Stefáns Karls minnst um allan heim Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. ágúst 2018 00:15 Óhætt er að segja að Stefán Karl Stefánsson leikari hafi snert hjörtu þjóðarinnar undanfarin ár. Stefán Karl féll frá í gær en leikarinn 43 ára hafði barist við illvígt gallgangakrabbamein í tvö ár. Samúðarkveðjum og minningarorðum rignir á samfélagsmiðlum, hvort sem er á Facebook, Instagram eða Twitter, og jafnt frá samferðafólki hans í listaheiminum, æskuvinir eða fólk sem þekkti hann ekki persónulega en hann hafði áhrif á. „Hann var stórkostlegur listamaður og ég varð þess heiðurs aðnjótandi að vinna nokkrum sinnum með honum og okkur varð vel til vina. Framlag hans til menningarmála og eineltisumræðunnar verður seint fullþakkað,“ segir píanóleikarinn Jón Ólafsson. „Ég var þeirra gæfu aðnjótandi að kynnast honum þegar við vorum ráðin í Litlu Hryllingsbúðina í Borgarleikhúsinu árið 1999. Það var hans fyrsta stóra hlutverk eftir útskrift og mín fyrstu spor í leikhúsi. Tannlæknirinn og öll hlutverkin sem hann skellti sér í að okkur fannst áreynslulaust er ógleymanlegt og finnst mér ég hafa verið heppin að hafa fengið að vera samferða honum. Innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldu hans,“ segir söngkonan Regína Ósk. Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður pírata, segir að heimurinn hafi skyndilega orðið fátækari. „Stefán Karl var fyndnasti maður sem ég hef kynnst, svo ótrúlega skapandi í hugsun og tilbúinn að berjast fyrir réttindum annarra. Hann var fyrirmynd fjölda fólks út um allan heim. Hann kom vandamálum þeim er tengjast einelti í umræðuna, þegar lítið var að gert í þeim málaflokki. En síðast en ekki síst var svo fallegt og gefandi að fylgjast með honum sem fjölskylduföður og hinu fallega sambandi sem hann og Steina höfðu þróað og ræktað.“ Söngvarinn og eftirherman Eyþór Ingi Gunnlaugsson segist hafa legið í kasti í hvert skipti sem hann hitti Stefán. Svo fyndinn hafi hann verið. „Comical Genius á heimsmælihvarða og ekki bara það heldur frábær söngvari , eftirherma , leikari og með eindæmum góð sál. Listamaður sem ég leit og lít en upp til. Elsku Stefan minn ég er enþá á leiðini í kaffi. Ég skammast mín svoltið fyrir það. Ég var og er lika enþá að bíða eftir einhverju kraftaverki. Ég var heppinn að fá að kynnast Þér aðeins og við unnum líka aðeins samann. Ég naut þess og lærði mikið af þvi. Takk fyrir peppið , vinskapinn , athyglisbrestin, húmorinn og listina. Þetta er mikill missir.“ Ólafur Darri Ólafsson leikari segir erfitt að hugsa sér heiminn án Stebba, hans verði sárt saknað. Hann sendir fjölskyldu Stefáns Karls samúðarkveðjur líkt og Hildur Eir Bolladóttir prestur. „Stefán var einstaklega hæfileikaríkur leikari og kraftmikil og sjarmerandi manneskja, eitthvað óvenju heiðarlegt og fallegt við framgöngu hans hvort sem var á sviði eða hvar sem hann lét til sín taka í þjóðlífinu. Í veikindunum gaf hann okkur sem álengdar stóðum dýrmæta gjöf, hann talaði nefnilega um dauðann eins og dauðinn á skilið, af hispursleysi og húmor og þannig setti hann lífið og vonina í forgang okkur til huggunar og blessunar. Takk Stefán Karl,“ segir Hildur Eir. Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, þakkar fyrir sig. „Takk fyrir allt þitt örlæti og endalausa mannúð sem þú sýndir á svo mörgum sviðum. Takk fyrir listina og húmorinn.