Mikilvægasta verkefnið að verja afkomu fólks Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. maí 2020 15:57 Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir að byggja þurfi upp alla almannaþjónustu eftir „áratug af niðurskurði og aðhaldsaðgerðum.“ Vísir/Vilhelm „Aukin framlög og fjárfesting í heilbrigðisþjónustu er ekki eingöngu nauðsynleg á næstunni heldur til framtíðar,“ skrifa Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, í ávarpi í tilefni af Verkalýðsdeginum. Hún segir nauðsynlegt að undið sé ofan af undirfjármögnun síðastliðins áratugar til að tryggja að þjónustan standi undir kröfum sem gerðar eru til hennar og tryggja heilbrigði þess starfsfólks sem starfar við hana. Hún segir ekki aðeins þurfa að byggja upp heilbrigðisþjónustu heldur alla almannaþjónustu eftir „áratug af niðurskurði og aðhaldsaðgerðum.“ Það þurfi nýja nálgun á opinbera þjónustu svo hún geti staðið undir kröfum sem fylgi faraldrinum og til framtíðar. Hún einblínir þó ekki aðeins á það sem betur mætti fara heldur fagnar hún nýgerðum kjarasamningum þar sem meðal annars var samið um styttingu vinnuviku um allt að hálfan dag á viku. „Við hjá BSRB erum stolt af því að hafa dregið vagninn í þessu mikilvæga verkefni.“ „En verkefnin eru auðvitað fleiri,“ skrifar hún. „Í tengslum við kjarasamninga aðildarfélaga BSRB lýsir ríkisstjórnin því yfir að hún muni vinna markvisst að því að leiðrétta kerfisbundið vanmat á störfum þar sem konur eru í meirihluta. Ríkisstjórnin mun einnig setja af stað vinnu að heildarendurskoðun á opinberum stuðningskerfum við barnafjölskyldur líkt og í barnabótakerfinu.“ Sjá einnig: Lögreglumenn fara í rafræna kröfugöngu Hún bendir á að þó svo að kjarasamningar flestra aðildarfélaga BSRB hafi verið undirritaðir og samþykktir í atkvæðagreiðslum sé einn fjölmennasti hópur innan félagsins samningslaus en það eru lögreglumenn. „Lögreglumenn, félagar okkar sem starfa í framlínunni nú sem endranær, hafa verið kjarasamningslausir í eitt ár og einn mánuð. Þetta er með öllu óásættanlegt og við krefjumst þess að þeir fái kjarasamninga strax!“ Sonja segir eitt mikilvægasta verkefnið nú að verja afkomu fólks og grípa til markvissra aðgerða með jafnrétti að leiðarljósi. Verja þurfi störfin, tryggja að hópar í viðkvæmri stöðu geti sinnt grunnþörfum sínum, gæta að afkomu fólks á atvinnuleysisbótum og tryggja afkomu fólks sem ekki getur sinnt vinnu vegna undirliggjandi sjúkdóma og umönnunar barnar vegna takmarka á skólastarfi. „Leiðin upp á við krefst opinberra framlaga og fjárfestinga sem byggja á sanngirni. Skapa þarf störf og fjárfesta í menntun til að tryggja færni í störfum á breyttum vinnumarkaði. Þá þarf að skapa tækifæri með því að efla nýsköpun og rannsóknir,“ skrifar hún. „Það mun skapa störf á fjölbreyttum sviðum og leggja grunn að verðmætasköpun til framtíðar. Sókn í húsnæðismálum til að tryggja húsnæðisöryggi og grænar lausnir stuðla enn fremur að félagslegum stöðugleika.“ „Samfélagslegar lausnir eru lykillinn að því að við komumst sem best út úr óvissunni en ekki lausnir sem byggjast á sérhagsmunum.“ Kjaramál Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingar ósáttir við kjaraskerðingu og vilja álagsgreiðslu í faraldrinum Hjúkrunarfræðingar á Landspítalanum eru afar ósáttir við að fá ekki vaktaálagsauka lengur. Á sumum deildum hafi aldrei verið eins mikið álag. Þeir vilja fá sérstaka álagsgreiðslu í faraldrinum. 2. apríl 2020 19:00 Lýsti yfir sérstökum áhyggjum af stöðu kjarasamninga í minnisblaði til ráðherra Landlæknir lýsir yfir „sérstökum áhyggjum af stöðu kjarasamninga hjúkrunarfræðinga og á kjaraskerðingu þeirri sem stéttin varð fyrir á Landspítala um liðin mánaðarmót þegar vaktaálagsauki var tekinn af,“ í minnisblaði sínu sem sent var á Heilbrigðisráðherra, Svandísi Svavarsdóttur í dag. 2. apríl 2020 18:16 Lögreglumenn fara í rafræna kröfugöngu Lögreglumenn hafa verið án kjarasamnings í ár og sér ekki fyrir endann á viðræðum. Því hefur verið blásið til rafrænnar kröfugöngu en ekki eru aðstæður til að halda kröfugöngu á staðnum líkt og tíðkast hefur. 1. maí 2020 10:00 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira
