Appelsínugular viðvaranir, „varhugaverðar vindhviður“ og snjóflóðahætta Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. janúar 2020 20:17 Viðvaranir eru í gildi í öllum landshlutum á einhverjum tímapunkti um helgina. Gular viðvaranir taka gildi austanlands síðdegis á morgun en aðrar viðvaranir aðfaranótt sunnudags. Skjáskot/veðurstofa íslands Veðurstofan vekur athygli á gulum og appelsínugulum viðvörunum sem taka gildi í nokkrum landshlutum seint á laugardagskvöld. Appelsínugular viðvaranir eru í gildi fyrir Breiðafjörð, Vestfirði, Norðurland eystra, Strandir og Norðurland vestra og Miðhálendið. Gular viðvaranir eru í gildi fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland og Faxaflóa. Spáð er suðaustan stormi með mikilli rigningu eða slyddu og hlýnandi veðri, en heldur hvassara og snjókoma til fjalla í fyrstu. Á Norðurlandi má jafnframt búast við „mjög hvössum og varhugaverðum“ vindhviðum við fjöll, 35-45 m/s, að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar. Þá má búast má við auknum leysingum og afrennsli, einnig vatnavöxtum í ám og lækjum. Mikil hálka getur jafnframt myndast þar sem rignir á klakabunka eða þjappaðan snjó. Þá er mikilvægt að hreinsa frá niðurföllum til að forðast vatnstjón vegna rigningar og leysingavatns. Í nokkrum landshlutum eru víðtækar samgöngutruflanir líklegar og ekkert ferðaveður er á meðan viðvaranir eru í gildi. „Svo viljum við benda á að aðfaranótt sunnudags hlánar og verður frostlaust til fjalla. Snjórinn getur orðið óstöðugari og reiknað er með að snjóflóð geti fallið. Snjórinn ætti svo að styrkjast þegar kólnar aftur,“ segir í færslu á Facebook-síðu Veðurstofunnar. Þá eru gular viðvaranir í gildi á Austurlandi að Glettingi, Austfjörðum og Suðausturlandi á morgun. Viðvaranirnar taka gildi síðdegis og standa yfir þangað til í fyrramálið. Varað er við norðvestan stormi 18-23 m/s og hvössum vindstrengjum við fjöll, 30-35 m/s. Varasamt verður að vera á ferðinni, einkum fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Veður Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Hlýnar um helgina Veður Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira
Veðurstofan vekur athygli á gulum og appelsínugulum viðvörunum sem taka gildi í nokkrum landshlutum seint á laugardagskvöld. Appelsínugular viðvaranir eru í gildi fyrir Breiðafjörð, Vestfirði, Norðurland eystra, Strandir og Norðurland vestra og Miðhálendið. Gular viðvaranir eru í gildi fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland og Faxaflóa. Spáð er suðaustan stormi með mikilli rigningu eða slyddu og hlýnandi veðri, en heldur hvassara og snjókoma til fjalla í fyrstu. Á Norðurlandi má jafnframt búast við „mjög hvössum og varhugaverðum“ vindhviðum við fjöll, 35-45 m/s, að því er fram kemur á vef Veðurstofunnar. Þá má búast má við auknum leysingum og afrennsli, einnig vatnavöxtum í ám og lækjum. Mikil hálka getur jafnframt myndast þar sem rignir á klakabunka eða þjappaðan snjó. Þá er mikilvægt að hreinsa frá niðurföllum til að forðast vatnstjón vegna rigningar og leysingavatns. Í nokkrum landshlutum eru víðtækar samgöngutruflanir líklegar og ekkert ferðaveður er á meðan viðvaranir eru í gildi. „Svo viljum við benda á að aðfaranótt sunnudags hlánar og verður frostlaust til fjalla. Snjórinn getur orðið óstöðugari og reiknað er með að snjóflóð geti fallið. Snjórinn ætti svo að styrkjast þegar kólnar aftur,“ segir í færslu á Facebook-síðu Veðurstofunnar. Þá eru gular viðvaranir í gildi á Austurlandi að Glettingi, Austfjörðum og Suðausturlandi á morgun. Viðvaranirnar taka gildi síðdegis og standa yfir þangað til í fyrramálið. Varað er við norðvestan stormi 18-23 m/s og hvössum vindstrengjum við fjöll, 30-35 m/s. Varasamt verður að vera á ferðinni, einkum fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind.
Veður Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Hlýnar um helgina Veður Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira