíu milljónir króna enda þótti ekki forsvaranlegt að taka þau með heim þar sem aðstæður voru afar slæmar. Bragi segir ástandið lítið hafa breyst á svæðinu og að enn búi fólk í tjöldum og hálfhrundum húsum. Hins vegar hafi hamfarirnar orðið til framfara í þekkingu á hættusvæðum og nýsköpunar fyrir aðstæður sem þessar. „Þetta kveikti í mjög mörgum að láta gott af sér leiða og reyna að koma með nýjungar inn í þennan heim,“ segir hann. Bragi þakkar almenningi stuðning við sveitina. Myndirðu fara aftur ef útkallið kæmi í dag? „Ekki spurning, ég myndi ekki hika við það,“ segir hann að lokum með áherslu. Tengdar fréttir Fimm ár frá jarðskjálftanum á Haítí Þann 12. janúar næstkomandi eru fimm ár liðin frá jarðskjálftanum mikla á Haítí. 8. janúar 2015 10:07 Fimm ár frá skjálftanum á Haíti Atburðarins var minnst í Port-au Prince í dag en hundruðir þúsunda létust í hamförunum. 12. janúar 2015 15:45 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Fimm ár eru í dag liðin frá jarðskjálftanum á Haítí og enn eru aðstæður þar afar erfiðar. Skjálftinn var sjö á Richter og lagði höfuðborginai Port-au-Prince nánast í rúst. 220 þúsund manns létu lífið og 300 þúsund slösuðust. Frammistaða íslensku Alþjóðabjörgunarsveitarinnar vakti mikla athygli á sínum tíma, enda var hún fyrst á staðinn og í meðfylgjandi myndskeiði má sjá myndir af henni að störfum á vettvangi. „Það þótti mjög einkennilegt hvað við náðum að bregðast fljótt við,“ segir Bragi Reynisson, stjórnandi íslensku Alþjóðabjörgunarsveitarinnar. „Menn voru búnir að setja okkur í annan flokk og gert var ráð fyrir að við yrðum lengi á leiðinni, því við vorum svo langt frá þessum helstu skaðasvæðum.“ Sveitin vann að grófri rústaleit og bjargaði auk þess þremur úr bráðri lífshættu. Hvað stóð upp úr eftir þessa sjö daga á staðnum? „Það er náttúrlega fyrst og fremst að geta bjargað einhverjum,“ segir Bragi. „Og ekki bara að geta bjargað einhverjum út úr rústum heldur líka bara að geta verið til staðar fyrir almenning í landinu og látið gott af sér leiða með þeim hætti.“ Sveitin skildi auk þess eftir hjálpargögn fyrir um tíu milljónir króna enda þótti ekki forsvaranlegt að taka þau með heim þar sem aðstæður voru afar slæmar. Bragi segir ástandið lítið hafa breyst á svæðinu og að enn búi fólk í tjöldum og hálfhrundum húsum. Hins vegar hafi hamfarirnar orðið til framfara í þekkingu á hættusvæðum og nýsköpunar fyrir aðstæður sem þessar. „Þetta kveikti í mjög mörgum að láta gott af sér leiða og reyna að koma með nýjungar inn í þennan heim,“ segir hann. Bragi þakkar almenningi stuðning við sveitina. Myndirðu fara aftur ef útkallið kæmi í dag? „Ekki spurning, ég myndi ekki hika við það,“ segir hann að lokum með áherslu.
Tengdar fréttir Fimm ár frá jarðskjálftanum á Haítí Þann 12. janúar næstkomandi eru fimm ár liðin frá jarðskjálftanum mikla á Haítí. 8. janúar 2015 10:07 Fimm ár frá skjálftanum á Haíti Atburðarins var minnst í Port-au Prince í dag en hundruðir þúsunda létust í hamförunum. 12. janúar 2015 15:45 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Fimm ár frá jarðskjálftanum á Haítí Þann 12. janúar næstkomandi eru fimm ár liðin frá jarðskjálftanum mikla á Haítí. 8. janúar 2015 10:07
Fimm ár frá skjálftanum á Haíti Atburðarins var minnst í Port-au Prince í dag en hundruðir þúsunda létust í hamförunum. 12. janúar 2015 15:45