Innlent

Íslenskum geitum fjölgar

BBI skrifar
Geitum á Íslandi hefur fjölgað á síðustu árum. Síðustu fimm ár hafa 300 geitur bæst í geitastofn landsins sem nú telur átta hundruð dýr.

Fyrir um þrjátíu árum höfðu menn áhyggjur af því að geitastofninn hérlendis myndi hreinlega þurrkast út, en árið 1983 voru til að mynda ekki nema 200 geitur í landinu.

Geitastofninn er nokkuð dreifður um landið. Þó er ekki ein einasta geit haldin á Vestfjörðum. Flestar eru geiturnar á Vesturlandi. Á vef Bændablaðsins eru leiddar líkur að því að þar gæti áhrifa frá Geitabúinu á Háafelli í Hvítaársíðu. Þar opnaði einmitt Geitfjársetur Íslands síðasta laugardag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×