Jón Gnarr rekinn útaf hanakambi og fór grenjandi heim Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. desember 2014 16:27 "Þegar ég kom í kjötborðið sagði Guðmundur verslunarstjóri að ég gæti ekki verið í kjötborðinu útaf hárinu á mér,“ segir Jón. Vísir/Ernir „Þetta er alveg sönn saga. Ég gekk grenjandi heim til mín úr Glæsibæ,“ segir Jón Gnarr. Hann segist hafa verið að fara í gegnum ýmislegt drasl heima hjá sér í dag og upp úr krafsinu hafi komið gömul mynd sem hafi vakið upp minningar. Á myndinni er Jón með hárkollu og líklega í kringum tvítugt. Óhætt er að segja að sagan í kringum hárkolluna sé ótrúleg en Jón skannaði myndina inn og deildi með vinum sínum á Facebook í dag. „Ég fékk vinnu í kjötborðinu í Glæsibæ þegar ég var fjórtán ára. Ég var gríðarlega ánægður með það,“ segir Jón. Hann hafi líklega verið búinn að vinna þar í um tíu daga þegar hann ákvað að skella sér í klippingu. „Gott ef það var ekki Ólafur Elíasson, sem síðar var í forsvari fyrir InDefence, sem rakaði á mig móhíkanarönd,“ rifjar Jón en tekur fram að hann sé ekki pottþéttur hver hafi átt heiðurinn að klippingunni. Hann hafi hins vegar mætt til vinnu daginn eftir þegar verslunarstjórinn hafi komið til sín. „Þegar ég kom í kjötborðið sagði Guðmundur verslunarstjóri að ég gæti ekki verið í kjötborðinu útaf hárinu á mér,“ segir Jón. Hann var í kjölfarið sendur á lagerinn en það hafi verið stutt stopp. „Mér var tilkynnt seinna um daginn að það yrði að láta mig fara. Svona gengi ekki.“Fór að grenja Jón segist í samtali við Vísi hafa tekið uppsögnina nærri sér. Hann hafi verið ánægður í vinnunni og hafi í raun verið að velta fyrir sér að verða kjötiðnaðarmaður. „Það var rosalega gaman að afgreiða kjöt og vera í slopp. En þarna lauk efnilegum kjötiðnaðarferli mínum,“ segir Jón sem hélt heim á leið, grátandi. „Mér fannst þetta svo leiðinlegt að ég fór bara að grenja. Gekk grenjandi úr Glæsibæ og heim til mín. Pabbi var heima og tók eftir því að allt var ekki í lagi.“ Faðir Jóns var fljótur að hugsa, reif son sinn á lappir og brunaði á hárgreiðslustofu í Suðurveri. „Hann sagði hátt og snjallt: Áttu ekki hárkollu eins og á svona strák?““ Jón hafi svo mátað einhverjar kellingahárkollur og að lokum hafi lendingin orðið ein sem allir sögðu að pössuðu sérstaklega vel á hann. Faðir Jóns skutlaði honum svo aftur niður í Glæsibæ þar sem Jón gekk á fund Guðmundar. „Aumingja Jón. Ég sem hafði bundið svo miklar vonir við þig,“ voru orð verslunarstjórans að sögn Jóns. Hárkollan hefði bara verið til að toppa þetta og hann hafi ekki getað fengið vinnuna á nýjan leik.Varðar réttindi starfsmanna Jón rifjar upp að hann hafi tekið þátt í myndbandsgerð hjá VR um árið sem byggi á sögunni. Ungur drengur hafi leikið hlutverk Jóns. „Þetta varðar réttindi og skyldur starfsmanna,“ segir Jón sem vonast til þess að uppsagnir á borð við hans heyri sögunni til. „Ég gerði mér enga grein fyrir að þetta væri eitthvað rangt. Mér fannst þetta bara ógeðslega töff,“ segir Jón og bætir við að pabbi hans hafi verið á sama máli. Hárkolluna hafi Jón svo geymt á vísum stað næstu árin en hún hafi svo „týnst á einhverju góðu fylleríi.“ Post by Jón Gnarr. Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fleiri fréttir Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Sjá meira
