Dr. Maggi er enn að teikna byggingar 83 ára gamall Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. maí 2020 19:15 Framkvæmdir eru hafnar við nýja viðbyggingu Grunnskólans í Hveragerði sem verður um 700 fermetrar á tveimur hæðum. Það eru engir nýgræðingar sem teikna og hanna bygginguna, annar þeirra er 83 ára og hinn er 74 ára. Fyrsta skóflustungan af nýju viðbygginguna var tekin nýlega þar sem passað var upp á allir héldu fjarlægðarmörkum á meðan athöfnin fór fram með stunguskóflunum. Nýja viðbyggingin verður byggð norðan við núverandi skólabyggingu. „Þetta breytir heilmiklu, við erum að fá sex kennslustofur og fjölnota rými á milli þeirra sem að eftir að nýtast í öllu starfi í skólanum. Þetta er bara mjög spennandi fyrir starfsfólk og nemendur skólans,“ segir Sævar Þór Helgason skólastjóri Grunnskóla Hveragerðis Um 400 nemendur eru í skólanum og 70 starfsmenn. Reik verk ehf. átti lægsta tilboðið í bygginguna eða tæplega 400 milljónir króna. Verklok eru áætluð í júlí á næsta ári. Hönnunarteymi byggingarinnar, þeir dr. Maggi Jónsson, sem er 83 ára gamall og Ríkharður Kristjánsson, sem er 74 ára kalla ekki allt ömmu sína þegar kemur að spennandi verkefnum, enda báðir í fullu fjöri og á besta aldri eins og þeir segja sjálfir. „Þetta er bara áfangi, síðan eru tveir, þrír áfangar eftir en þegar þeim er lokið þá erum við komin með mjög heildstæða byggingu, sem að vonandi hentar vel“, segir dr. Maggi. Nokkrir einstaklingar í Hveragerði voru fengnir til að taka fyrstu skóflustunguna af nýju viðbyggingunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Dr. Maggi segir alltaf gaman að vinna að skemmtilegum verkefnum. "Já, þetta er alltaf jafn skemmtilegt, maður sér enga ástæðu til að hætta á meðan maður hefur gaman af þessu og hefur heilsu til.“ „Þetta verður bara mjög flott viðbygging, flottasti arkitekt landsins og ég að stýra þessu, það getur ekki verið annað en gott. Við vorum alveg sammála um hönnun nýju viðbyggingarinnar enda erum við erum búnir að vera sammála í fimmtíu ár held ég,“ segir Ríkharður Kristjánsson, 74 ára hönnunarstjóri byggingarinnar. Nýja viðbyggingin, sem verður um 700 fermetrar að stærð og kostar tæpar 400 milljónir króna.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Hveragerði Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Framkvæmdir eru hafnar við nýja viðbyggingu Grunnskólans í Hveragerði sem verður um 700 fermetrar á tveimur hæðum. Það eru engir nýgræðingar sem teikna og hanna bygginguna, annar þeirra er 83 ára og hinn er 74 ára. Fyrsta skóflustungan af nýju viðbygginguna var tekin nýlega þar sem passað var upp á allir héldu fjarlægðarmörkum á meðan athöfnin fór fram með stunguskóflunum. Nýja viðbyggingin verður byggð norðan við núverandi skólabyggingu. „Þetta breytir heilmiklu, við erum að fá sex kennslustofur og fjölnota rými á milli þeirra sem að eftir að nýtast í öllu starfi í skólanum. Þetta er bara mjög spennandi fyrir starfsfólk og nemendur skólans,“ segir Sævar Þór Helgason skólastjóri Grunnskóla Hveragerðis Um 400 nemendur eru í skólanum og 70 starfsmenn. Reik verk ehf. átti lægsta tilboðið í bygginguna eða tæplega 400 milljónir króna. Verklok eru áætluð í júlí á næsta ári. Hönnunarteymi byggingarinnar, þeir dr. Maggi Jónsson, sem er 83 ára gamall og Ríkharður Kristjánsson, sem er 74 ára kalla ekki allt ömmu sína þegar kemur að spennandi verkefnum, enda báðir í fullu fjöri og á besta aldri eins og þeir segja sjálfir. „Þetta er bara áfangi, síðan eru tveir, þrír áfangar eftir en þegar þeim er lokið þá erum við komin með mjög heildstæða byggingu, sem að vonandi hentar vel“, segir dr. Maggi. Nokkrir einstaklingar í Hveragerði voru fengnir til að taka fyrstu skóflustunguna af nýju viðbyggingunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Dr. Maggi segir alltaf gaman að vinna að skemmtilegum verkefnum. "Já, þetta er alltaf jafn skemmtilegt, maður sér enga ástæðu til að hætta á meðan maður hefur gaman af þessu og hefur heilsu til.“ „Þetta verður bara mjög flott viðbygging, flottasti arkitekt landsins og ég að stýra þessu, það getur ekki verið annað en gott. Við vorum alveg sammála um hönnun nýju viðbyggingarinnar enda erum við erum búnir að vera sammála í fimmtíu ár held ég,“ segir Ríkharður Kristjánsson, 74 ára hönnunarstjóri byggingarinnar. Nýja viðbyggingin, sem verður um 700 fermetrar að stærð og kostar tæpar 400 milljónir króna.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Hveragerði Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira