Lífið

Rauk í golf á fæðingardegi dóttur sinnar

Hugh átti í stuttu ástarsambandi við Tinglan sem er kínversk.
Hugh átti í stuttu ástarsambandi við Tinglan sem er kínversk. myndir/cover media
Breski leikarinn Hugh Grant, 51 árs, eignaðist dóttur með fyrrverandi kærustu, Tinglan Hong, sem er 19 árum yngri en hann, fyrir fimm vikum.

Ég get staðfest að Hugh Grant er í skýjunum yfir fæðingu stúlkunnar. Hann og móðir barnsins voru saman í mjög stuttan tíma en barneignir voru alls ekki á dagskránni, lét fjömiðlafulltrúi Hugh hafa eftir sér.



Hugh, sem er með skuldbindingafóbíu á háu stigi, var ekki viðstaddur fæðinguna. Hann eyddi hvorki meira né minna en 30 mínútum með nýfæddri dóttur sinni daginn sem hún kom í heiminn áður en hann dreif sig á golfmót.

Nokkrar sögur fara af því í breskum fjölmiðlum hvenær stúlkan fæddist nákvæmlega.

Alls ekki klikka á þennan link ef þú ert daðrari!








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.