Radiohead krefst svara vegna dauða tæknimanns á sviði Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. júlí 2018 11:04 Thom Yorke, söngvari Radiohead, á tónleikum sveitarinnar í New York 11. júlí síðastliðinn. Vísir/getty Breska hljómsveitin Radiohead krefst svara vegna slyss sem varð þegar svið, sem hljómsveitin átti að halda tónleika á skömmu síðar, féll saman í kanadísku borginni Toronto árið 2012. Tæknimaður sveitarinnar, Scott Johnson, lést í slysinu. Radiohead sneri aftur til Toronto í gær, í fyrsta sinn síðan slysið varð, og hélt þar tónleika. Söngvari sveitarinnar, Thom Yorke, ávarpaði áhorfendaskarann og lýsti yfir óánægju með rannsókn á slysinu, sem hvílt hefur eins og mara á meðlimum sveitarinnar í sex ár. „Fólkið sem á að taka ábyrgð á slysinu hefur enn ekki tekið ábyrgð. Þögnin er ærandi,“ sagði Yorke og efndi í kjölfarið til mínútuþagnar í minningu Johnson. Myndband af ávarpi Yorke má sjá í spilaranum hér að neðan.Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins, BBC, varð slysið klukkutíma áður en áhorfendum var hleypt inn á tónleikastaðinn Downsview Park í Toronto árið 2012. Eins og áður sagði lést hinn 33 ára gamli Johnson nær samstundis er hann varð fyrir brakinu og þrír slösuðust að auki. Ári síðar voru þrír ákærðir fyrir aðild að slysinu: afþreyingarfyrirtækið Live Nation, verkfræðingurinn Domenic Cugliari og verktakinn Optex Staging and Service. Allir ákærðu neituðu sök. Dómsmálinu var hins vegar vísað frá vegna úrskurðar Hæstaréttar Kanada sem hafði úrskurðaði að öll mál ættu að fara fyrir dóm í héraðsdómstólum innan átján mánaða. Meðlimir Radiohead hafa ítrekað lýst yfir óánægju sinni með lyktir málsins. Á miðvikudag sagðist trommari sveitarinnar, Phil Selway, „bálreiður“ yfir því að andlát Johnson hefði aldrei verið útskýrt á fullnægjandi hátt. Hann bætti þó við að rannsókn á slysinu ætti að hefjast á næsta ári. Tónlist Tengdar fréttir Kannast ekki við lögsókn Radiohead gegn Lönu Del Rey Talsmaður útgáfufyrirtækisins Warner/Chappell, sem er með hljómsveitina Radiohead á sínum snærum, segir það ekki rétt að hljómsveitin hafi höfðað mál gegn tónlistarkonunni Lönu del Rey. 9. janúar 2018 21:22 Radiohead kom aðdáendum á óvart með nýju myndbandi við gamalt lag Breska hljómsveitin Radiohead kom aðdáendum sínum á óvart í dag með því að gefa út myndband fyrir hið 21 árs gamla lag I Promise. 2. júní 2017 14:52 Lagið sem hefði gert Radiohead of vinsæla loks að koma út Síðar í þessum mánuði verða tuttugu ár frá því að meistaraverk Radiohead, platan OK Computer, var gefin út. Til þess að minnast þess áfanga mun hljómsveitin gefa út viðhafnarútgáfu af plötunni þar sem með fylgja lög sem tekin voru upp á sama tíma og OK Computer en fengu ekki að að fljóta með á plötunni. 5. maí 2017 13:30 Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Sjá meira
Breska hljómsveitin Radiohead krefst svara vegna slyss sem varð þegar svið, sem hljómsveitin átti að halda tónleika á skömmu síðar, féll saman í kanadísku borginni Toronto árið 2012. Tæknimaður sveitarinnar, Scott Johnson, lést í slysinu. Radiohead sneri aftur til Toronto í gær, í fyrsta sinn síðan slysið varð, og hélt þar tónleika. Söngvari sveitarinnar, Thom Yorke, ávarpaði áhorfendaskarann og lýsti yfir óánægju með rannsókn á slysinu, sem hvílt hefur eins og mara á meðlimum sveitarinnar í sex ár. „Fólkið sem á að taka ábyrgð á slysinu hefur enn ekki tekið ábyrgð. Þögnin er ærandi,“ sagði Yorke og efndi í kjölfarið til mínútuþagnar í minningu Johnson. Myndband af ávarpi Yorke má sjá í spilaranum hér að neðan.Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins, BBC, varð slysið klukkutíma áður en áhorfendum var hleypt inn á tónleikastaðinn Downsview Park í Toronto árið 2012. Eins og áður sagði lést hinn 33 ára gamli Johnson nær samstundis er hann varð fyrir brakinu og þrír slösuðust að auki. Ári síðar voru þrír ákærðir fyrir aðild að slysinu: afþreyingarfyrirtækið Live Nation, verkfræðingurinn Domenic Cugliari og verktakinn Optex Staging and Service. Allir ákærðu neituðu sök. Dómsmálinu var hins vegar vísað frá vegna úrskurðar Hæstaréttar Kanada sem hafði úrskurðaði að öll mál ættu að fara fyrir dóm í héraðsdómstólum innan átján mánaða. Meðlimir Radiohead hafa ítrekað lýst yfir óánægju sinni með lyktir málsins. Á miðvikudag sagðist trommari sveitarinnar, Phil Selway, „bálreiður“ yfir því að andlát Johnson hefði aldrei verið útskýrt á fullnægjandi hátt. Hann bætti þó við að rannsókn á slysinu ætti að hefjast á næsta ári.
Tónlist Tengdar fréttir Kannast ekki við lögsókn Radiohead gegn Lönu Del Rey Talsmaður útgáfufyrirtækisins Warner/Chappell, sem er með hljómsveitina Radiohead á sínum snærum, segir það ekki rétt að hljómsveitin hafi höfðað mál gegn tónlistarkonunni Lönu del Rey. 9. janúar 2018 21:22 Radiohead kom aðdáendum á óvart með nýju myndbandi við gamalt lag Breska hljómsveitin Radiohead kom aðdáendum sínum á óvart í dag með því að gefa út myndband fyrir hið 21 árs gamla lag I Promise. 2. júní 2017 14:52 Lagið sem hefði gert Radiohead of vinsæla loks að koma út Síðar í þessum mánuði verða tuttugu ár frá því að meistaraverk Radiohead, platan OK Computer, var gefin út. Til þess að minnast þess áfanga mun hljómsveitin gefa út viðhafnarútgáfu af plötunni þar sem með fylgja lög sem tekin voru upp á sama tíma og OK Computer en fengu ekki að að fljóta með á plötunni. 5. maí 2017 13:30 Mest lesið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Lífið Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Lífið Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Lífið Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Leikjavísir „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Tónlist Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Lífið „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Lífið Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Lífið Fleiri fréttir Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Gefur endurkomu undir fótinn Enginn í joggingbuxum í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga Sjá meira
Kannast ekki við lögsókn Radiohead gegn Lönu Del Rey Talsmaður útgáfufyrirtækisins Warner/Chappell, sem er með hljómsveitina Radiohead á sínum snærum, segir það ekki rétt að hljómsveitin hafi höfðað mál gegn tónlistarkonunni Lönu del Rey. 9. janúar 2018 21:22
Radiohead kom aðdáendum á óvart með nýju myndbandi við gamalt lag Breska hljómsveitin Radiohead kom aðdáendum sínum á óvart í dag með því að gefa út myndband fyrir hið 21 árs gamla lag I Promise. 2. júní 2017 14:52
Lagið sem hefði gert Radiohead of vinsæla loks að koma út Síðar í þessum mánuði verða tuttugu ár frá því að meistaraverk Radiohead, platan OK Computer, var gefin út. Til þess að minnast þess áfanga mun hljómsveitin gefa út viðhafnarútgáfu af plötunni þar sem með fylgja lög sem tekin voru upp á sama tíma og OK Computer en fengu ekki að að fljóta með á plötunni. 5. maí 2017 13:30