Gylfi Ægisson kærir vegna gleðigöngu Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 11. september 2013 06:45 Gylfi segist hafa farið heim með öngulinn í rassinum frá lögreglunni. samsett mynd Tónlistarmaðurinn Gylfi Ægisson hefur lagt fram kæru á hendur Samtökunum 78. Þessu greinir hann frá á Facebook-síðu sinni og segir hann kæruna lagða fram vegna „klámfenginna orða sem áttu að hafa borist í eyru lítilla barna á Gay Pride 2013“. Gylfi, sem hefur áður viðurkennt að hafa ekki verið viðstaddur gleðigönguna í ár, segir jafnframt að sér hafi „borist til eyrna að þar hefðu verið sleikipinnar eins og typpi í laginu í umferð, gerfityppi og fleiri klámhlutir“. Meðal sönnunargagna sem Gylfi lagði fram voru ljósmyndir frá hátíðinni og skrif einstaklings sem Gylfi segir að hafi „farið með börnin sín burt frá ósómanum“. Þá sýndi Gylfi einnig ljósmynd af karlmanni í leðurbuxum „opnum að framan og sást í brókina og falið typpið þar bak við“. Gylfi segist hafa fengið þau svör frá lögreglunni í Reykjavík að ekkert af sönnunargögnunum myndu duga. Hann yrði að afla frekari gagna og fengi til þess vikufrest. „Ég fór heim með öngulinn í rassinum og hringdi í barnaverndarnefnd og fékk að tala við mann þar sem var mjög kurteis en gaf í skyn að ekkert að þessu dugði,“ segir Gylfi og vitnar í 93. grein barnaverndarlaga þar sem kveðið er á um að börnum yngri en 18 ára sé óheimilt að taka þátt í nektarsýningum eða öðrum sýningum af kynferðislegum toga. „Í sambandi við klámyrðin í eyru barna svaraði hann að þá ættu foreldrar ekki að vera að fara með börnin sín á Gay Pride, en þeir foreldrar sem fyndist þetta í lagi mættu vera með börnin sín þar,“ bætir Gylfi við, en hann óskar eftir fleiri gögnum frá almenningi. Að lokum birtir Gylfi vísu þar sem hann segist vera „umkringdur hommaher“ og að hann „standi með Íslands börnum“. Gleðigangan er liður í dagskrá Hinsegin daga sem haldnir eru ár hvert og samkvæmt upplýsingum á vefsíðu hátíðarinnar eru Hinsegin Dagar í Reykjavík sjálfstæð sjálfboðaliðasamtök og því ekki á vegum Samtakanna 78. Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Gylfi Ægisson hefur lagt fram kæru á hendur Samtökunum 78. Þessu greinir hann frá á Facebook-síðu sinni og segir hann kæruna lagða fram vegna „klámfenginna orða sem áttu að hafa borist í eyru lítilla barna á Gay Pride 2013“. Gylfi, sem hefur áður viðurkennt að hafa ekki verið viðstaddur gleðigönguna í ár, segir jafnframt að sér hafi „borist til eyrna að þar hefðu verið sleikipinnar eins og typpi í laginu í umferð, gerfityppi og fleiri klámhlutir“. Meðal sönnunargagna sem Gylfi lagði fram voru ljósmyndir frá hátíðinni og skrif einstaklings sem Gylfi segir að hafi „farið með börnin sín burt frá ósómanum“. Þá sýndi Gylfi einnig ljósmynd af karlmanni í leðurbuxum „opnum að framan og sást í brókina og falið typpið þar bak við“. Gylfi segist hafa fengið þau svör frá lögreglunni í Reykjavík að ekkert af sönnunargögnunum myndu duga. Hann yrði að afla frekari gagna og fengi til þess vikufrest. „Ég fór heim með öngulinn í rassinum og hringdi í barnaverndarnefnd og fékk að tala við mann þar sem var mjög kurteis en gaf í skyn að ekkert að þessu dugði,“ segir Gylfi og vitnar í 93. grein barnaverndarlaga þar sem kveðið er á um að börnum yngri en 18 ára sé óheimilt að taka þátt í nektarsýningum eða öðrum sýningum af kynferðislegum toga. „Í sambandi við klámyrðin í eyru barna svaraði hann að þá ættu foreldrar ekki að vera að fara með börnin sín á Gay Pride, en þeir foreldrar sem fyndist þetta í lagi mættu vera með börnin sín þar,“ bætir Gylfi við, en hann óskar eftir fleiri gögnum frá almenningi. Að lokum birtir Gylfi vísu þar sem hann segist vera „umkringdur hommaher“ og að hann „standi með Íslands börnum“. Gleðigangan er liður í dagskrá Hinsegin daga sem haldnir eru ár hvert og samkvæmt upplýsingum á vefsíðu hátíðarinnar eru Hinsegin Dagar í Reykjavík sjálfstæð sjálfboðaliðasamtök og því ekki á vegum Samtakanna 78.
Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Sjá meira