Vilji til að setja lög á verkfall 13. október 2005 14:56 Um 61 prósent landsmanna telur að ef kennarar fella miðlunartillögu ríkissáttasemjara og fara í verkfall á ný þá komi til greina að setja lög á verkfallið. Þetta kemur fram í skoðanakönnun Fréttablaðsins. Af þeim sem tóku afstöðu telur um 61 prósent það koma til greina að setja lög á verkfallið en 39 prósent telja það ekki koma til greina. Athyglisvert er að nokkur munur er á afstöðu kynjanna sem og afstöðu fólks eftir búsetu. Konur virðast hlynntari því að lög verði sett á kennaraverkfallið ef miðlunartillagan verður felld. Ríflega 65 prósent kvenna segja það koma til greina en 35 prósent eru mótfallin því. Um 56 prósent karla eru hins vegar þeirrar skoðunar að lög á verkfallið komi til greina en 44 prósent þeirra eru mótfallnir því. Tæplega 65 prósentum íbúa á landsbyggðinni finnst koma til greina að setja lög á verkfall kennara samanborið við 58 prósent íbúa í þéttbýli. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir að verði sett lög á verkfallið sé verið að fresta vandanum og kannski bara um stuttan tíma. "Menn fara að sjálfsögðu að lögum hvernig sem þau verða, en það mun fækka í kennarastéttinni á eftir," segir Eiríkur. "Ég held að menn láti ekki binda sig með lögum." Eiríkur telur mögulegt að umræða undanfarinna daga hafi spilað inn í niðurstöðuna: "Sjálfsagt hefur það áhrif að mikið hefur verið rætt um lög á verkfall kennara. Ég hef aldrei viljað hugsa þá hugsun til enda ef lög yrðu sett á verkfallið." Eiríkur telur að ástæða þess að konur eru í meirihluta þeirra sem vilja sjá lög á verkfall kennara sé hugsanlega sú að umönnun barnanna sé heldur í höndum kvenna: "Þessi gamaldagshugsun að konur séu ábyrgari fyrir börnunum en karlar er enn svo rík í þessu þjóðfélagi. Ég get vel ímyndað mér að konur hafi upplifað verkfallið á annan hátt en karlar hvað þetta varðar." Úrtakið í könnuninni var 800 manns. Það skiptist jafnt milli kynja og hlutfallslega eftir kjördæmum. Spurt var: Ef kennarar fella miðlunartillögu ríkissáttasemjara og fara í verkfall á ný, finnst þér þá koma til að greina að setja lög á verkfallið? Svarhlutfallið var 93,6 prósent. Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Kennaraverkfall Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Um 61 prósent landsmanna telur að ef kennarar fella miðlunartillögu ríkissáttasemjara og fara í verkfall á ný þá komi til greina að setja lög á verkfallið. Þetta kemur fram í skoðanakönnun Fréttablaðsins. Af þeim sem tóku afstöðu telur um 61 prósent það koma til greina að setja lög á verkfallið en 39 prósent telja það ekki koma til greina. Athyglisvert er að nokkur munur er á afstöðu kynjanna sem og afstöðu fólks eftir búsetu. Konur virðast hlynntari því að lög verði sett á kennaraverkfallið ef miðlunartillagan verður felld. Ríflega 65 prósent kvenna segja það koma til greina en 35 prósent eru mótfallin því. Um 56 prósent karla eru hins vegar þeirrar skoðunar að lög á verkfallið komi til greina en 44 prósent þeirra eru mótfallnir því. Tæplega 65 prósentum íbúa á landsbyggðinni finnst koma til greina að setja lög á verkfall kennara samanborið við 58 prósent íbúa í þéttbýli. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, segir að verði sett lög á verkfallið sé verið að fresta vandanum og kannski bara um stuttan tíma. "Menn fara að sjálfsögðu að lögum hvernig sem þau verða, en það mun fækka í kennarastéttinni á eftir," segir Eiríkur. "Ég held að menn láti ekki binda sig með lögum." Eiríkur telur mögulegt að umræða undanfarinna daga hafi spilað inn í niðurstöðuna: "Sjálfsagt hefur það áhrif að mikið hefur verið rætt um lög á verkfall kennara. Ég hef aldrei viljað hugsa þá hugsun til enda ef lög yrðu sett á verkfallið." Eiríkur telur að ástæða þess að konur eru í meirihluta þeirra sem vilja sjá lög á verkfall kennara sé hugsanlega sú að umönnun barnanna sé heldur í höndum kvenna: "Þessi gamaldagshugsun að konur séu ábyrgari fyrir börnunum en karlar er enn svo rík í þessu þjóðfélagi. Ég get vel ímyndað mér að konur hafi upplifað verkfallið á annan hátt en karlar hvað þetta varðar." Úrtakið í könnuninni var 800 manns. Það skiptist jafnt milli kynja og hlutfallslega eftir kjördæmum. Spurt var: Ef kennarar fella miðlunartillögu ríkissáttasemjara og fara í verkfall á ný, finnst þér þá koma til að greina að setja lög á verkfallið? Svarhlutfallið var 93,6 prósent.
Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Kennaraverkfall Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira