Inga Sæland ætlar ekki að flytja úr íbúð fyrir öryrkja Margrét Helga Erlingsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 31. mars 2018 18:56 Inga Sæland, þingmaður og formaður Flokks fólksins, ætlar að halda áfram að leigja íbúð hjá hússjóði Öryrkjabandalagsins þrátt fyrir að vera yfir tekjuviðmiðum. Fjöldi öryrkja er á biðlista eftir íbúð hjá Öryrkjabandalaginu. Líkt og DV greindi frá á dögunum hefur Inga Sæland, formaður Flokks fólksins leigt fjögurra herbergja íbúð í Grafarholti af Brynju, Hússjóði Öryrkjabandalagsins í sjö ár. Leiguverð fyrir slíka íbúð er samkvæmt verðskrá Brynju á bilinu 139 til 169 þúsund krónur á mánuði. Inga Sæland var í viðtali í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 um málið. „Já, að minnsta kosti enn um sinn þá kem ég til með að vera hér og er afskaplega þakklát fyrir þann velvilja sem Brynja hússjóður sýnir mér og þeim breyttu aðstæðum sem ég er í núna,“ segir Inga þegar hún er spurð hvort hún ætli að að halda áfram að leigja.Greiðir tvöfalda húsaleigu„Við gerðum með okkur samkomulag að hér eftir greiði ég tvöfalda húsaleigu og það er nú sérstaklega verið að líta til þess að það er nú kannski ekki alveg þar með sagt að ég sé komin til þess að vera öryrki á ofurlaunum lengi og ég er ansi háð umhverfi mínu. Það tekur mig langan tíma, vegna minnar fötlunar, að geta gengið um frjálslega eins og ég get gert hér í Grafarholtinu.“ Aðspurð hvað hún greiði í húsaleigu á mánuði svarar Inga að hún greiði 236 þúsund krónur á mánuði en það fyrirkomulag hafi verið tekið upp fyrir stuttu. „Ég get ekki fullþakkað það, þetta er náttúrulega mitt friðhelgi, mitt heimili og eina öryggið sem ég á,“ segir Inga. Spurð að því hvort henni þyki réttlætanlegt að leigja áfram íbúðina í ljósi þess að metfjöldi er á biðlista eftir íbúð svarar Inga: „Þess vegna dreymir mig um að eignast eigið heimili, það get ég alveg sagt þér og það er örugglega draumur margra öryrkja að geta sleppt því að vera á leigumarkaði hjá nokkrum og fá að eiga sitt eigið heimili og það er minn draumur líka.“Inga er yfir tekjumörkumLeigutakar hjá Brynju þurfa að uppfylla ýmis skilyrði og þurfa til dæmis að vera undir ákveðnum tekjuviðmiðum. Mega árstekjur sambúðarfólks ekki vera yfir rúmum 6,6 milljónum króna á ári, eða sem nemur samanlögðum 550 þúsund krónum. Tekjumörk einstaklings eru tæplega 400 þúsund krónur á mánuði.Fjögurra ára biðtími Samkvæmt upplýsingum frá Öryrkjabandalaginu er metfjöldi á biðlista eftir íbúð, eða um fimm hundruð öryrkjar. Biðtíminn er talinn vera allt að fjögur ár en íbúðirnar eru um 860 talsins. Inga þáði örorkubætur þar til hún var kjörin á þing í október. Auk þingfararkaups sem nemur um 1,1 milljón á mánuði fær hún í dag greitt 500 þúsund króna álag sem formaður stjórnmálaflokks. Eru heildarlaunin því rúmlega 1,6 milljón króna á mánuði.Sögðu upp íbúðinni þegar málið kom upp Þetta er ekki í fyrsta sinn sem umræða skapast um búsetu þingmanna en síðastliðið vor greindi Fréttablaðið frá því að Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata byggi á Stúdentagörðum á sama tíma og hann sinnti þingstörfum en kona hans stundaði þá nám við Háskóla Íslands. Þegar málið kom upp ákváðu þau hins vegar að segja upp stúdentaíbúðinni. Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Inga Sæland, þingmaður og formaður Flokks fólksins, ætlar að halda áfram að leigja íbúð hjá hússjóði Öryrkjabandalagsins þrátt fyrir að vera yfir tekjuviðmiðum. Fjöldi öryrkja er á biðlista eftir íbúð hjá Öryrkjabandalaginu. Líkt og DV greindi frá á dögunum hefur Inga Sæland, formaður Flokks fólksins leigt fjögurra herbergja íbúð í Grafarholti af Brynju, Hússjóði Öryrkjabandalagsins í sjö ár. Leiguverð fyrir slíka íbúð er samkvæmt verðskrá Brynju á bilinu 139 til 169 þúsund krónur á mánuði. Inga Sæland var í viðtali í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 um málið. „Já, að minnsta kosti enn um sinn þá kem ég til með að vera hér og er afskaplega þakklát fyrir þann velvilja sem Brynja hússjóður sýnir mér og þeim breyttu aðstæðum sem ég er í núna,“ segir Inga þegar hún er spurð hvort hún ætli að að halda áfram að leigja.Greiðir tvöfalda húsaleigu„Við gerðum með okkur samkomulag að hér eftir greiði ég tvöfalda húsaleigu og það er nú sérstaklega verið að líta til þess að það er nú kannski ekki alveg þar með sagt að ég sé komin til þess að vera öryrki á ofurlaunum lengi og ég er ansi háð umhverfi mínu. Það tekur mig langan tíma, vegna minnar fötlunar, að geta gengið um frjálslega eins og ég get gert hér í Grafarholtinu.“ Aðspurð hvað hún greiði í húsaleigu á mánuði svarar Inga að hún greiði 236 þúsund krónur á mánuði en það fyrirkomulag hafi verið tekið upp fyrir stuttu. „Ég get ekki fullþakkað það, þetta er náttúrulega mitt friðhelgi, mitt heimili og eina öryggið sem ég á,“ segir Inga. Spurð að því hvort henni þyki réttlætanlegt að leigja áfram íbúðina í ljósi þess að metfjöldi er á biðlista eftir íbúð svarar Inga: „Þess vegna dreymir mig um að eignast eigið heimili, það get ég alveg sagt þér og það er örugglega draumur margra öryrkja að geta sleppt því að vera á leigumarkaði hjá nokkrum og fá að eiga sitt eigið heimili og það er minn draumur líka.“Inga er yfir tekjumörkumLeigutakar hjá Brynju þurfa að uppfylla ýmis skilyrði og þurfa til dæmis að vera undir ákveðnum tekjuviðmiðum. Mega árstekjur sambúðarfólks ekki vera yfir rúmum 6,6 milljónum króna á ári, eða sem nemur samanlögðum 550 þúsund krónum. Tekjumörk einstaklings eru tæplega 400 þúsund krónur á mánuði.Fjögurra ára biðtími Samkvæmt upplýsingum frá Öryrkjabandalaginu er metfjöldi á biðlista eftir íbúð, eða um fimm hundruð öryrkjar. Biðtíminn er talinn vera allt að fjögur ár en íbúðirnar eru um 860 talsins. Inga þáði örorkubætur þar til hún var kjörin á þing í október. Auk þingfararkaups sem nemur um 1,1 milljón á mánuði fær hún í dag greitt 500 þúsund króna álag sem formaður stjórnmálaflokks. Eru heildarlaunin því rúmlega 1,6 milljón króna á mánuði.Sögðu upp íbúðinni þegar málið kom upp Þetta er ekki í fyrsta sinn sem umræða skapast um búsetu þingmanna en síðastliðið vor greindi Fréttablaðið frá því að Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata byggi á Stúdentagörðum á sama tíma og hann sinnti þingstörfum en kona hans stundaði þá nám við Háskóla Íslands. Þegar málið kom upp ákváðu þau hins vegar að segja upp stúdentaíbúðinni.
Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira