Öll spjót standa nú á Vigdísi Jakob Bjarnar skrifar 30. nóvember 2015 16:31 Nú er þjarmað að Vigdísi úr öllum áttum, hún er atyrt jafnvel af fyrrverandi þingmönnum Framsóknarflokksins. Fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins vandar Vigdísi Hauksdóttur, formanni fjárlaganefndar, ekki kveðjurnar og telur freistandi að reyna að sjúkdómsgreina hana. Um er að ræða Helgu Sigrúnu Harðardóttur en hún sat á þingi fyrir Framsóknarflokkinn á árunum 2008 til 2009.Ekki fundafært vegna VigdísarNú standa öll spjót á Vigdísi en svo virðist sem orð hennar um Pál Matthíasson forstjóra Landspítalans, þess efnis að hann væri að beita sig andlegu ofbeldi þegar hann hefur verið að fara fram á aukið fjármagn til starfssemi spítalans, hafi orðið til að soðið er uppúr. Tveir fyrrverandi þingmenn, Þór Saari og Margrét Tryggvadóttir hafa lýst framgöngu Vigdísar á nefndarfundum, að það hafi vart verið fundarfært vegna framkomu Vigdísar. „Hún hnussaði hástöfum, stundi, dæsti, fórnaði höndum, greip fram í, ranghvolfdi augum, hækkaði málróminn þannig að hún beitti sér og truflaði ... hún notaði öll þessi skítatrikk sem fantar nota til að gera nærstadda órólega,“ segir Margrét. RÚV greinir frá þessu.Skorar á Framsókna að finna Vigdísi annað að geraStjórnarandstæðingar beina nú spjótum sínum að Vigdísi, eins og Vísir greindi frá fyrir stundu og heldur er farið að þrengjast um þegar fyrrum samherjar þjarma að henni, líkt og Helga Sigrún gerir: „Það er freistandi að reyna að sjúkdómsgreina þessa konu og reyna að finna merkimiða á hrokann, sjálfhverfuna, frekjuna og þetta fárveika egó. Aðallega freistar það mín þó að hún finni sér eitthvað annað að gera. Framkoma hennar og yfirlýsingar í framhaldi fundar með forstjóra LSH var kornið sem fyllti mælinn hvað mig varðar. Ég get ekki meira. Ég hef reynslu af LSH. Hún var ekki góð. Það er ekki vegna þess að þar starfi svo glatað fólk. Það er vegna þess að spítalinn er fjársveltur og hefur ekki burði til að takast á við verkefnin sem að honum steðja. Vegna þess líður fólk kvalir, það fær ekki rétta meðhöndlun og jafnvel deyr. Þessari konu er alveg sama... líklega þó aðeins þar til það fer að bíta hana sjálfa... Ég tel mig ekki hafa efni á að hafa þessa konu í vinnu lengur. Ég skora á gamla félaga í Framsóknarflokknum að axla ábyrgð og finna henni annað að gera. Núna strax.“Kosningaloforðin hennar Vigdísar Önnur sem hefur sent Vigdísi tóninn í gegnum tíðina er Lára Hanna Einarsdóttir bloggari, en hún hefur talið þetta tilefni til að setja í dreifingu klippu frá kosningasjónvarpi RÚV, í kosningabaráttunni, þar sem Vigdís tjáir sig um málefni Landsspítalans, en þar kveður heldur við annan tón en nú.Það er freistandi að reyna að sjúkdómsgreina þessa konu og reyna að finna merkimiða á hrokann, sjálfhverfuna, frekjuna...Posted by Helga Sigrún Harðardóttir on 30. nóvember 2015 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Fleiri fréttir Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Sjá meira
Fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins vandar Vigdísi Hauksdóttur, formanni fjárlaganefndar, ekki kveðjurnar og telur freistandi að reyna að sjúkdómsgreina hana. Um er að ræða Helgu Sigrúnu Harðardóttur en hún sat á þingi fyrir Framsóknarflokkinn á árunum 2008 til 2009.Ekki fundafært vegna VigdísarNú standa öll spjót á Vigdísi en svo virðist sem orð hennar um Pál Matthíasson forstjóra Landspítalans, þess efnis að hann væri að beita sig andlegu ofbeldi þegar hann hefur verið að fara fram á aukið fjármagn til starfssemi spítalans, hafi orðið til að soðið er uppúr. Tveir fyrrverandi þingmenn, Þór Saari og Margrét Tryggvadóttir hafa lýst framgöngu Vigdísar á nefndarfundum, að það hafi vart verið fundarfært vegna framkomu Vigdísar. „Hún hnussaði hástöfum, stundi, dæsti, fórnaði höndum, greip fram í, ranghvolfdi augum, hækkaði málróminn þannig að hún beitti sér og truflaði ... hún notaði öll þessi skítatrikk sem fantar nota til að gera nærstadda órólega,“ segir Margrét. RÚV greinir frá þessu.Skorar á Framsókna að finna Vigdísi annað að geraStjórnarandstæðingar beina nú spjótum sínum að Vigdísi, eins og Vísir greindi frá fyrir stundu og heldur er farið að þrengjast um þegar fyrrum samherjar þjarma að henni, líkt og Helga Sigrún gerir: „Það er freistandi að reyna að sjúkdómsgreina þessa konu og reyna að finna merkimiða á hrokann, sjálfhverfuna, frekjuna og þetta fárveika egó. Aðallega freistar það mín þó að hún finni sér eitthvað annað að gera. Framkoma hennar og yfirlýsingar í framhaldi fundar með forstjóra LSH var kornið sem fyllti mælinn hvað mig varðar. Ég get ekki meira. Ég hef reynslu af LSH. Hún var ekki góð. Það er ekki vegna þess að þar starfi svo glatað fólk. Það er vegna þess að spítalinn er fjársveltur og hefur ekki burði til að takast á við verkefnin sem að honum steðja. Vegna þess líður fólk kvalir, það fær ekki rétta meðhöndlun og jafnvel deyr. Þessari konu er alveg sama... líklega þó aðeins þar til það fer að bíta hana sjálfa... Ég tel mig ekki hafa efni á að hafa þessa konu í vinnu lengur. Ég skora á gamla félaga í Framsóknarflokknum að axla ábyrgð og finna henni annað að gera. Núna strax.“Kosningaloforðin hennar Vigdísar Önnur sem hefur sent Vigdísi tóninn í gegnum tíðina er Lára Hanna Einarsdóttir bloggari, en hún hefur talið þetta tilefni til að setja í dreifingu klippu frá kosningasjónvarpi RÚV, í kosningabaráttunni, þar sem Vigdís tjáir sig um málefni Landsspítalans, en þar kveður heldur við annan tón en nú.Það er freistandi að reyna að sjúkdómsgreina þessa konu og reyna að finna merkimiða á hrokann, sjálfhverfuna, frekjuna...Posted by Helga Sigrún Harðardóttir on 30. nóvember 2015
Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Fleiri fréttir Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Sjá meira