Telur skrímsli búa í holum í Geirþjófsfirði 30. júní 2011 11:00 Árni Kópsson kafari stendur við myndavélina sem send var niður í holu í Geirþjófsfirði í Arnarfirði. Nú ætlar Árni að rannsaka nánar myndskeiðið þar sem dularfullu fyrirbæri bregður fyrir. Mynd/Ásta Sif Holurnar í Geirþjófsfirði Á þessari þrívíddarmynd sjást holurnar í Geirþjófsfirði.Mynd/Guðrún Helgadóttir „Það voru einhver kvikindi þarna sem maður sá ekki almennilega, eitthvað sem var eldsnöggt að forða sér þegar komið var nálægt því," segir Árni Kópsson kafari sem fór síðastliðinn fimmtudag í skrímslarannsóknarleiðangur í Geirþjófsfjörð í Arnarfirði. Hann segist nú ætla að horfa gaumgæfilega á myndskeið sem hann tók í leiðangrinum til að ráða fram úr gátunni. Árni sendi djúpsjávarmyndavél niður í holu á sjávarbotni en nokkrar slíkar fundust fyrir nokkrum árum þegar Hafrannsóknastofnun gerði geislamælingakort af fjarðarbotninum. Árni segir að einnig hafi verið krökkt af rækju og nokkuð af fiski í holunni. Hann telur að um tíu til fimmtán metrar séu frá opi stærstu holunnar og niður að botni hennar sem er tæpum hundrað metrum fyrir neðan yfirborð sjávar. Þorvaldur Friðriksson skrímslafræðingur, sem var með í ferðinni, segir að tilgangur hennar hafi verið að kanna fyrirbæri á Stapadýpi á fjarðarbotni Geirþjófsfjarðar. Hann hefur safnað skrímslasögum og segir að margar þeirra séu frá svæðinu í námunda við holurnar. Hann telur því líklegt að þar séu heimkynni skrímsla. Árni segir að afrakstur ferðarinnar renni stoðum undir þá kenningu frekar en að afsanna hana. Meðal skrímslasagna sem til eru úr Arnarfirði er frásögn frá fyrri hluta síðustu aldar af skrímsli sem gekk á land og gerði árás á bæinn Krók sem var æskuheimili Árna Friðrikssonar snemma á síðustu öld. Árni varð síðar frumkvöðull í fiskifræðum á Íslandi og er skip Hafrannsóknastofnunar nefnt eftir honum. „En það eru ekki allar sögurnar svo gamlar, til dæmis er til tiltölulega nýleg frásögn af skrímsli með rautt fax sem sást þarna í Arnarfirðinum." Guðrún Helgadóttir, jarðfræðingur á Hafrannsóknastofnun, segir að víðar megi finna svona gíga eða holur við landið. „Almennt er talið að þessi fyrirbæri hafi myndast við einhvers konar útstreymi vökva eða gass, sem getur verið af ýmsum toga," segir hún. „Ein líkleg skýring á holum innfjarðar er gasmyndun vegna rotnandi lífvera." Spurð um kenningu Þorvaldar segir hún: „það er auðvitað mjög skemmtileg skýring." Það voru Skrímslasetrið á Bíldudal, Jón Þórðarsonar athafnamaður og Arnfirðingafélagið sem stóðu að leiðangrinum. jse@frettabladid.is Mest lesið Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Fréttir Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Innlent Fleiri fréttir Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Sjá meira
Holurnar í Geirþjófsfirði Á þessari þrívíddarmynd sjást holurnar í Geirþjófsfirði.Mynd/Guðrún Helgadóttir „Það voru einhver kvikindi þarna sem maður sá ekki almennilega, eitthvað sem var eldsnöggt að forða sér þegar komið var nálægt því," segir Árni Kópsson kafari sem fór síðastliðinn fimmtudag í skrímslarannsóknarleiðangur í Geirþjófsfjörð í Arnarfirði. Hann segist nú ætla að horfa gaumgæfilega á myndskeið sem hann tók í leiðangrinum til að ráða fram úr gátunni. Árni sendi djúpsjávarmyndavél niður í holu á sjávarbotni en nokkrar slíkar fundust fyrir nokkrum árum þegar Hafrannsóknastofnun gerði geislamælingakort af fjarðarbotninum. Árni segir að einnig hafi verið krökkt af rækju og nokkuð af fiski í holunni. Hann telur að um tíu til fimmtán metrar séu frá opi stærstu holunnar og niður að botni hennar sem er tæpum hundrað metrum fyrir neðan yfirborð sjávar. Þorvaldur Friðriksson skrímslafræðingur, sem var með í ferðinni, segir að tilgangur hennar hafi verið að kanna fyrirbæri á Stapadýpi á fjarðarbotni Geirþjófsfjarðar. Hann hefur safnað skrímslasögum og segir að margar þeirra séu frá svæðinu í námunda við holurnar. Hann telur því líklegt að þar séu heimkynni skrímsla. Árni segir að afrakstur ferðarinnar renni stoðum undir þá kenningu frekar en að afsanna hana. Meðal skrímslasagna sem til eru úr Arnarfirði er frásögn frá fyrri hluta síðustu aldar af skrímsli sem gekk á land og gerði árás á bæinn Krók sem var æskuheimili Árna Friðrikssonar snemma á síðustu öld. Árni varð síðar frumkvöðull í fiskifræðum á Íslandi og er skip Hafrannsóknastofnunar nefnt eftir honum. „En það eru ekki allar sögurnar svo gamlar, til dæmis er til tiltölulega nýleg frásögn af skrímsli með rautt fax sem sást þarna í Arnarfirðinum." Guðrún Helgadóttir, jarðfræðingur á Hafrannsóknastofnun, segir að víðar megi finna svona gíga eða holur við landið. „Almennt er talið að þessi fyrirbæri hafi myndast við einhvers konar útstreymi vökva eða gass, sem getur verið af ýmsum toga," segir hún. „Ein líkleg skýring á holum innfjarðar er gasmyndun vegna rotnandi lífvera." Spurð um kenningu Þorvaldar segir hún: „það er auðvitað mjög skemmtileg skýring." Það voru Skrímslasetrið á Bíldudal, Jón Þórðarsonar athafnamaður og Arnfirðingafélagið sem stóðu að leiðangrinum. jse@frettabladid.is
Mest lesið Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Fréttir Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Innlent Fleiri fréttir Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Sjá meira