Lífið

Bein út­sending: Sam­eigin­leg bæna­stund múslima, kristinna og gyðinga á Ís­landi

Atli Ísleifsson skrifar
Bænastundin stendur frá 13 til 13:45.
Bænastundin stendur frá 13 til 13:45. Getty

Opin bænastund múslima, kristinna og gyðinga á Íslandi vegna faraldurs kórónuveirunnar verður haldin klukkan 13 í dag.

Sýnt verður beint frá bænastundinni á YouTube, en það er Félagið Horizon sem stendur fyrir viðburðinum. Er ætlunin að biðja fyrir mannkyni og samheldni líkt og segir á Facebook-síðu viðburðarins.

Steinunn Arn­þrúður Björns­dóttir og Skúli Sigurður Ólafs­son, bæði prestar við Neskirkju, Imam Sal­mann Tamimi, for­maður Fé­lags múslíma á Ís­landi, Derya Ozdi­lek, for­maður Fé­lagsins Horizon og Avra­ham Feld­man rabbíni munu leiða bænastundina, sem stendur frá 13 til 13:45.

Hægt er að fylgjast með útsendingunni að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×