Lífið

Dætur Evu Laufeyjar stálu senunni í matarboði

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ingibjörg og Kristín fóru hreinlega á kostum í eldhúsinu.
Ingibjörg og Kristín fóru hreinlega á kostum í eldhúsinu.

Í ljósi aðstæðna kunni Eva Laufey ekki við að biðja gesti sína að halda matarboð í þáttunum Matarboð með Evu Laufey og því ákvað hún að bjóða áhorfendum Stöðvar 2 í matarboð heim sín upp á Akranesi þar sem hún eldaði fyrir fjölskyldu sína.

Ingibjörg Rósa dóttir Evu Laufeyjar var sérstakur aðstoðarkokkur og má með sanni segja að hún hafi farið á kostum í eldhúsinu og sagði hvern brandarann á fætur öðrum. Yngri dóttir Evu, Kristín Rannveig átti einnig sína spretti í þættinum og aðstoðaði móður sína vel og vandlega.

Klippa: Dætur Evu Laufeyjar stálu senunni í matarboði

Meðal þess sem þær mæðgur matreiddu voru girnilega súkkulaðibitakökur og má sjá þá uppskrift hér að neðan.

Hráefnin:

140 g púðursykur

200 g sykur

200 g smjör, við stofuhita

2 egg

2 tsk vanilludropar eða sykur

375 g hveiti

1/2 tsk lyftiduft

1 tsk matarsódi

salt á hnífsoddi

150 g rjómasúkkulaðidropar

150 g suðusúkkulaðidropar

Aðferð:

- Þeytið saman sykur og smjör þar til blandan er létt í sér.

- Bætið eggjum saman við, einu í einu og þeytið vel á milli.

- Blandið þurrefnum og vanillu út í og hrærið áfram, gott að skafa meðfram hliðum amk einu sinni.

- Í lokin blandið þið súkkulaðinu saman við.

- Gott að kæla deigið í klst. (það má samt sem áður baka strax en lögunin á kökunum verður betri ef deigið fær aðeins að kólna)

- Forhitið ofninn í 180°C.

- Mótið kúlur með höndunum og setjið á pappírsklædda ofnplötu.

- Bakið við 180°C í 12 mínútur.

- Kökurnar eru fremur mjúkar eftir þann tíma og því gott að leyfa þeim að kólna á plötunni í rólegheitum.

- Berið strax fram og njótið!Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.