“ Jóna Hrönn Bolladóttir prestur kynntist Stefáni í gegnum samtökin Regnbogabörn. „Ég var svo lánsöm þegar ég þjónaði sem miðborgarprestur að Stefán fékk mig í stjórn Regnbogabarna. Það var hreint frábært að starfa með honum að þessum mikilvæga málflokki, þvílíkar hugsjónir, kraftur og einlægni. Við áttum djúp samtöl um afleiðingar eineltis og jaðarsetningar á fólki. Samstaða hans og skilningur var fölvskalaus og það var ekki hægt annað en að hrífast með og leggja sitt á vogaskálarnar. Ég er þakklát fyrir persónu hans, líf, list og ekki síst hugsjónir.“ Gísli Marteinn Baldursson sjónvarpsmaður minnist þess þegar hann kynntist Stefáni Karli þegar hann var enn í leiklistarskólanum. „Rúnar Freyr Gíslason kom með Stefán eins og stormsveip inn í vinahópinn með sínar eftirhermur, orku og hæfileika sem við vorum svo heppin að fá að sjá þróast og marga karakterana enda á sviði Þjóðleikhússins, í skaupum eða á Broadway. Við höfðum aldrei séð neitt þessu líkt áður og munum því miður aldrei sjá þetta aftur. Hvíl í friði gamli vin.“ Mikill fjöldi erlendra aðdáenda minnist Stefáns Karls sömuleiðis og fjallað hefur verið um andlát hans í stærstu miðlum heimsins.In honor of Stefán Karl Stefánsson (aka Robbie Rotten) passing away. Enjoy this video of him singing 'We Are Number One' live. He will be missed :( pic.twitter.com/PTm2AGLK4I— ᵃˢʰˡᶤᵉ (@pftweekes) August 21, 2018 stefan karl isn't just a wholeheartedly beloved children's entertainer, but a wonderful example of how internet humor and communities don't always have to devolve into ceaselessly bitter satire, but rather can be a force used for goodi respect him ... a lot. i'll miss him— adri @ home (@cybershoujo) August 21, 2018 Today is a sad day. Stefán Karl Stefánsson, best known for playing Robbie Rotten, has lost his fight with cancer, and has passed away aged 43. A credit to children's TV and a gift to the meme world.Rest in peace Stefán. You will always be Number One.#RobbieRotten pic.twitter.com/vCr2kDLY9x— TheRealXboxNerd (@TheRealXboxNerd) August 21, 2018 Stefan Karl has sadly passed away today. He and his work will always be remembered in our hearts. Rest in peace legend.— Dr. Grandayy (@grande1899) August 21, 2018 Tengdar fréttir Stefán Karl Stefánsson látinn Stefán Karl Stefánsson er látinn 43 ára að aldri. 21. ágúst 2018 18:46 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Sjá meira
Óhætt er að segja að Stefán Karl Stefánsson leikari hafi snert hjörtu þjóðarinnar undanfarin ár. Stefán Karl féll frá í gær en leikarinn 43 ára hafði barist við illvígt gallgangakrabbamein í tvö ár. Samúðarkveðjum og minningarorðum rignir á samfélagsmiðlum, hvort sem er á Facebook, Instagram eða Twitter, og jafnt frá samferðafólki hans í listaheiminum, æskuvinir eða fólk sem þekkti hann ekki persónulega en hann hafði áhrif á. „Hann var stórkostlegur listamaður og ég varð þess heiðurs aðnjótandi að vinna nokkrum sinnum með honum og okkur varð vel til vina. Framlag hans til menningarmála og eineltisumræðunnar verður seint fullþakkað,“ segir píanóleikarinn Jón Ólafsson. „Ég var þeirra gæfu aðnjótandi að kynnast honum þegar við vorum ráðin í Litlu Hryllingsbúðina í Borgarleikhúsinu árið 1999. Það var hans fyrsta stóra hlutverk eftir útskrift og mín fyrstu spor í leikhúsi. Tannlæknirinn og öll hlutverkin sem hann skellti sér í að okkur fannst áreynslulaust er ógleymanlegt og finnst mér ég hafa verið heppin að hafa fengið að vera samferða honum. Innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldu hans,“ segir söngkonan Regína Ósk. Birgitta Jónsdóttir, fyrrverandi þingmaður pírata, segir að heimurinn hafi skyndilega orðið fátækari. „Stefán Karl var fyndnasti maður sem ég hef kynnst, svo ótrúlega skapandi í hugsun og tilbúinn að berjast fyrir réttindum annarra. Hann var fyrirmynd fjölda fólks út um allan heim. Hann kom vandamálum þeim er tengjast einelti í umræðuna, þegar lítið var að gert í þeim málaflokki. En síðast en ekki síst var svo fallegt og gefandi að fylgjast með honum sem fjölskylduföður og hinu fallega sambandi sem hann og Steina höfðu þróað og ræktað.