Ráðist var á karlmann á fertugsaldri í Rimahverfi skömmu fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi. Í tilkynningu frá lögreglu segir að maðurinn hafi verið með áverka víðs vegar um skrokkinn og blæddi í gegnum bol sem hann var í og einnig var hann með sprungna vör.
Samkvæmt upplýsingum sem fengust á vettvangi hafði á annan tug ungra manna ráðist að manninum og slegið hann með golfkylfum.
Árásarmennirnir sem allir voru farnir þegar lögregla kom á vettvang höfðu einnig brotið rúðu í húsi sem maðurinn var við. Maðurinn var fluttur á slysadeild í lögreglubifreið.
Á annan tug ungmenna börðu mann með golfkylfum
