Dagur lætur Júlíus Vífil heyra það vegna ummæla um Jón Gnarr Birgir Olgeirsson skrifar 29. janúar 2015 12:41 Niðurstaða verkefnis Jón Júlíusar er sú að Jón Gnarr hafi sannarlega verið borgarstjóri. Vísir/Ernir „Þetta heitir að kunna ekki að skammast sín,“ skrifar Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, á Facebook um ummæli Júlíusar Vífils Ingvarssonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sem eru að finna í lokaverkefni Jóns Júlíusar Karlssonar til MPA-gráðu í opinberri stjórnsýslu.Verkefnið snýr að borgarstjóratíð Jóns Gnarr þar sem hann þurfti margoft að sitja undir þeirri fullyrðingu að hann væri ekki borgarstjóri heldur væri borginni stýrt af embættismönnum og Degi B. Eggertssyni, oddvita Samfylkingarinnar í borgarstjórn, sem var jafnframt formaður borgarráðs í meirihlutasamstarfi Besta flokksins og Samfylkingarinnar.Jón sannarlega borgarstjóriJón Júlíus segir að niðurstöður af viðtölum við fjóra einstaklinga, sem voru í lykilhlutverkum í stjórnsýslu Reykjavíkur í borgarstjóratíð Jóns Gnarr, benda til þess að Jón hafi sannarlega verið borgarstjóri. Benti til að mynda Regína Ásvaldsdóttir, fyrrverandi skrifstofustjóri borgarstjóra, á að veikleikar Jóns sem borgarstjóra hefðu fyrst og fremst legið í þekkingar- og reynsluleysi á stjórnsýslu Reykjavíkurborgar og umfangi embættisins. Til að brúa bilið leitaði Jón stíft í stjórnendur og embættismenn Reykjavíkurborgar eftir faglegri ráðgjöf og það beri vott um sterkan leiðtoga sem ber veikleika sína á torg og óskar eftir hjálp annarra til að geta sinnt starfi sínu betur.Sjá einnig:Rekinn útaf hanakambi og hljóp grátandi heim Júlíus Vífill er einn þeirra sem hefur haldið því fram að Dagur B. Eggertsson hafi stýrt borginni á bakvið tjöldin þó Jón Gnarr hafi borið titil borgarstjóra en Júlíus vill meina að það hafi reynst Jóni erfitt að setja sig inn í störf sem snerust ekki beint um hann heldur um hag annarra. „Reynst honum of flókið“ „Ég held að Jón hafi sinnt borgarstjórastarfinu eins og hann vildi. Jón Gnarr er auðvitað listamaður, mikilhæfur og greindur maður sem sér hlutina oft með skemmtilegum og áhugaverðum hætti. Þarna var hann kominn á stað sem að krafðist einbeitingar og setja sig inn í störf sem snérust ekki beint um hann sjálfan heldur um hag annarra. Ég held að það hafi reynst honum of flókið að gera það. Það voru vonbrigði að með því fyrsta sem gert er í upphafi þessa kjörtímabils var að breyta stjórnkerfi borgarinnar til þess að,“ segir Júlíus Vífiill í verkefninu og heldur áfram:„Þess vegna var stjórnkerfinu breytt“ „Jón Gnarr þyrfti ekki að takast á við þau daglegu störf sem borgarstjóri hefur alltaf tekist á við. Honum óx þetta í augum og sá að hann var ekki að höndla starfið. Hann hafði aldrei staðið í stjórnunarstöðu og þetta kemur honum algjörlega í opna skjöldu þó hann hafi boðið sig fram í þetta. Hann hlýtur að hafa gert sér grein fyrir að hann gat ekki sinnt starfinu með sama hætti og aðrir höfðu gert fram til þessa. Þess vegna var stjórnkerfinu breytt. Þannig stendur það ennþá. Það kemur svolítið á óvart að Dagur skuli ekki hafa breytt því aftur.