„Þetta er alveg sönn saga. Ég gekk grenjandi heim til mín úr Glæsibæ,“ segir Jón Gnarr. Hann segist hafa verið að fara í gegnum ýmislegt drasl heima hjá sér í dag og upp úr krafsinu hafi komið gömul mynd sem hafi vakið upp minningar. Á myndinni er Jón með hárkollu og líklega í kringum tvítugt. Óhætt er að segja að sagan í kringum hárkolluna sé ótrúleg en Jón skannaði myndina inn og deildi með vinum sínum á Facebook í dag. „Ég fékk vinnu í kjötborðinu í Glæsibæ þegar ég var fjórtán ára. Ég var gríðarlega ánægður með það,“ segir Jón. Hann hafi líklega verið búinn að vinna þar í um tíu daga þegar hann ákvað að skella sér í klippingu. „Gott ef það var ekki Ólafur Elíasson, sem síðar var í forsvari fyrir InDefence, sem rakaði á mig móhíkanarönd,“ rifjar Jón en tekur fram að hann sé ekki pottþéttur hver hafi átt heiðurinn að klippingunni. Hann hafi hins vegar mætt til vinnu daginn eftir þegar verslunarstjórinn hafi komið til sín. „Þegar ég kom í kjötborðið sagði Guðmundur verslunarstjóri að ég gæti ekki verið í kjötborðinu útaf hárinu á mér,“ segir Jón. Hann var í kjölfarið sendur á lagerinn en það hafi verið stutt stopp. „Mér var tilkynnt seinna um daginn að það yrði að láta mig fara. Svona gengi ekki.“Fór að grenja Jón segist í samtali við Vísi hafa tekið uppsögnina nærri sér. Hann hafi verið ánægður í vinnunni og hafi í raun verið að velta fyrir sér að verða kjötiðnaðarmaður. „Það var rosalega gaman að afgreiða kjöt og vera í slopp. En þarna lauk efnilegum kjötiðnaðarferli mínum,“ segir Jón sem hélt heim á leið, grátandi. „Mér fannst þetta svo leiðinlegt að ég fór bara að grenja. Gekk grenjandi úr Glæsibæ og heim til mín. Pabbi var heima og tók eftir því að allt var ekki í lagi.“ Faðir Jóns var fljótur að hugsa, reif son sinn á lappir og brunaði á hárgreiðslustofu í Suðurveri. „Hann sagði hátt og snjallt: Áttu ekki hárkollu eins og á svona strák?““ Jón hafi svo mátað einhverjar kellingahárkollur og að lokum hafi lendingin orðið ein sem allir sögðu að pössuðu sérstaklega vel á hann. Faðir Jóns skutlaði honum svo aftur niður í Glæsibæ þar sem Jón gekk á fund Guðmundar. „Aumingja Jón. Ég sem hafði bundið svo miklar vonir við þig,“ voru orð verslunarstjórans að sögn Jóns. Hárkollan hefði bara verið til að toppa þetta og hann hafi ekki getað fengið vinnuna á nýjan leik.Varðar réttindi starfsmanna Jón rifjar upp að hann hafi tekið þátt í myndbandsgerð hjá VR um árið sem byggi á sögunni. Ungur drengur hafi leikið hlutverk Jóns. „Þetta varðar réttindi og skyldur starfsmanna,“ segir Jón sem vonast til þess að uppsagnir á borð við hans heyri sögunni til. „Ég gerði mér enga grein fyrir að þetta væri eitthvað rangt. Mér fannst þetta bara ógeðslega töff,“ segir Jón og bætir við að pabbi hans hafi verið á sama máli. Hárkolluna hafi Jón svo geymt á vísum stað næstu árin en hún hafi svo „týnst á einhverju góðu fylleríi.“ Post by Jón Gnarr.
Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Fleiri fréttir Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Sjá meira