Móðir Sæunnar ákvað að svelta sig til dauða Stefán Árni Pálsson skrifar 28. febrúar 2020 10:30 Sæunn Kjartansdóttir skrifaði bók um samband sitt við móður sína og um þá reynslu þegar hún ákvað að svelta sig til dauða fyrir framan hana. Móðir Sæunnar Kjartansdóttur sálgreinis tilkynnti henni og systrum hennar að hún ætlaði að deyja og myndi ekki framar borða eða drekka og þannig svelti hún sig til dauða fyrir framan dætur sínar og fjölskyldu. Og Ásta Bjarnadóttir móðir Sæunnar var í gegnum lífið oft erfið sínum nánustu. Hún var alkóhólisti og sjálfhverf og fór sínar eigin leiðir. En hún gat einnig verið óhemju skemmtileg og hlý manneskja og Sæunn segir að flóknasta ástarsamband sem til er sé samband barns við móður sína. Í bókinni Óstýrláta mamma mín og ég, fá lesendur að kynnast litríkri móður Sæunnar. Vala Matt ræðir við Sæunni í Íslandi í dag á Stöð 2 og fékk að heyra af þessari konu og sambandi hennar við dóttur sína. Varð að skrifa þetta niður „Það var vissulega erfitt að skrifa þessa bók og þegar ég byrja að skrifa hana geri ég það einfaldlega af þörf. Upphaflega er ég fyrst og fremst að því fyrir sjálfan mig og það hefði ekki haft neinn tilgang að skrifa þessa bók nema ég væri mjög opinská,“ segir Sæunn. „Tilgangurinn var að skoða tilfinningar mínar í ljósi reynslunnar og því sem hafði gerst á milli mín og mömmu. Það var samt spurningin hvort ég ætti að vera deila þessu með öðrum. Þetta var mjög erfitt, það erfitt að þetta tók mig tólf ár.“ Sæunn ásamt móðir sinni á góðri stundu. Hún segir að móðir hennar hafi vanrækt hana til fjölda ára í æsku. „Hún var alls ekki sammála mér að hún hafi vanrækt mig en hennar vanræksla fólst fyrst og fremst í því að hún var ekki mjög vakandi fyrir mínum þörfum. Við áttum mjög innilegt og náið samband en það var mjög mikið á hennar forsendum. Þetta er eitthvað sem hún áttaði sig ekki á og ég ekki heldur.“ Ásta tilkynnti sínum nánustu á sínum tíma að hún ætlaði að svelta sig til dauða. Tók 45 daga „Þetta var mjög dramatískt augnablik þegar hún sagði mér frá þessu af því að ég þekkti mömmu það vel að ég vissi að henni var alvara. Þegar hún tók stórar ákvarðanir, þá fylgdi hún þeim og ég vissi að þetta myndi verða. Það voru óskaplega blendnar tilfinningar og kannski ein af ástæðunum fyrir því að ég byrjaði að skrifa þetta því ég upplifði tilfinningar sem ég skammaðist mín svo fyrir. Tilfinning eins og að vera fegin af því að hún var búin að vera okkur svo ofboðslega erfið og svo leið og ég hugsaði með mér að þarna væri kannski komin lausn.“ Sæunn segist ekki aðeins hafa verið fegin heldur einnig skelfingu lostin. Það tók móðir hennar 45 daga að svelta sig í hel. „Þetta tók miklu lengri tíma heldur en hana hafði órað fyrir. Núna getur maður google-að og fundið upplýsingar um svona hluti og líkaminn er miklu seigari en maður heldur. Mamma hélt að þetta tæki aðeins nokkra daga.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Dagur Sig og Ingunn Sigurpáls nýtt par Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Móðir Sæunnar Kjartansdóttur sálgreinis tilkynnti henni og systrum hennar að hún ætlaði að deyja og myndi ekki framar borða eða drekka og þannig svelti hún sig til dauða fyrir framan dætur sínar og fjölskyldu. Og Ásta Bjarnadóttir móðir Sæunnar var í gegnum lífið oft erfið sínum nánustu. Hún var alkóhólisti og sjálfhverf og fór sínar eigin leiðir. En hún gat einnig verið óhemju skemmtileg og hlý manneskja og Sæunn segir að flóknasta ástarsamband sem til er sé samband barns við móður sína. Í bókinni Óstýrláta mamma mín og ég, fá lesendur að kynnast litríkri móður Sæunnar. Vala Matt ræðir við Sæunni í Íslandi í dag á Stöð 2 og fékk að heyra af þessari konu og sambandi hennar við dóttur sína. Varð að skrifa þetta niður „Það var vissulega erfitt að skrifa þessa bók og þegar ég byrja að skrifa hana geri ég það einfaldlega af þörf. Upphaflega er ég fyrst og fremst að því fyrir sjálfan mig og það hefði ekki haft neinn tilgang að skrifa þessa bók nema ég væri mjög opinská,“ segir Sæunn. „Tilgangurinn var að skoða tilfinningar mínar í ljósi reynslunnar og því sem hafði gerst á milli mín og mömmu. Það var samt spurningin hvort ég ætti að vera deila þessu með öðrum. Þetta var mjög erfitt, það erfitt að þetta tók mig tólf ár.“ Sæunn ásamt móðir sinni á góðri stundu. Hún segir að móðir hennar hafi vanrækt hana til fjölda ára í æsku. „Hún var alls ekki sammála mér að hún hafi vanrækt mig en hennar vanræksla fólst fyrst og fremst í því að hún var ekki mjög vakandi fyrir mínum þörfum. Við áttum mjög innilegt og náið samband en það var mjög mikið á hennar forsendum. Þetta er eitthvað sem hún áttaði sig ekki á og ég ekki heldur.“ Ásta tilkynnti sínum nánustu á sínum tíma að hún ætlaði að svelta sig til dauða. Tók 45 daga „Þetta var mjög dramatískt augnablik þegar hún sagði mér frá þessu af því að ég þekkti mömmu það vel að ég vissi að henni var alvara. Þegar hún tók stórar ákvarðanir, þá fylgdi hún þeim og ég vissi að þetta myndi verða. Það voru óskaplega blendnar tilfinningar og kannski ein af ástæðunum fyrir því að ég byrjaði að skrifa þetta því ég upplifði tilfinningar sem ég skammaðist mín svo fyrir. Tilfinning eins og að vera fegin af því að hún var búin að vera okkur svo ofboðslega erfið og svo leið og ég hugsaði með mér að þarna væri kannski komin lausn.“ Sæunn segist ekki aðeins hafa verið fegin heldur einnig skelfingu lostin. Það tók móðir hennar 45 daga að svelta sig í hel. „Þetta tók miklu lengri tíma heldur en hana hafði órað fyrir. Núna getur maður google-að og fundið upplýsingar um svona hluti og líkaminn er miklu seigari en maður heldur. Mamma hélt að þetta tæki aðeins nokkra daga.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Dagur Sig og Ingunn Sigurpáls nýtt par Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“