Bikiníbomba ákærð í 24 liðum 27. febrúar 2009 14:47 Anna Nicole Grayson vakti þjóðarathygli í þjóðernislegu bikiníi sem hún hannaði sjálf. Bikiníbomban, Anna Nicole Grayson, hefur verið ákærð fyrir fíkniefnamisferli, þjófnað og skemmdarverk en ákæruliðirnir eru alls tuttugu og fjórir. Anna Nicole tók þátt í bombukeppninni Hawai Tropic hér á landi fyrir um tveimur árum og vakti þá þjóðarathygli þegar hún var klædd í bikiní skreytt fánalitunum. Bikiníbomban komst þó fyrst í fréttirnar árið 1993 en þá voru faðir hennar, James Brian Grayson og uppgjafarhermaðurinn Donald Feeney dæmdir fyrir að nema hana og systur hennar á brott eftir harðvítuga forræðisdeilu við móður þeirra sem er íslensk. Málið varð hið mesta fjölmiðlamál en fyrir utan mannránstilraunina þá reyndi Feeney ævintýralega flóttatilraun sem lauk með því að hann og íslenskur samfangi hans voru handteknir rétt áður en þeir stigu um borð í rellu sem átti að flytja þá til Færeyja. Svo virðist sem Anna Nicole hafi misstigið sig eftir að hún tók þátt í bombukeppninni, en hún er meðal annars ákærð fyrir ítrekaða þjófnaði og fjársvik. Að auki lét hún snyrta hár sitt með klippingu, hárlengingu og strípum á hárgreiðslustofu og fór án þess að borga. Að lokum er hún ákærð fyrir að hafa haft undir höndum smáræði af amfetamíni. Krafist er refsingar yfir Önnu auk þess sem níu aðilar og búðir krefjast skaðabóta af hennar hálfu. Málið var tekið fyrir í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur og fer aðalmeðferð fram eftir síðar. Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sjá meira
Bikiníbomban, Anna Nicole Grayson, hefur verið ákærð fyrir fíkniefnamisferli, þjófnað og skemmdarverk en ákæruliðirnir eru alls tuttugu og fjórir. Anna Nicole tók þátt í bombukeppninni Hawai Tropic hér á landi fyrir um tveimur árum og vakti þá þjóðarathygli þegar hún var klædd í bikiní skreytt fánalitunum. Bikiníbomban komst þó fyrst í fréttirnar árið 1993 en þá voru faðir hennar, James Brian Grayson og uppgjafarhermaðurinn Donald Feeney dæmdir fyrir að nema hana og systur hennar á brott eftir harðvítuga forræðisdeilu við móður þeirra sem er íslensk. Málið varð hið mesta fjölmiðlamál en fyrir utan mannránstilraunina þá reyndi Feeney ævintýralega flóttatilraun sem lauk með því að hann og íslenskur samfangi hans voru handteknir rétt áður en þeir stigu um borð í rellu sem átti að flytja þá til Færeyja. Svo virðist sem Anna Nicole hafi misstigið sig eftir að hún tók þátt í bombukeppninni, en hún er meðal annars ákærð fyrir ítrekaða þjófnaði og fjársvik. Að auki lét hún snyrta hár sitt með klippingu, hárlengingu og strípum á hárgreiðslustofu og fór án þess að borga. Að lokum er hún ákærð fyrir að hafa haft undir höndum smáræði af amfetamíni. Krafist er refsingar yfir Önnu auk þess sem níu aðilar og búðir krefjast skaðabóta af hennar hálfu. Málið var tekið fyrir í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur og fer aðalmeðferð fram eftir síðar.
Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sjá meira