Fóstureyðingar verði þungunarrof Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 24. febrúar 2017 20:00 Á liðnu ári hefur nefnd unnið að heildarendurskoðun á lögum nr. 25/1975 um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir. Í gær var skýrslan kynnt fyrir heilbrigðisráðherra. Sóley Bender, formaður nefndarinnar, segir gríðarlegar samfélagslegar breytingar á síðustu fjörutíu árum hafa kallað á endurskoðun. Í fyrsta lagi snúa tillögurnar að fræðslu og ráðgjöf um kynheilbrigði. Þar er meðal annars lagt til að fagráð um kynheilbrigði verði stofnað innan Embættis landlæknis, að ávísa megi hormónagetnaðarvörnum til stúlkna yngri en átján ára án samráðs við foreldra og að þær verði fríar fyrir stúlkur yngri en tuttugu ára og konur sem standa höllum fæti í samfélaginu. Auk þess að smokkar verið fríir í framhaldsskólum landsins. Varðandi fóstureyðingar er í fyrsta lagi lagt til að í stað þess að nota hugtakið fóstureyðing verði hugtakið þungunarrof notað. Einnig að ekki þurfi lengur tveir fagaðilar að gera greinagerð til að heimila þungunarrof. Sóley segir neikvæða merkingu felast í orðinu fóstureyðing en að þungun eigi betur við enda vísi það til byrjunar þungunar, og er notað í því samhengi, til dæmis með orðinu þungunarpróf. Í lögum um ófrjósemisaðgerðir er lagt til að lækka lágmarksaldur niður í átján ár og afmá alla mismunun gagnvart fötluðum einstaklingum. Samkvæmt heilbrigðisráðherra er tillögunum ætlað að vera grundvöllur við gerð frumvarps að nýrri löggjöf um þessi mál. Lesa má skýrsluna og fleiri tillögur á vef velferðarráðuneytisins. Mest lesið „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Erlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Fækkar ráðlögðum bóluefnum Erlent Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum Innlent Fleiri fréttir Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Sjá meira
Á liðnu ári hefur nefnd unnið að heildarendurskoðun á lögum nr. 25/1975 um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir. Í gær var skýrslan kynnt fyrir heilbrigðisráðherra. Sóley Bender, formaður nefndarinnar, segir gríðarlegar samfélagslegar breytingar á síðustu fjörutíu árum hafa kallað á endurskoðun. Í fyrsta lagi snúa tillögurnar að fræðslu og ráðgjöf um kynheilbrigði. Þar er meðal annars lagt til að fagráð um kynheilbrigði verði stofnað innan Embættis landlæknis, að ávísa megi hormónagetnaðarvörnum til stúlkna yngri en átján ára án samráðs við foreldra og að þær verði fríar fyrir stúlkur yngri en tuttugu ára og konur sem standa höllum fæti í samfélaginu. Auk þess að smokkar verið fríir í framhaldsskólum landsins. Varðandi fóstureyðingar er í fyrsta lagi lagt til að í stað þess að nota hugtakið fóstureyðing verði hugtakið þungunarrof notað. Einnig að ekki þurfi lengur tveir fagaðilar að gera greinagerð til að heimila þungunarrof. Sóley segir neikvæða merkingu felast í orðinu fóstureyðing en að þungun eigi betur við enda vísi það til byrjunar þungunar, og er notað í því samhengi, til dæmis með orðinu þungunarpróf. Í lögum um ófrjósemisaðgerðir er lagt til að lækka lágmarksaldur niður í átján ár og afmá alla mismunun gagnvart fötluðum einstaklingum. Samkvæmt heilbrigðisráðherra er tillögunum ætlað að vera grundvöllur við gerð frumvarps að nýrri löggjöf um þessi mál. Lesa má skýrsluna og fleiri tillögur á vef velferðarráðuneytisins.
Mest lesið „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Erlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Fækkar ráðlögðum bóluefnum Erlent Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum Innlent Fleiri fréttir Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Sjá meira