Innlent

„Jón Gnarr yrði viðurkenning heimskrar þjóðar á, að hún hafði rangt fyrir sér um Ólaf Ragnar“

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Vísir/Ernir/GVA
Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, nýtur langmests stuðnings Íslendinga sem næsti forseti Íslands, samkvæmt könnun Fréttablaðsins.

Sextán prósent þeirra sem spurðir voru í könnun Fréttablaðsins sögðust vilja sjá hann sem næsta forseta Íslands. Einn þeirra sem gæti vel hugsað sér Jón Gnarr á Bessastöðum er fyrrverandi ritstjórinn Jónas Kristjánsson.

Jón Gnarr yrði viðurkenning heimskrar þjóðar á, að hún hafði rangt fyrir sér um Ólaf Ragnar," segir Jónas, sem er ekki vanur að fara í grafgötur með skoðanir sínar.

„En kannski hringir drottinn allsherjar aftur í Ólaf Ragnar og biður hann bjarga þjóðinni enn einu sinni. Þá verður fjandinn laus og þjóðin fylgir frelsara sínum. Enn er langt til stefnu."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×