Lára Ólafsdóttir: Verra framundan en skjálftinn í gær Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar 1. ágúst 2009 10:42 Nokkurs titrings gætti meðal fólks vegna skjálftaspár Láru. Kona í Grindavík yfirgaf heimili sitt á mánudag, en engum sögum fer af hvar hún var þegar skjálftinn reið yfir í gær. „Ertu ekki að grínast í mér?," sagði Lára Ólafsdóttir, sjáandi, þegar blaðamaður sagði henni frá jarðskjálftanum sem varð í gærkvöldi klukkan 23:46 á Krýsuvíkursvæðinu, 3,1 á Richter. Lára spáði skjálfta síðastliðinn mánudag klukkan 23:15, en honum virðist hafa seinkað um nokkra daga. „Það hlaut að vera. Sá hlær best sem síðast hlær," segir Lára og hlær glöð í bragði. „Þessvegna svaf ég svona vel í nótt, ég hef ekki sofið svona vel í marga mánuði." Lára segist hafa orðið fyrir miklu áreiti síðan hún spáði skjálftanum og ekkert gerðist. Nú hafi hann hinsvegar riðið yfir. „Ég sagði þetta!" segir Lára Hún segir gærkvöldið bara byrjunina, og næst komi eldgos. Hún segir jarðhræringarnar þó ekki það versta sem sé í vændum, heldur sjái hún annan og miklu verri atburð framundan. Honum vill hún ekki segja fréttastofu frá eftir viðbrögð fólks síðast, en segist hins vegar ætla að vara yfirvöld við strax eftir helgi. „Ég fór í kirkju fyrir nokkrum dögum og bað fyrir allri þjóðinni. Þetta geri ég því mér er ekki sama." „Ég get sagt þér eitt elskan mín, og hlustaðu nú vel. Ég vil ekkert fá þetta orð á mig, að vera spámiðill eða sjáandi. Ég er bara Lára Ólafsdóttir, með næmni sem ég deili með þjóðinni þar sem mér er ekki sama," segir Lára og biður fólk einfaldlega um að hlusta og vera tilbúið. Tengdar fréttir Jarðskjálfti fannst út á Seltjarnarnes Jarðskjálfti reið yfir um korter í ellefu rúma fjóra kílómetra austur af Keili. Skjálfinn var 3,1 að stærð samkvæmt sjálfvirkum skjálftamælingum Veðurstofunnar og fannst inn til Reykjavíkur, allt út á Seltjarnarnes. 31. júlí 2009 23:52 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
„Ertu ekki að grínast í mér?," sagði Lára Ólafsdóttir, sjáandi, þegar blaðamaður sagði henni frá jarðskjálftanum sem varð í gærkvöldi klukkan 23:46 á Krýsuvíkursvæðinu, 3,1 á Richter. Lára spáði skjálfta síðastliðinn mánudag klukkan 23:15, en honum virðist hafa seinkað um nokkra daga. „Það hlaut að vera. Sá hlær best sem síðast hlær," segir Lára og hlær glöð í bragði. „Þessvegna svaf ég svona vel í nótt, ég hef ekki sofið svona vel í marga mánuði." Lára segist hafa orðið fyrir miklu áreiti síðan hún spáði skjálftanum og ekkert gerðist. Nú hafi hann hinsvegar riðið yfir. „Ég sagði þetta!" segir Lára Hún segir gærkvöldið bara byrjunina, og næst komi eldgos. Hún segir jarðhræringarnar þó ekki það versta sem sé í vændum, heldur sjái hún annan og miklu verri atburð framundan. Honum vill hún ekki segja fréttastofu frá eftir viðbrögð fólks síðast, en segist hins vegar ætla að vara yfirvöld við strax eftir helgi. „Ég fór í kirkju fyrir nokkrum dögum og bað fyrir allri þjóðinni. Þetta geri ég því mér er ekki sama." „Ég get sagt þér eitt elskan mín, og hlustaðu nú vel. Ég vil ekkert fá þetta orð á mig, að vera spámiðill eða sjáandi. Ég er bara Lára Ólafsdóttir, með næmni sem ég deili með þjóðinni þar sem mér er ekki sama," segir Lára og biður fólk einfaldlega um að hlusta og vera tilbúið.
Tengdar fréttir Jarðskjálfti fannst út á Seltjarnarnes Jarðskjálfti reið yfir um korter í ellefu rúma fjóra kílómetra austur af Keili. Skjálfinn var 3,1 að stærð samkvæmt sjálfvirkum skjálftamælingum Veðurstofunnar og fannst inn til Reykjavíkur, allt út á Seltjarnarnes. 31. júlí 2009 23:52 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
Jarðskjálfti fannst út á Seltjarnarnes Jarðskjálfti reið yfir um korter í ellefu rúma fjóra kílómetra austur af Keili. Skjálfinn var 3,1 að stærð samkvæmt sjálfvirkum skjálftamælingum Veðurstofunnar og fannst inn til Reykjavíkur, allt út á Seltjarnarnes. 31. júlí 2009 23:52