Grafa milljónafjársjóð niður í jörð 2. nóvember 2011 14:30 Mundi og Magnús segja að til standi að gefa þrautina út á ensku í nokkrum löndum á næsta ári. Fréttablaðið/Anton Fatahönnuðurinn Guðmundur Hallgrímsson, betur þekktur sem Mundi vondi, vinnur nú ásamt fleirum að dulkóðuðu þrautablaði sem vísar á falinn fjársjóð. Verðmætið er talið hlaupa á milljónum. „Þetta er alvöru fjársjóður sem er fyrir tilstuðlan nokkurra fjársterkra aðila orðinn milljóna króna virði," segir Mundi án þess þó að tilgreina hvers eðlis fjársjóðurinn sé. Upplýsir þó að ekki sé loku fyrir það skotið að upphæðin muni hækka þar sem enn sé opið fyrir styrki. Leitin að umræddum fjársjóði verður enginn barnaleikur ef marka má Munda. Vísbendingar um staðsetningu hans verður að finna í dulkóðaðri sögu í fyrrnefndu þrautablaði sem Mundi og félagar hafa varið meira en ári í að gera sem erfiðast aflestrar. „Við erum búnir að lesa okkur rækilega til um helstu dulkóða og þrautir sem gerðar hafa verið og þetta verður, vil ég meina, ein torveldasta þraut mannkynssögunnar," segir hann og gefur höfundi sögunnar, Magnúsi Birni Ólafssyni, orðið. „Sagan er með goðfræðilegu ívafi og myndar umgjörð utan um stóra þraut. Hún samanstendur af köflum sem eru hver og einn smærri þrautir sem þarf að leysa til að komast áfram svo endanleg lausn fáist. Það verður tímafrekt verk." Magnús og Mundi segjast báðir hafa þrælgaman af þrautum og gátum en áhugi hins síðarnefnda varð einmitt kveikjan að blaðinu. „Ég stóð að gerð sams konar en smærra blaðs ásamt útskriftarárganginum mínum í LHÍ um árið og mig hefur alltaf langað til að útfæra hugmyndina betur. Svo gafst bara rétta tækifærið og ég hóaði saman góðum mannskap með mér í verkefnið," segir Mundi en auk þeirra Magnúsar þurfti hvorki meira né minna en arkitekt, leikjahönnuð og myndlistarmann til að berja blaðið saman sem til stendur að gefa út á ensku í nokkrum löndum á næsta ári. „Ég mæli með að fólki taki sig saman um að reyna að leysa þessa þraut því það verður líklegast ekki á færi einnar manneskju," segir Mundi og bætir við að sá möguleiki sé fyrir hendi að fjársjóðurinn finnist ekki á næstunni og kannski bara alls ekki. „Við höfum gert ráðstafanir svo hann falli hvorki í verði né skemmist með því að setja hann í rakaþétta kistu sem þolir að vera grafin í jörðu næstu árin," segir hann og bætir við þegar hann sér undrunarsvipinn á blaðamanni: „Já, það þarf að grafa hann upp, bókstaflega!" roald@frettabladid.is Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Sjá meira
Fatahönnuðurinn Guðmundur Hallgrímsson, betur þekktur sem Mundi vondi, vinnur nú ásamt fleirum að dulkóðuðu þrautablaði sem vísar á falinn fjársjóð. Verðmætið er talið hlaupa á milljónum. „Þetta er alvöru fjársjóður sem er fyrir tilstuðlan nokkurra fjársterkra aðila orðinn milljóna króna virði," segir Mundi án þess þó að tilgreina hvers eðlis fjársjóðurinn sé. Upplýsir þó að ekki sé loku fyrir það skotið að upphæðin muni hækka þar sem enn sé opið fyrir styrki. Leitin að umræddum fjársjóði verður enginn barnaleikur ef marka má Munda. Vísbendingar um staðsetningu hans verður að finna í dulkóðaðri sögu í fyrrnefndu þrautablaði sem Mundi og félagar hafa varið meira en ári í að gera sem erfiðast aflestrar. „Við erum búnir að lesa okkur rækilega til um helstu dulkóða og þrautir sem gerðar hafa verið og þetta verður, vil ég meina, ein torveldasta þraut mannkynssögunnar," segir hann og gefur höfundi sögunnar, Magnúsi Birni Ólafssyni, orðið. „Sagan er með goðfræðilegu ívafi og myndar umgjörð utan um stóra þraut. Hún samanstendur af köflum sem eru hver og einn smærri þrautir sem þarf að leysa til að komast áfram svo endanleg lausn fáist. Það verður tímafrekt verk." Magnús og Mundi segjast báðir hafa þrælgaman af þrautum og gátum en áhugi hins síðarnefnda varð einmitt kveikjan að blaðinu. „Ég stóð að gerð sams konar en smærra blaðs ásamt útskriftarárganginum mínum í LHÍ um árið og mig hefur alltaf langað til að útfæra hugmyndina betur. Svo gafst bara rétta tækifærið og ég hóaði saman góðum mannskap með mér í verkefnið," segir Mundi en auk þeirra Magnúsar þurfti hvorki meira né minna en arkitekt, leikjahönnuð og myndlistarmann til að berja blaðið saman sem til stendur að gefa út á ensku í nokkrum löndum á næsta ári. „Ég mæli með að fólki taki sig saman um að reyna að leysa þessa þraut því það verður líklegast ekki á færi einnar manneskju," segir Mundi og bætir við að sá möguleiki sé fyrir hendi að fjársjóðurinn finnist ekki á næstunni og kannski bara alls ekki. „Við höfum gert ráðstafanir svo hann falli hvorki í verði né skemmist með því að setja hann í rakaþétta kistu sem þolir að vera grafin í jörðu næstu árin," segir hann og bætir við þegar hann sér undrunarsvipinn á blaðamanni: „Já, það þarf að grafa hann upp, bókstaflega!" roald@frettabladid.is
Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Sjá meira