Lífið

Opna hamborgarastað við Strikið

Íslendingar opnuðu hamborgarastaðinn Burgerjoint Copenhagen í Kaupmannahöfn á föstudag.
Íslendingar opnuðu hamborgarastaðinn Burgerjoint Copenhagen í Kaupmannahöfn á föstudag.
Arnar Már Guðmundsson.
„Viðtökurnar eru búnar að vera vægast sagt frábærar og fólk er í skýjunum yfir hamborgaranum okkar," segir Arnar Már Guðmundsson, yfirkokkur hamborgarastaðarins Burgerjoint Copenhagen sem opnaði á Skindergade í Kaupmannahöfn á föstudag.

Fyrirmynd staðarins er Burgerjoint á hótelinu Le Parker Meridien í New York og Hamborgarabúlla Tómasar. Arnar, sem hefur 15 ára reynslu úr veitingahúsageiranum á Íslandi, Danmörku og Þýskalandi, segir staðinn bæði töff og öðruvísi.

„Við teljum að við séum að afgreiða besta hamborgara Kaupmannahafnar," segir hann stoltur en hægt er að kynna sér Burgerjoint Copenhagen nánar á Facebook-síðu staðarins.

„Við erum í samstarfi við einn færasta slátrara borgarinnar. Hann er fjórði ættliður slátrara í þessari kjötbúð. Hann útvegar okkur besta mögulega hakk sem við getum notað í hamborgarann okkar. Við fáum það ferskt alla daga." Arnar bætir við að uppskrift hamborgarabrauðsins komi frá Íslandi og sé unnin í samstarfi við nokkra af færustu bökurum landsins.

Arnar segir mikið lagt upp úr einfaldleika hamborgarans og sem stendur er aðeins hefðbundinn borgari og ostborgari á matseðlinum. „En við erum í rannsóknarvinnu að þróa bestu grænmetis- og kjúklingaborgarana." -afb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.