Mestu truflanir á flugsamgöngum í sögu norður Evrópu Óli Tynes skrifar 15. apríl 2010 18:46 Aldrei í sögunni hafa orðið aðrar eins truflanir á flugsamgöngum í norðanverðri Evrópu og með gosinu í Eyjafjallajökli. Sjö lönd hafa alveg lokað lofthelgi sinni og leyfa ekkert flug. Gosið truflar raunar flugsamgöngur um allan heim. Breskri lofthelgi var lokað á hádegi í dag og hún verður lokuð að minnsta kosti til klukkan sjö í fyrramálið. Sömu sögu er að segja á Írlandi í Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Hollandi og Belgíu. París hefur einnig lokað sínum flugvöllum þótt enn sé flogið í suðurhluta Frakklands. Fleiri flugstöðvar geta lokast á næstu klukkustundum eftir því sem askan frá Eyjafjallajökli berst sunnar. Flugstjórnarmiðstöðin Eurocontrol segir að miðað við veðurspár og spár íslenskra jarðfræðinga geti þessi loftrými verið lokuð í tvo sólarhringa. Ekkert í líkingu við þetta hefur nokkrusinni gerst áður. Og þetta hefur ekki aðeins áhrif í Evrópu heldur um allan heim. Fjölmörg flugfélög í Bandaríkjunum, Asíu, Ástralasíu og Afríku fljúga til Evrópu. Það flug legst sjálfkrafa af. Gosið mun því hafa áhrif á ferðir milljóna manna á næstu dögum. Miðað við allt þetta umstang er eðlilegt að fólk spyrji: hvað er það sem er svona hættulegt? Það var árið 1982 sem menn gerðu sér fyrst grein fyrir því að eldgos gætu verið hættuleg flugvélum. Þá var Boeing 747 breiðþota frá British Airways á leið frá Lundúnum til Auckland höfuðborgar Nýja Sjálands með 263 farþega. Vélin var í farflugshæð í 30 þúsund fetum þegar drapst á öllum fjórum hreyflum hennar hverjum á eftir öðrum. Vélin missti mikla hæð. Fór neðar og neðar en loks tókst að ræsa þrjá af hreyflunum aftur og vélin lenti heilu og höldnu í Jakarta í Indónesíu. Rannsókn leiddi í ljós að hún hafði flogið inn í gosmökk frá eldfjallinu Galung-gung á eynni Jövu. Askan hafði stíflað hreyflana. Farþegaflugvélar eru búnar öflugum ratsjártækjum. En í mikilli hæð er askan mjög dreifð, það eru engir þykkir bólstrar. Hún er auk þess mjög þurr og ratsjárnar fá ekkert endurvarp. Menn hafa því varann á í flugi þegar eldgos eru annarsvegar. Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Sjá meira
Aldrei í sögunni hafa orðið aðrar eins truflanir á flugsamgöngum í norðanverðri Evrópu og með gosinu í Eyjafjallajökli. Sjö lönd hafa alveg lokað lofthelgi sinni og leyfa ekkert flug. Gosið truflar raunar flugsamgöngur um allan heim. Breskri lofthelgi var lokað á hádegi í dag og hún verður lokuð að minnsta kosti til klukkan sjö í fyrramálið. Sömu sögu er að segja á Írlandi í Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Hollandi og Belgíu. París hefur einnig lokað sínum flugvöllum þótt enn sé flogið í suðurhluta Frakklands. Fleiri flugstöðvar geta lokast á næstu klukkustundum eftir því sem askan frá Eyjafjallajökli berst sunnar. Flugstjórnarmiðstöðin Eurocontrol segir að miðað við veðurspár og spár íslenskra jarðfræðinga geti þessi loftrými verið lokuð í tvo sólarhringa. Ekkert í líkingu við þetta hefur nokkrusinni gerst áður. Og þetta hefur ekki aðeins áhrif í Evrópu heldur um allan heim. Fjölmörg flugfélög í Bandaríkjunum, Asíu, Ástralasíu og Afríku fljúga til Evrópu. Það flug legst sjálfkrafa af. Gosið mun því hafa áhrif á ferðir milljóna manna á næstu dögum. Miðað við allt þetta umstang er eðlilegt að fólk spyrji: hvað er það sem er svona hættulegt? Það var árið 1982 sem menn gerðu sér fyrst grein fyrir því að eldgos gætu verið hættuleg flugvélum. Þá var Boeing 747 breiðþota frá British Airways á leið frá Lundúnum til Auckland höfuðborgar Nýja Sjálands með 263 farþega. Vélin var í farflugshæð í 30 þúsund fetum þegar drapst á öllum fjórum hreyflum hennar hverjum á eftir öðrum. Vélin missti mikla hæð. Fór neðar og neðar en loks tókst að ræsa þrjá af hreyflunum aftur og vélin lenti heilu og höldnu í Jakarta í Indónesíu. Rannsókn leiddi í ljós að hún hafði flogið inn í gosmökk frá eldfjallinu Galung-gung á eynni Jövu. Askan hafði stíflað hreyflana. Farþegaflugvélar eru búnar öflugum ratsjártækjum. En í mikilli hæð er askan mjög dreifð, það eru engir þykkir bólstrar. Hún er auk þess mjög þurr og ratsjárnar fá ekkert endurvarp. Menn hafa því varann á í flugi þegar eldgos eru annarsvegar.
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Mildari spá í kortunum Veður Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Sjá meira