Sport

Óviss með framtíðina eftir frestun Ólympíuleikanna

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Eygló Ósk er ekki viss hvort hún taki þátt á Ólympíuleikunum á næsta ári.
Eygló Ósk er ekki viss hvort hún taki þátt á Ólympíuleikunum á næsta ári. vísir/getty

Eygló Ósk Gústafsdóttir, ein fremsta sundkona Íslands, stefndi á að hætta í sundi þegar Ólympíuleikunum í Tókýó í Japan væri lokið. Aðeins 25 ára að aldri.

Þar sem Ólympíuleikunum hefur verið frestað um eitt ár er möguleiki að Eygló hætti áður en hún fær tækifæri til þess að stinga sér í laugina í Tokýó.

Þetta kom fram í viðtali RÚV við Eygló Ósk nýverið.

„Það er stór ákvörðun, maður var búin að undirbúa sig fyrir þetta sumar svo var planið mitt að hætta í sundi eftir sumarið. Allavega að taka pásu, ég veit ekki hvort að ég geti hætt fyrst að maður er búinn að vera svona lengi í þessu. Þetta er stór ákvörðun og eg er ekki alveg búin að ákveða mig. En ég mun gera það í sumar,“ sagði Eygló í viðtalinu við RÚV.

Eygló er ein af fáum sem fær leyfi til þess að fara synda að nýju eftir helgi og hún getur einfaldlega ekki beðið.

„Er búin að sakna þess ótrúlega að synda og hreyfa mig í lauginni. Maður ímyndar sér að þó maður hætti í framtíðinni heldur maður áfram að synda. Ég er búin að hlakka mjög til þess að komast í laugina og hreyfa mig og æfa.”

Að lokum fór Eygló yfir möguleika þess að halda áfram í ár til viðbótar og keppa á Ólympíuleikunum að ári.

„Það hefur kviknað smá söknuður í manni og ég veit það ekki, hef farið fram og til baka. Það væri ótrúlega spennandi að taka ár í viðbót en það væri mjög tímafrekt og dýrt. Það er mikill peningur sem fer í þetta og það er visst ströggl að komast í gegnum svona ár.”Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.