Mjög mikið hallar á konur í íslenskum kvikmyndahúsum Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 24. febrúar 2017 07:00 Kvikmyndir eftir karla eru í miklum meirihluta þeirra kvikmynda sem teknar eru til sýninga á Íslandi. Í rannsókn Kvenréttindafélags Íslands og Stockholms feministiska filmfestival sem náði til allra kvikmynda sem teknar voru til sýningar í íslenskum, dönskum og sænskum kvikmyndahúsum árið 2016 er kynjahlutfallið verst á Íslandi. 93 prósent kvikmynda sem voru teknar til sýninga í íslenskum kvikmyndahúsum árið 2016 var leikstýrt af körlum. Rannsóknin á Íslandi náði líka til dagskrár RÚV. Hlutfallið var hið sama samkvæmt rannsókninni, 93 prósent kvikmynda sem sýndar voru á RÚV 2016 var leikstýrt af körlum.Dögg Mósesdóttir, kvikmyndagerðarkona og formaður WIFT á Íslandi segir góð teikn á lofti.vísir/ernirNiðurstöðurnar sýna að nánast allar sögur sem við horfum á á hvíta tjaldinu eru eftir karla. Kvikmyndir eiga að spegla ólíka reynsluheima og það að fólk kynnist aðeins sögum karla gefur mjög skakka mynd af samfélaginu. Stóra verkefni kvikmyndaiðnaðarins eins og hann leggur sig er að minnka þetta kynjabil, við getum ekki haft þetta svona lengur,“ segir Fríða Rós Valdimarsdóttir, formaður Kvenréttindafélags Íslands, sem greinir frá niðurstöðum rannsóknarinnar. Í dag býður Kvenréttindafélag Íslands, WIFT á Íslandi, Stockholms feministiska filmfestival ásamt Stockfish Film Festival til samræðna í Bíói Paradís um kynjabilið í kvikmyndaiðnaðinum undir yfirskriftinni „Hvað er svona merkilegt við það? Kynjabilið á hvíta tjaldinu“. Dögg Mósesdóttir, formaður WIFT á Íslandi, segir niðurstöðurnar sláandi. „Þetta kom mér mjög á óvart, ég hélt þetta væri ekki svona rosalega slæmt. Þetta er samt staðan í heiminum í dag þó að í Svíþjóð hafi hlutfallið verið skárra. Leiðin út úr þessu er aukin meðvitund og umræður. Bíóhúsin þurfa að setja upp kynjagleraugun. Það er ábati af því fyrir alla. Myndir eftir og um konur hafa til dæmis verið söluhæstar í Bandaríkjunum í ár. Þar er að aukast meðvitund með góðum árangri,“ segir Dögg. Mikilvægt sé að gefa konum tækifæri til inngöngu í iðnaðinn. „Ég veit að stóru myndverin í Bandaríkjunum eru að þjálfa konur upp. Þar af er ein íslensk kona, Tóta Lee, sem fær þjálfun til þess að leikstýra risastórum kvikmyndum.“ Dögg segir jákvæð teikn á lofti og vonast til þess að niðurstöður á næsta ári verði betri konum í vil. Þáttaröðin Fangar sem sýnd var á RÚV þykir henni hafa verið til fyrirmyndar og nýjar reglur hjá Kvikmyndasjóði lofi góðu. „Konur eru að gera fullt af myndum og nú verður unnið eftir nýju kvikmyndasamkomulagi hjá Kvikmyndasjóði um að það eigi að úthluta jafnt til karla og kvenna og taka tillit til kynjabilsins við mat á umsóknum,“ segir Dögg.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Sjá meira
Kvikmyndir eftir karla eru í miklum meirihluta þeirra kvikmynda sem teknar eru til sýninga á Íslandi. Í rannsókn Kvenréttindafélags Íslands og Stockholms feministiska filmfestival sem náði til allra kvikmynda sem teknar voru til sýningar í íslenskum, dönskum og sænskum kvikmyndahúsum árið 2016 er kynjahlutfallið verst á Íslandi. 93 prósent kvikmynda sem voru teknar til sýninga í íslenskum kvikmyndahúsum árið 2016 var leikstýrt af körlum. Rannsóknin á Íslandi náði líka til dagskrár RÚV. Hlutfallið var hið sama samkvæmt rannsókninni, 93 prósent kvikmynda sem sýndar voru á RÚV 2016 var leikstýrt af körlum.Dögg Mósesdóttir, kvikmyndagerðarkona og formaður WIFT á Íslandi segir góð teikn á lofti.vísir/ernirNiðurstöðurnar sýna að nánast allar sögur sem við horfum á á hvíta tjaldinu eru eftir karla. Kvikmyndir eiga að spegla ólíka reynsluheima og það að fólk kynnist aðeins sögum karla gefur mjög skakka mynd af samfélaginu. Stóra verkefni kvikmyndaiðnaðarins eins og hann leggur sig er að minnka þetta kynjabil, við getum ekki haft þetta svona lengur,“ segir Fríða Rós Valdimarsdóttir, formaður Kvenréttindafélags Íslands, sem greinir frá niðurstöðum rannsóknarinnar. Í dag býður Kvenréttindafélag Íslands, WIFT á Íslandi, Stockholms feministiska filmfestival ásamt Stockfish Film Festival til samræðna í Bíói Paradís um kynjabilið í kvikmyndaiðnaðinum undir yfirskriftinni „Hvað er svona merkilegt við það? Kynjabilið á hvíta tjaldinu“. Dögg Mósesdóttir, formaður WIFT á Íslandi, segir niðurstöðurnar sláandi. „Þetta kom mér mjög á óvart, ég hélt þetta væri ekki svona rosalega slæmt. Þetta er samt staðan í heiminum í dag þó að í Svíþjóð hafi hlutfallið verið skárra. Leiðin út úr þessu er aukin meðvitund og umræður. Bíóhúsin þurfa að setja upp kynjagleraugun. Það er ábati af því fyrir alla. Myndir eftir og um konur hafa til dæmis verið söluhæstar í Bandaríkjunum í ár. Þar er að aukast meðvitund með góðum árangri,“ segir Dögg. Mikilvægt sé að gefa konum tækifæri til inngöngu í iðnaðinn. „Ég veit að stóru myndverin í Bandaríkjunum eru að þjálfa konur upp. Þar af er ein íslensk kona, Tóta Lee, sem fær þjálfun til þess að leikstýra risastórum kvikmyndum.“ Dögg segir jákvæð teikn á lofti og vonast til þess að niðurstöður á næsta ári verði betri konum í vil. Þáttaröðin Fangar sem sýnd var á RÚV þykir henni hafa verið til fyrirmyndar og nýjar reglur hjá Kvikmyndasjóði lofi góðu. „Konur eru að gera fullt af myndum og nú verður unnið eftir nýju kvikmyndasamkomulagi hjá Kvikmyndasjóði um að það eigi að úthluta jafnt til karla og kvenna og taka tillit til kynjabilsins við mat á umsóknum,“ segir Dögg.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Sjá meira