Veislan fór fram á Hilton hótelinu þar sem gestum var meðal annars boðið að smakka skerpukjöt frá Færeyjum og hákarl og súra punga frá Íslandi. Matthías Matthíasson, Pétur Örn Guðmundsson, Hreimur Örn Heimisson og Friðrik Ómar Hjörleifsson, sem var veislustjóri, tóku lagið fyrir brúðhjónin. Þá var dansað fram á rauða nótt.
Skrollaðu neðst í grein til að sjá myndbandið.


„Ég á stóran frændgarð í Færeyjum og margir koma til að vera viðstaddir brúðkaupið. Hér á landi hef ég starfað í tíu ár og eignast marga góða vini. Hrafnhildur á einnig stóra fjölskyldu. Mín ósk væri að bjóða öllum en það hefði orðið ansi dýrt. Listinn hljóðaði fyrst upp á 270 manns en við urðum að skera hann niður í tvö hundruð gesti,“ sagði Jógvan í mars síðastliðnum spurður út í stóra daginn.





