Óánægður faðir: Viðbrögð lögreglu eftir bílveltu fáránleg 4. júlí 2010 13:45 Mynd/Pjetur „Hvað vita þeir um innvortis meiðsl?" segir Sigurður Gísli Þorsteinsson, faðir 17 ára stúlku, sem lenti í bílslysi skammt frá Galtalæk í gær. Hann er afar óánægður með viðbrögð lögreglunnar á Hvolsvelli sem að hans mati voru fáránleg. Lögreglan tjáir sem ekki um málið að svo stöddu. Dóttir Sigurðar og þrír vinir hennar sem öll eru 17 ára fóru á útihátíð í Galtalæk á föstudag. Í gær óku þau á Hellu til að ná í vistir og á bakaleiðinni veltu þau bílnum. Bíllinn sem er af gerðinni Toyota Yaris fór nokkrar veltur og hafnaði úti í skurði, að sögn Sigurðar. Vegfarendur sem komu að hjálpuðu ungmennunum út úr bílnum og kölluðu eftir aðstoð lögreglu.„Öll lemstruð" Sigurður segir að lögreglan hafi komið á vettvang eftir drykklanga stund og tekið skýrslu af dóttur hans og félögum hennar. „Þau voru að sjálfsögðu öll lemstruð og tveir piltarnir blóðugir," segir Sigurður og bætir við að þrátt fyrir það hafi lögreglan ákveðið að hafa ekki samband við sjúkrabíl sem hafi þó verið staðsettur skammt frá Galtalæk. „Lögreglumennirnir spurðu bara hvort þau ætluðu aftur að fara á útihátíðina eða heim. Lögreglan hafði aldrei samband við okkur foreldrana eða lækni," segir Sigurður.Ekki pláss í lögreglubílnum Þegar þarna var komið við sögu voru foreldrar eins piltsins komnir á staðinn. Sigurður segir að lögreglan hafi sagt hinum krökkunum að hún gæti ekki boðið þeim far vegna þess að í lögreglubílnum væru fjórir lögreglumenn og aðeins væri pláss fyrir einn til viðbótar. Þau fengu far hjá vegfarendum sem voru á leið á útihátíðina og höfðu stoppað við slysstaðinn. Sigurður segir að þegar hann og kona hans hafi komið á slysstaðinn hafi allir verið á bak og burt. Símar dóttur þeirra og vina hennar hafi auk þess verið sambandslausir. Hann hafi því hringt í lögregluna á Hvolsvelli og fengið þær upplýsingar að ungmennin hefðu farið aftur í Galtalæk utan eins sem fór heim með foreldrum sínum. „Við fundum krakkana fyrir rest og þau voru að sjálfsögðu í nettu taugaáfalli. Við keyrðum þau á sjúkrahúsið á Selfossi," segir Sigurður og bætir við að það hafi verið um fjórum klukkustundum eftir slysið. „Það þurfti að sauma eitt þeirra og þau höfðu öll fengið heilahristing og voru að sjálfsögðu öll að drepast í baki og hálsi." Lögreglan tjáir sig ekki Sigurður segist vera afar undrandi á vinnubrögðum lögreglunnar í ljósi þess að um ólögráða einstaklinga hafi verið að ræða. Að hans mati hefði átt að kalla eftir sjúkrabíl eða koma ungmennunum undir læknishendur á Selfossi. „Hvað vita þeir um innvortis meiðsl?" spyr Sigurður að lokum. Lögreglan á Hvolsvelli tjáir sem ekki málið að svo stöddu. Fréttir ársins 2010 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
„Hvað vita þeir um innvortis meiðsl?" segir Sigurður Gísli Þorsteinsson, faðir 17 ára stúlku, sem lenti í bílslysi skammt frá Galtalæk í gær. Hann er afar óánægður með viðbrögð lögreglunnar á Hvolsvelli sem að hans mati voru fáránleg. Lögreglan tjáir sem ekki um málið að svo stöddu. Dóttir Sigurðar og þrír vinir hennar sem öll eru 17 ára fóru á útihátíð í Galtalæk á föstudag. Í gær óku þau á Hellu til að ná í vistir og á bakaleiðinni veltu þau bílnum. Bíllinn sem er af gerðinni Toyota Yaris fór nokkrar veltur og hafnaði úti í skurði, að sögn Sigurðar. Vegfarendur sem komu að hjálpuðu ungmennunum út úr bílnum og kölluðu eftir aðstoð lögreglu.„Öll lemstruð" Sigurður segir að lögreglan hafi komið á vettvang eftir drykklanga stund og tekið skýrslu af dóttur hans og félögum hennar. „Þau voru að sjálfsögðu öll lemstruð og tveir piltarnir blóðugir," segir Sigurður og bætir við að þrátt fyrir það hafi lögreglan ákveðið að hafa ekki samband við sjúkrabíl sem hafi þó verið staðsettur skammt frá Galtalæk. „Lögreglumennirnir spurðu bara hvort þau ætluðu aftur að fara á útihátíðina eða heim. Lögreglan hafði aldrei samband við okkur foreldrana eða lækni," segir Sigurður.Ekki pláss í lögreglubílnum Þegar þarna var komið við sögu voru foreldrar eins piltsins komnir á staðinn. Sigurður segir að lögreglan hafi sagt hinum krökkunum að hún gæti ekki boðið þeim far vegna þess að í lögreglubílnum væru fjórir lögreglumenn og aðeins væri pláss fyrir einn til viðbótar. Þau fengu far hjá vegfarendum sem voru á leið á útihátíðina og höfðu stoppað við slysstaðinn. Sigurður segir að þegar hann og kona hans hafi komið á slysstaðinn hafi allir verið á bak og burt. Símar dóttur þeirra og vina hennar hafi auk þess verið sambandslausir. Hann hafi því hringt í lögregluna á Hvolsvelli og fengið þær upplýsingar að ungmennin hefðu farið aftur í Galtalæk utan eins sem fór heim með foreldrum sínum. „Við fundum krakkana fyrir rest og þau voru að sjálfsögðu í nettu taugaáfalli. Við keyrðum þau á sjúkrahúsið á Selfossi," segir Sigurður og bætir við að það hafi verið um fjórum klukkustundum eftir slysið. „Það þurfti að sauma eitt þeirra og þau höfðu öll fengið heilahristing og voru að sjálfsögðu öll að drepast í baki og hálsi." Lögreglan tjáir sig ekki Sigurður segist vera afar undrandi á vinnubrögðum lögreglunnar í ljósi þess að um ólögráða einstaklinga hafi verið að ræða. Að hans mati hefði átt að kalla eftir sjúkrabíl eða koma ungmennunum undir læknishendur á Selfossi. „Hvað vita þeir um innvortis meiðsl?" spyr Sigurður að lokum. Lögreglan á Hvolsvelli tjáir sem ekki málið að svo stöddu.
Fréttir ársins 2010 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira