Innlent

Yfir 600 laxar úr Elliðaánum

Mögnuð veiðiperla í alfaraleið, segja menn um Elliðaár.
Mögnuð veiðiperla í alfaraleið, segja menn um Elliðaár. Fréttablaðið/Anton
Veiðin í Elliðaánum fór yfir 600 laxa á morgunvaktinni á þriðjudag. Dálítið hefur hægt á veiðinni síðari hluta júlímánaðar eftir frábært gengi fram að því.

Uppistaðan í veiðinni í Elliðaánum er smálax, allt niður í þrjú pund en algeng stærð er 4 til 5 pund. Samkvæmt skoðun á veiðibókinni dagana 16. til 24. júlí virðist veiðast jöfnum höndum á maðk og flugu.

Sjö laxar veiddust á morgunvaktinni á þriðjudag og aðeins tíu laxar allan daginn þar á undan. Veiðin á sunnudaginn var hins vegar 23 laxar og 14 laxar voru skráðir á laugardaginn. Föstudagurinn í síðustu viku gaf 22 laxa.- gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×