Inga Sæland ætlar ekki að flytja úr íbúð fyrir öryrkja Margrét Helga Erlingsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 31. mars 2018 18:56 Inga Sæland, þingmaður og formaður Flokks fólksins, ætlar að halda áfram að leigja íbúð hjá hússjóði Öryrkjabandalagsins þrátt fyrir að vera yfir tekjuviðmiðum. Fjöldi öryrkja er á biðlista eftir íbúð hjá Öryrkjabandalaginu. Líkt og DV greindi frá á dögunum hefur Inga Sæland, formaður Flokks fólksins leigt fjögurra herbergja íbúð í Grafarholti af Brynju, Hússjóði Öryrkjabandalagsins í sjö ár. Leiguverð fyrir slíka íbúð er samkvæmt verðskrá Brynju á bilinu 139 til 169 þúsund krónur á mánuði. Inga Sæland var í viðtali í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 um málið. „Já, að minnsta kosti enn um sinn þá kem ég til með að vera hér og er afskaplega þakklát fyrir þann velvilja sem Brynja hússjóður sýnir mér og þeim breyttu aðstæðum sem ég er í núna,“ segir Inga þegar hún er spurð hvort hún ætli að að halda áfram að leigja.Greiðir tvöfalda húsaleigu„Við gerðum með okkur samkomulag að hér eftir greiði ég tvöfalda húsaleigu og það er nú sérstaklega verið að líta til þess að það er nú kannski ekki alveg þar með sagt að ég sé komin til þess að vera öryrki á ofurlaunum lengi og ég er ansi háð umhverfi mínu. Það tekur mig langan tíma, vegna minnar fötlunar, að geta gengið um frjálslega eins og ég get gert hér í Grafarholtinu.“ Aðspurð hvað hún greiði í húsaleigu á mánuði svarar Inga að hún greiði 236 þúsund krónur á mánuði en það fyrirkomulag hafi verið tekið upp fyrir stuttu. „Ég get ekki fullþakkað það, þetta er náttúrulega mitt friðhelgi, mitt heimili og eina öryggið sem ég á,“ segir Inga. Spurð að því hvort henni þyki réttlætanlegt að leigja áfram íbúðina í ljósi þess að metfjöldi er á biðlista eftir íbúð svarar Inga: „Þess vegna dreymir mig um að eignast eigið heimili, það get ég alveg sagt þér og það er örugglega draumur margra öryrkja að geta sleppt því að vera á leigumarkaði hjá nokkrum og fá að eiga sitt eigið heimili og það er minn draumur líka.“Inga er yfir tekjumörkumLeigutakar hjá Brynju þurfa að uppfylla ýmis skilyrði og þurfa til dæmis að vera undir ákveðnum tekjuviðmiðum. Mega árstekjur sambúðarfólks ekki vera yfir rúmum 6,6 milljónum króna á ári, eða sem nemur samanlögðum 550 þúsund krónum. Tekjumörk einstaklings eru tæplega 400 þúsund krónur á mánuði.Fjögurra ára biðtími Samkvæmt upplýsingum frá Öryrkjabandalaginu er metfjöldi á biðlista eftir íbúð, eða um fimm hundruð öryrkjar. Biðtíminn er talinn vera allt að fjögur ár en íbúðirnar eru um 860 talsins. Inga þáði örorkubætur þar til hún var kjörin á þing í október. Auk þingfararkaups sem nemur um 1,1 milljón á mánuði fær hún í dag greitt 500 þúsund króna álag sem formaður stjórnmálaflokks. Eru heildarlaunin því rúmlega 1,6 milljón króna á mánuði.Sögðu upp íbúðinni þegar málið kom upp Þetta er ekki í fyrsta sinn sem umræða skapast um búsetu þingmanna en síðastliðið vor greindi Fréttablaðið frá því að Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata byggi á Stúdentagörðum á sama tíma og hann sinnti þingstörfum en kona hans stundaði þá nám við Háskóla Íslands. Þegar málið kom upp ákváðu þau hins vegar að segja upp stúdentaíbúðinni. Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Inga Sæland, þingmaður og formaður Flokks fólksins, ætlar að halda áfram að leigja íbúð hjá hússjóði Öryrkjabandalagsins þrátt fyrir að vera yfir tekjuviðmiðum. Fjöldi öryrkja er á biðlista eftir íbúð hjá Öryrkjabandalaginu. Líkt og DV greindi frá á dögunum hefur Inga Sæland, formaður Flokks fólksins leigt fjögurra herbergja íbúð í Grafarholti af Brynju, Hússjóði Öryrkjabandalagsins í sjö ár. Leiguverð fyrir slíka íbúð er samkvæmt verðskrá Brynju á bilinu 139 til 169 þúsund krónur á mánuði. Inga Sæland var í viðtali í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 um málið. „Já, að minnsta kosti enn um sinn þá kem ég til með að vera hér og er afskaplega þakklát fyrir þann velvilja sem Brynja hússjóður sýnir mér og þeim breyttu aðstæðum sem ég er í núna,“ segir Inga þegar hún er spurð hvort hún ætli að að halda áfram að leigja.Greiðir tvöfalda húsaleigu„Við gerðum með okkur samkomulag að hér eftir greiði ég tvöfalda húsaleigu og það er nú sérstaklega verið að líta til þess að það er nú kannski ekki alveg þar með sagt að ég sé komin til þess að vera öryrki á ofurlaunum lengi og ég er ansi háð umhverfi mínu. Það tekur mig langan tíma, vegna minnar fötlunar, að geta gengið um frjálslega eins og ég get gert hér í Grafarholtinu.“ Aðspurð hvað hún greiði í húsaleigu á mánuði svarar Inga að hún greiði 236 þúsund krónur á mánuði en það fyrirkomulag hafi verið tekið upp fyrir stuttu. „Ég get ekki fullþakkað það, þetta er náttúrulega mitt friðhelgi, mitt heimili og eina öryggið sem ég á,“ segir Inga. Spurð að því hvort henni þyki réttlætanlegt að leigja áfram íbúðina í ljósi þess að metfjöldi er á biðlista eftir íbúð svarar Inga: „Þess vegna dreymir mig um að eignast eigið heimili, það get ég alveg sagt þér og það er örugglega draumur margra öryrkja að geta sleppt því að vera á leigumarkaði hjá nokkrum og fá að eiga sitt eigið heimili og það er minn draumur líka.“Inga er yfir tekjumörkumLeigutakar hjá Brynju þurfa að uppfylla ýmis skilyrði og þurfa til dæmis að vera undir ákveðnum tekjuviðmiðum. Mega árstekjur sambúðarfólks ekki vera yfir rúmum 6,6 milljónum króna á ári, eða sem nemur samanlögðum 550 þúsund krónum. Tekjumörk einstaklings eru tæplega 400 þúsund krónur á mánuði.Fjögurra ára biðtími Samkvæmt upplýsingum frá Öryrkjabandalaginu er metfjöldi á biðlista eftir íbúð, eða um fimm hundruð öryrkjar. Biðtíminn er talinn vera allt að fjögur ár en íbúðirnar eru um 860 talsins. Inga þáði örorkubætur þar til hún var kjörin á þing í október. Auk þingfararkaups sem nemur um 1,1 milljón á mánuði fær hún í dag greitt 500 þúsund króna álag sem formaður stjórnmálaflokks. Eru heildarlaunin því rúmlega 1,6 milljón króna á mánuði.Sögðu upp íbúðinni þegar málið kom upp Þetta er ekki í fyrsta sinn sem umræða skapast um búsetu þingmanna en síðastliðið vor greindi Fréttablaðið frá því að Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata byggi á Stúdentagörðum á sama tíma og hann sinnti þingstörfum en kona hans stundaði þá nám við Háskóla Íslands. Þegar málið kom upp ákváðu þau hins vegar að segja upp stúdentaíbúðinni.
Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira