Lífið

Veigar Páll tók moonwalk í Allir geta dansað

Stefán Árni Pálsson skrifar
Veigar Páll og Ástrós ruku áfram í Allir geta dansað.
Veigar Páll og Ástrós ruku áfram í Allir geta dansað.

Solla Eiríks og Daði Freyr voru send heim í Allir geta dansað á föstudagskvöldið og voru þau annað parið til að vera sent heim og því eru átta pör eftir.

Föstudagskvöldið var virkilega sterkt og voru með sterkustu pörunum þau Veigar Páll Gunnarsson og Ástrós Traustadóttir.

Þau dönsuðu Foxtrott við lagið The way you make me feel með Michael Jackson.

Veigar Páll tók meðal annars moonwalk á gólfinu. Dómararnir þrír gáfu þeim 7 stig og því samanlagt 21 stig.

Þetta höfðu dómararnir að segja um atriðið:

„Ég var mjög hrifin af þessu. Þetta var góður kokteill. Flott fótavinna og gott samspil. Fannst þú ekki hvíla nógu mikið í þér. Ekki syngja með nema það sé hluti af atriðinu. Best dansaði foxtrottinn í þessari seríu, vel gert,“ sagði Selma.

„Vel gert, flott rútína. Góð fótavinna,“ sagði Jóhann Arnar.

„Flott, þið hafið góða samhæfingu og eruð mjög samstillt,“ sagði Karen Reeve.

Hér að neðan má sjá atriðið.

Klippa: Veigar Páll og Ástrós dönsuðu Foxtrott í 3. þættiFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.