“ Einn magnaðasti maður sem Dagur hefur kynnstDagur B. Eggertsson segist ekki geta orða bundist vegna þessara ummæla Júlíus Vífils. „Eftir kjörtímabil þar sem fyrri meirihluti þurfti að taka á honum stóra sínum við að reisa Orkuveitu Reykjavíkur og fjármál borgarinnar úr rústum, þá leyfir Júlíus Vífill Ingvarsson borgarfulltrúi Sjáfltæðisflokksins sér að velja þáverandi borgarstjóra, Jón Gnarr, þessa einkunn,“ skrifar Dagur og segir Júlíus Vífil ekki kunna að skammast sín. „Jón Gnarr er einn magnaðist maður sem ég hef kynnst, með skarpara innsæi og meiri gáfur en fólk flest Hann er frábær manneska og var afburðagóður borgarstjóri.“ Tengdar fréttir „Jón Gnarr yrði viðurkenning heimskrar þjóðar á, að hún hafði rangt fyrir sér um Ólaf Ragnar“ Jónas Kristjánsson gæti vel hugsað sér Jón Gnarr á Bessastaði. 1. nóvember 2014 21:15 Jón Gnarr rekinn útaf hanakambi og fór grenjandi heim „Þetta er alveg sönn saga. Ég gekk grenjandi heim til mín úr Glæsibæ,“ segir Jón Gnarr. 8. desember 2014 16:27 Jón Gnarr ætlar að breyta nafni sínu í Houston „Og ætti þá að njóta sömu undanþágu og innflytjendur til að fá að halda ættarnöfnunum“ 28. janúar 2015 22:08 Jón Gnarr krefst rannsóknar á neftóbaki Ungir karlmenn troða tóbaki í vörina í tonnavís og eru með efnið í munni allt uppí 23 tíma á sólarhring. 7. janúar 2015 12:00 Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Sjá meira
„Þetta heitir að kunna ekki að skammast sín,“ skrifar Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, á Facebook um ummæli Júlíusar Vífils Ingvarssonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sem eru að finna í lokaverkefni Jóns Júlíusar Karlssonar til MPA-gráðu í opinberri stjórnsýslu.Verkefnið snýr að borgarstjóratíð Jóns Gnarr þar sem hann þurfti margoft að sitja undir þeirri fullyrðingu að hann væri ekki borgarstjóri heldur væri borginni stýrt af embættismönnum og Degi B. Eggertssyni, oddvita Samfylkingarinnar í borgarstjórn, sem var jafnframt formaður borgarráðs í meirihlutasamstarfi Besta flokksins og Samfylkingarinnar.Jón sannarlega borgarstjóriJón Júlíus segir að niðurstöður af viðtölum við fjóra einstaklinga, sem voru í lykilhlutverkum í stjórnsýslu Reykjavíkur í borgarstjóratíð Jóns Gnarr, benda til þess að Jón hafi sannarlega verið borgarstjóri. Benti til að mynda Regína Ásvaldsdóttir, fyrrverandi skrifstofustjóri borgarstjóra, á að veikleikar Jóns sem borgarstjóra hefðu fyrst og fremst legið í þekkingar- og reynsluleysi á stjórnsýslu Reykjavíkurborgar og umfangi embættisins. Til að brúa bilið leitaði Jón stíft í stjórnendur og embættismenn Reykjavíkurborgar eftir faglegri ráðgjöf og það beri vott um sterkan leiðtoga sem ber veikleika sína á torg og óskar eftir hjálp annarra til að geta sinnt starfi sínu betur.Sjá einnig:Rekinn útaf hanakambi og hljóp grátandi heim Júlíus Vífill er einn þeirra sem hefur haldið því fram að Dagur B. Eggertsson hafi stýrt borginni á bakvið tjöldin þó Jón Gnarr hafi borið titil borgarstjóra en Júlíus vill meina að það hafi reynst Jóni erfitt að setja sig inn í störf sem snerust ekki beint um hann heldur um hag annarra. „Reynst honum of flókið“ „Ég held að Jón hafi sinnt borgarstjórastarfinu eins og hann vildi. Jón Gnarr er auðvitað listamaður, mikilhæfur og greindur maður sem sér hlutina oft með skemmtilegum og áhugaverðum hætti. Þarna var hann kominn á stað sem að krafðist einbeitingar og setja sig inn í störf sem snérust ekki beint um hann sjálfan heldur um hag annarra. Ég held að það hafi reynst honum of flókið að gera það. Það voru vonbrigði að með því fyrsta sem gert er í upphafi þessa kjörtímabils var að breyta stjórnkerfi borgarinnar til þess að,“ segir Júlíus Vífiill í verkefninu og heldur áfram:„Þess vegna var stjórnkerfinu breytt“ „Jón Gnarr þyrfti ekki að takast á við þau daglegu störf sem borgarstjóri hefur alltaf tekist á við. Honum óx þetta í augum og sá að hann var ekki að höndla starfið. Hann hafði aldrei staðið í stjórnunarstöðu og þetta kemur honum algjörlega í opna skjöldu þó hann hafi boðið sig fram í þetta. Hann hlýtur að hafa gert sér grein fyrir að hann gat ekki sinnt starfinu með sama hætti og aðrir höfðu gert fram til þessa. Þess vegna var stjórnkerfinu breytt. Þannig stendur það ennþá. Það kemur svolítið á óvart að Dagur skuli ekki hafa breytt því aftur.“ Einn magnaðasti maður sem Dagur hefur kynnstDagur B. Eggertsson segist ekki geta orða bundist vegna þessara ummæla Júlíus Vífils. „Eftir kjörtímabil þar sem fyrri meirihluti þurfti að taka á honum stóra sínum við að reisa Orkuveitu Reykjavíkur og fjármál borgarinnar úr rústum, þá leyfir Júlíus Vífill Ingvarsson borgarfulltrúi Sjáfltæðisflokksins sér að velja þáverandi borgarstjóra, Jón Gnarr, þessa einkunn,“ skrifar Dagur og segir Júlíus Vífil ekki kunna að skammast sín. „Jón Gnarr er einn magnaðist maður sem ég hef kynnst, með skarpara innsæi og meiri gáfur en fólk flest Hann er frábær manneska og var afburðagóður borgarstjóri.“
Tengdar fréttir „Jón Gnarr yrði viðurkenning heimskrar þjóðar á, að hún hafði rangt fyrir sér um Ólaf Ragnar“ Jónas Kristjánsson gæti vel hugsað sér Jón Gnarr á Bessastaði. 1. nóvember 2014 21:15 Jón Gnarr rekinn útaf hanakambi og fór grenjandi heim „Þetta er alveg sönn saga. Ég gekk grenjandi heim til mín úr Glæsibæ,“ segir Jón Gnarr. 8. desember 2014 16:27 Jón Gnarr ætlar að breyta nafni sínu í Houston „Og ætti þá að njóta sömu undanþágu og innflytjendur til að fá að halda ættarnöfnunum“ 28. janúar 2015 22:08 Jón Gnarr krefst rannsóknar á neftóbaki Ungir karlmenn troða tóbaki í vörina í tonnavís og eru með efnið í munni allt uppí 23 tíma á sólarhring. 7. janúar 2015 12:00 Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Sjá meira
„Jón Gnarr yrði viðurkenning heimskrar þjóðar á, að hún hafði rangt fyrir sér um Ólaf Ragnar“ Jónas Kristjánsson gæti vel hugsað sér Jón Gnarr á Bessastaði. 1. nóvember 2014 21:15
Jón Gnarr rekinn útaf hanakambi og fór grenjandi heim „Þetta er alveg sönn saga. Ég gekk grenjandi heim til mín úr Glæsibæ,“ segir Jón Gnarr. 8. desember 2014 16:27
Jón Gnarr ætlar að breyta nafni sínu í Houston „Og ætti þá að njóta sömu undanþágu og innflytjendur til að fá að halda ættarnöfnunum“ 28. janúar 2015 22:08
Jón Gnarr krefst rannsóknar á neftóbaki Ungir karlmenn troða tóbaki í vörina í tonnavís og eru með efnið í munni allt uppí 23 tíma á sólarhring. 7. janúar 2015 12:00