Fjármálaráðherra segir enga fá meira en samið hafi verið um við aðra Heimir Már Pétursson skrifar 30. apríl 2020 17:21 Alþingi í dag. Fámennt í þingsal vegna sóttvarna. Vísir/Vilhelm Hvorki lögreglumenn né hjúkrunarfræðingar geta vænst þess að ná fram meiri heildarhækkunum í samningum en ríkið hefur nú þegar samið um við aðra hópa að sögn fjármálaráðherra. Þingflokksformaður Viðreisnar segir ráðherrann kominn á endastöð. Í svari við fyrirspurn Halldóru Mogensen þingmanns Pírata á Alþingi í dag sagðist Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra telja nýfelldan kjarasamning hjúkrunarfræðöinga vera gott veganesti. Samningafólk hans hefði fullt samningsumboð og hann teldi góðar líkur á að samningar tækjust fljótlega. En þeir yrðu að rúmast inn þess ramma sem aðrir samningar ríkisins væruj. Halldóra sagði að þá gæti verið að ramminn sem miðað væri við væri allt of þröngur. „Við vitum núorðið ýmislegt um þennan nýfellda samning sem var mikil óánægja með. Eins og til dæpmis að samþykkt hans fæli í sér launalækkun fyrir að minnsta kosti hluta hjúkrunarfræðinga. Það voru upplýsingarnar sem við fengum frá hjúkrunarfræðingumog að launaliðurinn, launahækkanir hjúkrunarfræðinga, næðu ekki upp í sjötíu þúsund krónur á fjögurra ára tímabili," sagði Halldóra. Fjármálaráðherra segir samningar ekki hafa náðst við hópa þar sem kröfur eru umfram það sem samið hafi verið um við aðra.Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra sagði alla umræðu um kjarasamningagerð hafa tilhneigingu til að verða óskaplega yfirborðskennda í þingsal og tilgangslítil. „Háttvirtur þingmaður segir að kjarasamningurinn feli í sér launalækkun. Þetta er alger misskilningurl, fullkominn misskilningur. Að sjálfsögðu er verið að tala um hækkun launa og betri kjör frá einum kjarasamningi til þess næsta," sagði fjármálaráðherra. Þingflokksformaður Viðreisnar segir lögreglumenn árum saman hafa reynt að ná eyrum ráðmanna en án árangurs.Vísir/Vilhelm Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar sagði óheppilegt við núverandi aðstæður að mikilvægar stéttir eins og hjúkrunarfræðingar og lögreglumenn væru með lausa samninga. Lögreglumenn sem hefðu ekki verkfallsrétt hefðu árum saman reynt að ná raunverulegum viðræðum við ráðmenn um sín mál án árangurs. Þeir hefðu nú birt ákall til þjóðarinnar í auglýsingu í fjölmiðlum. Fjármálaráðherra sagði það sama gilda um lögreglumenn og aðra hópa sem ríkið hefði samið við. „Hér er staða lögreglumanna líka tekin upp. Þar hef ég bara nákvæmlega sömu sögu að segja. Þar sem ekki hafa tekist samningar við opinbera starfsmenn hefur það verið vegna þess að viðsemjendur okkar hafa krafist þess að heildarniðurstaða samninganna væri umfram það sem samið hefur verið um við alla aðra. Við höfum ekki getað orðið við því," sagði Bjarni. Þingflokksformaður Viðreisnar sagði samningaviðræður hljóta að snúast um að hver aðili um sig kæmi með sitt að borðinu og síðan næðust samningar. „Þetta var áhugaverð ádrepa sem ég túlka sem svo að hæstvirtur ráðherra sé kominn á endastöð í sínum tilraunum til að nálgast þessa mikilvægu hópa. Það er ekki hægt að orða þetta öðruvísi. Það er búið að gefa upp boltann. Hann ætlar ekki að ganga lengra," sagði Hanna Katrín. Lögreglan Kjaramál Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Sjá meira
Hvorki lögreglumenn né hjúkrunarfræðingar geta vænst þess að ná fram meiri heildarhækkunum í samningum en ríkið hefur nú þegar samið um við aðra hópa að sögn fjármálaráðherra. Þingflokksformaður Viðreisnar segir ráðherrann kominn á endastöð. Í svari við fyrirspurn Halldóru Mogensen þingmanns Pírata á Alþingi í dag sagðist Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra telja nýfelldan kjarasamning hjúkrunarfræðöinga vera gott veganesti. Samningafólk hans hefði fullt samningsumboð og hann teldi góðar líkur á að samningar tækjust fljótlega. En þeir yrðu að rúmast inn þess ramma sem aðrir samningar ríkisins væruj. Halldóra sagði að þá gæti verið að ramminn sem miðað væri við væri allt of þröngur. „Við vitum núorðið ýmislegt um þennan nýfellda samning sem var mikil óánægja með. Eins og til dæpmis að samþykkt hans fæli í sér launalækkun fyrir að minnsta kosti hluta hjúkrunarfræðinga. Það voru upplýsingarnar sem við fengum frá hjúkrunarfræðingumog að launaliðurinn, launahækkanir hjúkrunarfræðinga, næðu ekki upp í sjötíu þúsund krónur á fjögurra ára tímabili," sagði Halldóra. Fjármálaráðherra segir samningar ekki hafa náðst við hópa þar sem kröfur eru umfram það sem samið hafi verið um við aðra.Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra sagði alla umræðu um kjarasamningagerð hafa tilhneigingu til að verða óskaplega yfirborðskennda í þingsal og tilgangslítil. „Háttvirtur þingmaður segir að kjarasamningurinn feli í sér launalækkun. Þetta er alger misskilningurl, fullkominn misskilningur. Að sjálfsögðu er verið að tala um hækkun launa og betri kjör frá einum kjarasamningi til þess næsta," sagði fjármálaráðherra. Þingflokksformaður Viðreisnar segir lögreglumenn árum saman hafa reynt að ná eyrum ráðmanna en án árangurs.Vísir/Vilhelm Hanna Katrín Friðriksson þingflokksformaður Viðreisnar sagði óheppilegt við núverandi aðstæður að mikilvægar stéttir eins og hjúkrunarfræðingar og lögreglumenn væru með lausa samninga. Lögreglumenn sem hefðu ekki verkfallsrétt hefðu árum saman reynt að ná raunverulegum viðræðum við ráðmenn um sín mál án árangurs. Þeir hefðu nú birt ákall til þjóðarinnar í auglýsingu í fjölmiðlum. Fjármálaráðherra sagði það sama gilda um lögreglumenn og aðra hópa sem ríkið hefði samið við. „Hér er staða lögreglumanna líka tekin upp. Þar hef ég bara nákvæmlega sömu sögu að segja. Þar sem ekki hafa tekist samningar við opinbera starfsmenn hefur það verið vegna þess að viðsemjendur okkar hafa krafist þess að heildarniðurstaða samninganna væri umfram það sem samið hefur verið um við alla aðra. Við höfum ekki getað orðið við því," sagði Bjarni. Þingflokksformaður Viðreisnar sagði samningaviðræður hljóta að snúast um að hver aðili um sig kæmi með sitt að borðinu og síðan næðust samningar. „Þetta var áhugaverð ádrepa sem ég túlka sem svo að hæstvirtur ráðherra sé kominn á endastöð í sínum tilraunum til að nálgast þessa mikilvægu hópa. Það er ekki hægt að orða þetta öðruvísi. Það er búið að gefa upp boltann. Hann ætlar ekki að ganga lengra," sagði Hanna Katrín.
Lögreglan Kjaramál Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Sjá meira