Vill senda lögreglu á Geysissvæðið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. mars 2014 15:57 Vísir/Gva/Anton Brink „Hvað myndu menn gera ef einstaklingar stilltu sér upp í vegi fyrir bílaumferðina á Laugavegi eða Hverfisgötu og krefðu menn um gjald,“ sagði Ögmundur Jónasson í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Ögmundur rifjaði upp ferð sína á Geysissvæðið í gær þar sem hann ásamt fleirum ætluðu að standa á lagalegum rétti sínum eins og hann komst að orði. Eins og greint var frá í gær ákváðu landeigendur að rukka ekki í gær svo Ögmundur og félagar gátu rölt um Geysissvæðið þeim að kostnaðarlaus. „Hvað ætlar ríkisstjórnin að gera til að halda uppi lögum og verja einstaklinga fyrir löglausu áreiti af þessu tagi,“ sagði Ögmundur. Hann beindi fyrirspurn sinni til Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. Bjarni benti á að ríkið hefði átt í viðræðum við landeigendur í lengri tíma sem lauk með tillögu í febrúar. Þar skuldbatt ríkið sig til þess að fara í framkvæmdir án tafa til að lagfæra aðstæður á svæðinu. Það hafi landeigendur ekki sætt sig við og ríkið í kjölfarið sett lögbann á gjaldtöku. Henni var svo hafnað af sýslumanninum á Selfossi. Ögmundur var ekki sáttur við svör ráðherra og óskaði eftir því að lögregla yrði kölluð til. „Hvers vegna er lögreglan ekki látin stöðva þessa lögleysu sem þarna fer fram? Einstaklingar sem ganga inn á svæðið eru krafðir um 600 krónur. Það eru allir sammála um lögleysuna. Hvers vegna gerir ríkisstjórnin ekki neitt?“ Bjarni sagði að kröfu um lögbann yrði fylgt eftir. Yrði fallist á lögbann yrði því fylgt eftir með sérstöku dómsmáli. Annars yrði sjálfstætt dómsmál höfaða. „Ég tel að það þurfi að fara varlega í almennar yfirlýsingar um að það sé almennt alfarið á öllum eignarlöndum bannað að taka sérstakt gjald.“ Tengdar fréttir „Við eigum þetta allt“ Um hundrað manns freistuðu þess í dag að skoða Geysissvæðið án þess að greiða aðgangseyri. Hópurinn átti í litlum vandræðum við að komast inn á svæðið, enda voru tollverðir landeigenda hvergi sjáanlegir. 30. mars 2014 19:49 Útlit fyrir að frítt sé inn á Geysissvæðið í dag Enginn gjaldheimtumaður er á svæðinu og fær ferðafólk að ganga inn á svæðið, þeim að endurgjaldslausu. 30. mars 2014 13:27 Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Sjá meira
„Hvað myndu menn gera ef einstaklingar stilltu sér upp í vegi fyrir bílaumferðina á Laugavegi eða Hverfisgötu og krefðu menn um gjald,“ sagði Ögmundur Jónasson í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag. Ögmundur rifjaði upp ferð sína á Geysissvæðið í gær þar sem hann ásamt fleirum ætluðu að standa á lagalegum rétti sínum eins og hann komst að orði. Eins og greint var frá í gær ákváðu landeigendur að rukka ekki í gær svo Ögmundur og félagar gátu rölt um Geysissvæðið þeim að kostnaðarlaus. „Hvað ætlar ríkisstjórnin að gera til að halda uppi lögum og verja einstaklinga fyrir löglausu áreiti af þessu tagi,“ sagði Ögmundur. Hann beindi fyrirspurn sinni til Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. Bjarni benti á að ríkið hefði átt í viðræðum við landeigendur í lengri tíma sem lauk með tillögu í febrúar. Þar skuldbatt ríkið sig til þess að fara í framkvæmdir án tafa til að lagfæra aðstæður á svæðinu. Það hafi landeigendur ekki sætt sig við og ríkið í kjölfarið sett lögbann á gjaldtöku. Henni var svo hafnað af sýslumanninum á Selfossi. Ögmundur var ekki sáttur við svör ráðherra og óskaði eftir því að lögregla yrði kölluð til. „Hvers vegna er lögreglan ekki látin stöðva þessa lögleysu sem þarna fer fram? Einstaklingar sem ganga inn á svæðið eru krafðir um 600 krónur. Það eru allir sammála um lögleysuna. Hvers vegna gerir ríkisstjórnin ekki neitt?“ Bjarni sagði að kröfu um lögbann yrði fylgt eftir. Yrði fallist á lögbann yrði því fylgt eftir með sérstöku dómsmáli. Annars yrði sjálfstætt dómsmál höfaða. „Ég tel að það þurfi að fara varlega í almennar yfirlýsingar um að það sé almennt alfarið á öllum eignarlöndum bannað að taka sérstakt gjald.“
Tengdar fréttir „Við eigum þetta allt“ Um hundrað manns freistuðu þess í dag að skoða Geysissvæðið án þess að greiða aðgangseyri. Hópurinn átti í litlum vandræðum við að komast inn á svæðið, enda voru tollverðir landeigenda hvergi sjáanlegir. 30. mars 2014 19:49 Útlit fyrir að frítt sé inn á Geysissvæðið í dag Enginn gjaldheimtumaður er á svæðinu og fær ferðafólk að ganga inn á svæðið, þeim að endurgjaldslausu. 30. mars 2014 13:27 Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Sjá meira
„Við eigum þetta allt“ Um hundrað manns freistuðu þess í dag að skoða Geysissvæðið án þess að greiða aðgangseyri. Hópurinn átti í litlum vandræðum við að komast inn á svæðið, enda voru tollverðir landeigenda hvergi sjáanlegir. 30. mars 2014 19:49
Útlit fyrir að frítt sé inn á Geysissvæðið í dag Enginn gjaldheimtumaður er á svæðinu og fær ferðafólk að ganga inn á svæðið, þeim að endurgjaldslausu. 30. mars 2014 13:27