"Þetta kom eins og þruma úr heiðskíru lofti“ Hersir Aron Ólafsson skrifar 20. júlí 2018 20:00 Sérfræðingur segir allt benda til þess að rækjuiðnaðurinn á Íslandi muni hreinlega hverfa á næstu árum. Bæjarstjóri Grundarfjarðar segir lokun rækjuvinnslu FISK Seafood vera afar þungt högg fyrir bæinn. Líkt og fram kom í gær mun 21 starfsmaður rækjuvinnslunnar í Grundarfirði missa vinnuna vegna lokunarinnar, þar af nítján um næstu mánaðamót.Frétt Vísis: Rækjuvinnslu lokað í Grundarfirði og 21 missir vinnuna„Þetta kom eins og þruma úr heiðskíru lofti í rauninni í gær. Við höfðum ekki vitað neitt af þessu fyrr en fréttamenn hringdu í okkur, það fannst okkur svolítið erfitt,“ segir bæjarstjórinn Þorsteinn Steinsson. Íbúar Grundarfjarðar á Snæfellsnesi eru 843 samkvæmt tölum Hagstofunnar. Þorsteinn kveðst hafa skilning á aðstæðum fyrirtækisins, en ákvörðunin sé þungt högg fyrir bæinn allan. „Þarna er náttúrulega starfsfólk, liðlega 20 manns, sem eru að missa störfin sín. Það er náttúrulega mjög þungt fyrir þessa einstaklinga. Að hverju eiga þeir að hverfa? Og samfélagið í heild finnur náttúrulega verulega fyrir þessu,“ segir Þorsteinn.Veiðarnar brot af því sem áður var Í samtali við Vísi sagði Friðbjörn Ásbjörnsson, aðstoðarframkvæmdastjóri FISK Seafood, stöðuna erfiða og rækjuveiðar séu orðnar innan við 10% af því sem var þegar best lét. Guðmundur Þórðarson, sviðsstjóri botnsjávarlífríkissviðs hjá Hafrannsóknarstofnun, segir þessa greiningu ekki fjarri lagi. „Nánast síðan um aldamót hefur ekki verið veidd rækja fyrir norðan land. Einu innfjarðarsvæðin sem eftir eru eru Ísafjörður og Arnarfjörður, reyndar hafa ekki verið veiðar í Arnarfirði á yfirstandandi vertíð. Snæfellsrækjan var mjög lítil miðað við það sem verið hefur og Eldeyjarrækjan var t.a.m. ekki í fyrra þannig að Vesturlandið er líka mjög slæmt. Það sem helst hangir inni er kannski úthafsrækjan og þá í Ísafjarðardjúpi,“ segir Guðmundur.Þorskurinn étur rækjuna Þannig hafi rækjustofnar minnkað mikið undanfarin ár. Ástæðurnar séu stækkandi þorskstofn og umhverfisbreytingar, en nokkur hlýnun hafi t.a.m. mælst í fjörðum við Norðurland. En má þá búast við því að veiði og vinnsla rækju leggist alfarið af hér á landi? „Það bendir allt til þess. Þorskstofninn hefur verið að stækka, það var tekin stefna af stjórnvöldum að byggja upp þorskstofninn. Þorskurinn nærist á rækju, þannig að það er ekki sjáanlegt að rækja muni vaxa í miklum mæli á næstu árum,“ segir Guðmundur. Grundarfjörður Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fleiri fréttir Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Sjá meira
Sérfræðingur segir allt benda til þess að rækjuiðnaðurinn á Íslandi muni hreinlega hverfa á næstu árum. Bæjarstjóri Grundarfjarðar segir lokun rækjuvinnslu FISK Seafood vera afar þungt högg fyrir bæinn. Líkt og fram kom í gær mun 21 starfsmaður rækjuvinnslunnar í Grundarfirði missa vinnuna vegna lokunarinnar, þar af nítján um næstu mánaðamót.Frétt Vísis: Rækjuvinnslu lokað í Grundarfirði og 21 missir vinnuna„Þetta kom eins og þruma úr heiðskíru lofti í rauninni í gær. Við höfðum ekki vitað neitt af þessu fyrr en fréttamenn hringdu í okkur, það fannst okkur svolítið erfitt,“ segir bæjarstjórinn Þorsteinn Steinsson. Íbúar Grundarfjarðar á Snæfellsnesi eru 843 samkvæmt tölum Hagstofunnar. Þorsteinn kveðst hafa skilning á aðstæðum fyrirtækisins, en ákvörðunin sé þungt högg fyrir bæinn allan. „Þarna er náttúrulega starfsfólk, liðlega 20 manns, sem eru að missa störfin sín. Það er náttúrulega mjög þungt fyrir þessa einstaklinga. Að hverju eiga þeir að hverfa? Og samfélagið í heild finnur náttúrulega verulega fyrir þessu,“ segir Þorsteinn.Veiðarnar brot af því sem áður var Í samtali við Vísi sagði Friðbjörn Ásbjörnsson, aðstoðarframkvæmdastjóri FISK Seafood, stöðuna erfiða og rækjuveiðar séu orðnar innan við 10% af því sem var þegar best lét. Guðmundur Þórðarson, sviðsstjóri botnsjávarlífríkissviðs hjá Hafrannsóknarstofnun, segir þessa greiningu ekki fjarri lagi. „Nánast síðan um aldamót hefur ekki verið veidd rækja fyrir norðan land. Einu innfjarðarsvæðin sem eftir eru eru Ísafjörður og Arnarfjörður, reyndar hafa ekki verið veiðar í Arnarfirði á yfirstandandi vertíð. Snæfellsrækjan var mjög lítil miðað við það sem verið hefur og Eldeyjarrækjan var t.a.m. ekki í fyrra þannig að Vesturlandið er líka mjög slæmt. Það sem helst hangir inni er kannski úthafsrækjan og þá í Ísafjarðardjúpi,“ segir Guðmundur.Þorskurinn étur rækjuna Þannig hafi rækjustofnar minnkað mikið undanfarin ár. Ástæðurnar séu stækkandi þorskstofn og umhverfisbreytingar, en nokkur hlýnun hafi t.a.m. mælst í fjörðum við Norðurland. En má þá búast við því að veiði og vinnsla rækju leggist alfarið af hér á landi? „Það bendir allt til þess. Þorskstofninn hefur verið að stækka, það var tekin stefna af stjórnvöldum að byggja upp þorskstofninn. Þorskurinn nærist á rækju, þannig að það er ekki sjáanlegt að rækja muni vaxa í miklum mæli á næstu árum,“ segir Guðmundur.
Grundarfjörður Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fleiri fréttir Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Sjá meira