Enski boltinn

Terry: Við höfum ekki unnið neitt ennþá

Ómar Þorgeirsson skrifar
John Terry.
John Terry. Nordic photos/Getty images

John Terry, landsliðsfyrirliði Englands, varar liðsfélaga sína við því að vanmeta Andorra fyrir leik liðanna í undankeppni HM 2010.

„Ár eftir ár eru þessi minni lið að bæta sig og ef þeim tekst vel upp þá getur verið erfitt að brjóta þau til baka," segir Terry en Andorra er í 196. sæti á heimslistanum.

Englendingar hafa verið sannfærandi í riðlinum til þessa undir stjórn Fabio Capello og hafa unnið alla sex leiki sína þar. Terry er vissulega ánægður með spilamennsku liðsins undanfarið en segir Englendinga verða að vera með báða fætur á jörðinni og ekki gleyma sér í velgengninni.

„Við skulum ekki gleyma okkur þrátt fyrir að við séum búnir að vinna alla sex leikina í riðlinum. Við erum enn langt frá því að ná markmiðum okkar. Við höfum ekki unnið neitt ennþá. Við erum samt í góðri stöðu og hugsanlega enn betri stöðu en við þorðum að vona í fyrra," segir Terry.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×