Fluttur á sjúkrahús með 30 pakkningar af MDMA innvortis Bjarki Ármannsson skrifar 12. janúar 2015 19:38 Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar nú málið en ekki er vitað hvort maðurinn hafi verið einn að verki. Vísir/Vilhelm/GVA Karlmaður á fertugsaldri var handtekinn á Keflavíkurflugvelli þann 2. janúar síðastliðinn með um 280 grömm af MDMA í meltingarvegi og endaþarmi. Við komu til landsins frá Þýskalandi fannst lítilræði af amfetamíni í fórum hans og játaði hann við yfirheyrslu að hann hefði fíkniefni innvortis.Fréttastofa RÚV greindi fyrst frá. Lögreglan á Suðurnesjum hefur málið til rannsóknar en maðurinn var látinn laus úr gæsluvarðhaldi fyrir helgi. Guðmundur Baldursson, fulltrúi embættisins, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Guðmundur segir að um íslenskan karlmann sé að ræða sem áður hefur komið við sögu lögreglu. „Jú, hann hefur lítillega komið við sögu áður,“ segir Guðmundur. Maðurinn hafi þó ekki áður verið grunaður um aðild að fíkniefnasmygli. Ekki er vitað að svo stöddu hvort hann hafi verið einn að verki eða hvort um svokallað burðardýr sé að ræða.Pakkningarnar skiluðu sér á fimm dögum Illa gekk að ná fíkniefnunum úr líkama mannsins. Alls hafði hann þrjátíu pakkningar í endaþarmi og meltingarvegi, sem allar skiluðu sér að lokum. „Við sendum hann á sjúkrahús, vegna þess að við höfðum grun um að pakkningarnar væru kannski orðnar eitthvað lélegar,“ segir Guðmundur. Maðurinn var á sjúkrahúsi í nokkra daga en er nú frjáls sinna ferða. Fimm dagar liðu frá handtöku og þar til allar pakkningarnar höfðu skilað sér. Guðmundur segir að það standi ekki til að krefjast frekara gæsluvarðhalds yfir manninum að svo stöddu. Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Fleiri fréttir Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Sjá meira
Karlmaður á fertugsaldri var handtekinn á Keflavíkurflugvelli þann 2. janúar síðastliðinn með um 280 grömm af MDMA í meltingarvegi og endaþarmi. Við komu til landsins frá Þýskalandi fannst lítilræði af amfetamíni í fórum hans og játaði hann við yfirheyrslu að hann hefði fíkniefni innvortis.Fréttastofa RÚV greindi fyrst frá. Lögreglan á Suðurnesjum hefur málið til rannsóknar en maðurinn var látinn laus úr gæsluvarðhaldi fyrir helgi. Guðmundur Baldursson, fulltrúi embættisins, staðfestir þetta í samtali við Vísi. Guðmundur segir að um íslenskan karlmann sé að ræða sem áður hefur komið við sögu lögreglu. „Jú, hann hefur lítillega komið við sögu áður,“ segir Guðmundur. Maðurinn hafi þó ekki áður verið grunaður um aðild að fíkniefnasmygli. Ekki er vitað að svo stöddu hvort hann hafi verið einn að verki eða hvort um svokallað burðardýr sé að ræða.Pakkningarnar skiluðu sér á fimm dögum Illa gekk að ná fíkniefnunum úr líkama mannsins. Alls hafði hann þrjátíu pakkningar í endaþarmi og meltingarvegi, sem allar skiluðu sér að lokum. „Við sendum hann á sjúkrahús, vegna þess að við höfðum grun um að pakkningarnar væru kannski orðnar eitthvað lélegar,“ segir Guðmundur. Maðurinn var á sjúkrahúsi í nokkra daga en er nú frjáls sinna ferða. Fimm dagar liðu frá handtöku og þar til allar pakkningarnar höfðu skilað sér. Guðmundur segir að það standi ekki til að krefjast frekara gæsluvarðhalds yfir manninum að svo stöddu.
Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Fleiri fréttir Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir handteknir í aðgerðum lögreglu Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Sjá meira