„Aukin framlög og fjárfesting í heilbrigðisþjónustu er ekki eingöngu nauðsynleg á næstunni heldur til framtíðar,“ skrifa Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, í ávarpi í tilefni af Verkalýðsdeginum. Hún segir nauðsynlegt að undið sé ofan af undirfjármögnun síðastliðins áratugar til að tryggja að þjónustan standi undir kröfum sem gerðar eru til hennar og tryggja heilbrigði þess starfsfólks sem starfar við hana. Hún segir ekki aðeins þurfa að byggja upp heilbrigðisþjónustu heldur alla almannaþjónustu eftir „áratug af niðurskurði og aðhaldsaðgerðum.“ Það þurfi nýja nálgun á opinbera þjónustu svo hún geti staðið undir kröfum sem fylgi faraldrinum og til framtíðar. Hún einblínir þó ekki aðeins á það sem betur mætti fara heldur fagnar hún nýgerðum kjarasamningum þar sem meðal annars var samið um styttingu vinnuviku um allt að hálfan dag á viku. „Við hjá BSRB erum stolt af því að hafa dregið vagninn í þessu mikilvæga verkefni.“ „En verkefnin eru auðvitað fleiri,“ skrifar hún. „Í tengslum við kjarasamninga aðildarfélaga BSRB lýsir ríkisstjórnin því yfir að hún muni vinna markvisst að því að leiðrétta kerfisbundið vanmat á störfum þar sem konur eru í meirihluta. Ríkisstjórnin mun einnig setja af stað vinnu að heildarendurskoðun á opinberum stuðningskerfum við barnafjölskyldur líkt og í barnabótakerfinu.“ Sjá einnig: Lögreglumenn fara í rafræna kröfugöngu Hún bendir á að þó svo að kjarasamningar flestra aðildarfélaga BSRB hafi verið undirritaðir og samþykktir í atkvæðagreiðslum sé einn fjölmennasti hópur innan félagsins samningslaus en það eru lögreglumenn. „Lögreglumenn, félagar okkar sem starfa í framlínunni nú sem endranær, hafa verið kjarasamningslausir í eitt ár og einn mánuð. Þetta er með öllu óásættanlegt og við krefjumst þess að þeir fái kjarasamninga strax!“ Sonja segir eitt mikilvægasta verkefnið nú að verja afkomu fólks og grípa til markvissra aðgerða með jafnrétti að leiðarljósi. Verja þurfi störfin, tryggja að hópar í viðkvæmri stöðu geti sinnt grunnþörfum sínum, gæta að afkomu fólks á atvinnuleysisbótum og tryggja afkomu fólks sem ekki getur sinnt vinnu vegna undirliggjandi sjúkdóma og umönnunar barnar vegna takmarka á skólastarfi. „Leiðin upp á við krefst opinberra framlaga og fjárfestinga sem byggja á sanngirni. Skapa þarf störf og fjárfesta í menntun til að tryggja færni í störfum á breyttum vinnumarkaði. Þá þarf að skapa tækifæri með því að efla nýsköpun og rannsóknir,“ skrifar hún. „Það mun skapa störf á fjölbreyttum sviðum og leggja grunn að verðmætasköpun til framtíðar. Sókn í húsnæðismálum til að tryggja húsnæðisöryggi og grænar lausnir stuðla enn fremur að félagslegum stöðugleika.“ „Samfélagslegar lausnir eru lykillinn að því að við komumst sem best út úr óvissunni en ekki lausnir sem byggjast á sérhagsmunum.“
Kjaramál Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingar ósáttir við kjaraskerðingu og vilja álagsgreiðslu í faraldrinum Hjúkrunarfræðingar á Landspítalanum eru afar ósáttir við að fá ekki vaktaálagsauka lengur. Á sumum deildum hafi aldrei verið eins mikið álag. Þeir vilja fá sérstaka álagsgreiðslu í faraldrinum. 2. apríl 2020 19:00 Lýsti yfir sérstökum áhyggjum af stöðu kjarasamninga í minnisblaði til ráðherra Landlæknir lýsir yfir „sérstökum áhyggjum af stöðu kjarasamninga hjúkrunarfræðinga og á kjaraskerðingu þeirri sem stéttin varð fyrir á Landspítala um liðin mánaðarmót þegar vaktaálagsauki var tekinn af,“ í minnisblaði sínu sem sent var á Heilbrigðisráðherra, Svandísi Svavarsdóttur í dag. 2. apríl 2020 18:16 Lögreglumenn fara í rafræna kröfugöngu Lögreglumenn hafa verið án kjarasamnings í ár og sér ekki fyrir endann á viðræðum. Því hefur verið blásið til rafrænnar kröfugöngu en ekki eru aðstæður til að halda kröfugöngu á staðnum líkt og tíðkast hefur. 1. maí 2020 10:00 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira
Hjúkrunarfræðingar ósáttir við kjaraskerðingu og vilja álagsgreiðslu í faraldrinum Hjúkrunarfræðingar á Landspítalanum eru afar ósáttir við að fá ekki vaktaálagsauka lengur. Á sumum deildum hafi aldrei verið eins mikið álag. Þeir vilja fá sérstaka álagsgreiðslu í faraldrinum. 2. apríl 2020 19:00
Lýsti yfir sérstökum áhyggjum af stöðu kjarasamninga í minnisblaði til ráðherra Landlæknir lýsir yfir „sérstökum áhyggjum af stöðu kjarasamninga hjúkrunarfræðinga og á kjaraskerðingu þeirri sem stéttin varð fyrir á Landspítala um liðin mánaðarmót þegar vaktaálagsauki var tekinn af,“ í minnisblaði sínu sem sent var á Heilbrigðisráðherra, Svandísi Svavarsdóttur í dag. 2. apríl 2020 18:16
Lögreglumenn fara í rafræna kröfugöngu Lögreglumenn hafa verið án kjarasamnings í ár og sér ekki fyrir endann á viðræðum. Því hefur verið blásið til rafrænnar kröfugöngu en ekki eru aðstæður til að halda kröfugöngu á staðnum líkt og tíðkast hefur. 1. maí 2020 10:00