“ Söngvarinn og eftirherman Eyþór Ingi Gunnlaugsson segist hafa legið í kasti í hvert skipti sem hann hitti Stefán. Svo fyndinn hafi hann verið. „Comical Genius á heimsmælihvarða og ekki bara það heldur frábær söngvari , eftirherma , leikari og með eindæmum góð sál. Listamaður sem ég leit og lít en upp til. Elsku Stefan minn ég er enþá á leiðini í kaffi. Ég skammast mín svoltið fyrir það. Ég var og er lika enþá að bíða eftir einhverju kraftaverki. Ég var heppinn að fá að kynnast Þér aðeins og við unnum líka aðeins samann. Ég naut þess og lærði mikið af þvi. Takk fyrir peppið , vinskapinn , athyglisbrestin, húmorinn og listina. Þetta er mikill missir.“ Ólafur Darri Ólafsson leikari segir erfitt að hugsa sér heiminn án Stebba, hans verði sárt saknað. Hann sendir fjölskyldu Stefáns Karls samúðarkveðjur líkt og Hildur Eir Bolladóttir prestur. „Stefán var einstaklega hæfileikaríkur leikari og kraftmikil og sjarmerandi manneskja, eitthvað óvenju heiðarlegt og fallegt við framgöngu hans hvort sem var á sviði eða hvar sem hann lét til sín taka í þjóðlífinu. Í veikindunum gaf hann okkur sem álengdar stóðum dýrmæta gjöf, hann talaði nefnilega um dauðann eins og dauðinn á skilið, af hispursleysi og húmor og þannig setti hann lífið og vonina í forgang okkur til huggunar og blessunar. Takk Stefán Karl,“ segir Hildur Eir. Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, þakkar fyrir sig. „Takk fyrir allt þitt örlæti og endalausa mannúð sem þú sýndir á svo mörgum sviðum. Takk fyrir listina og húmorinn.“ Jóna Hrönn Bolladóttir prestur kynntist Stefáni í gegnum samtökin Regnbogabörn. „Ég var svo lánsöm þegar ég þjónaði sem miðborgarprestur að Stefán fékk mig í stjórn Regnbogabarna. Það var hreint frábært að starfa með honum að þessum mikilvæga málflokki, þvílíkar hugsjónir, kraftur og einlægni. Við áttum djúp samtöl um afleiðingar eineltis og jaðarsetningar á fólki. Samstaða hans og skilningur var fölvskalaus og það var ekki hægt annað en að hrífast með og leggja sitt á vogaskálarnar. Ég er þakklát fyrir persónu hans, líf, list og ekki síst hugsjónir.“ Gísli Marteinn Baldursson sjónvarpsmaður minnist þess þegar hann kynntist Stefáni Karli þegar hann var enn í leiklistarskólanum. „Rúnar Freyr Gíslason kom með Stefán eins og stormsveip inn í vinahópinn með sínar eftirhermur, orku og hæfileika sem við vorum svo heppin að fá að sjá þróast og marga karakterana enda á sviði Þjóðleikhússins, í skaupum eða á Broadway. Við höfðum aldrei séð neitt þessu líkt áður og munum því miður aldrei sjá þetta aftur. Hvíl í friði gamli vin.“ Mikill fjöldi erlendra aðdáenda minnist Stefáns Karls sömuleiðis og fjallað hefur verið um andlát hans í stærstu miðlum heimsins.In honor of Stefán Karl Stefánsson (aka Robbie Rotten) passing away. Enjoy this video of him singing 'We Are Number One' live. He will be missed :( pic.twitter.com/PTm2AGLK4I— ᵃˢʰˡᶤᵉ (@pftweekes) August 21, 2018 stefan karl isn't just a wholeheartedly beloved children's entertainer, but a wonderful example of how internet humor and communities don't always have to devolve into ceaselessly bitter satire, but rather can be a force used for goodi respect him ... a lot. i'll miss him— adri @ home (@cybershoujo) August 21, 2018 Today is a sad day. Stefán Karl Stefánsson, best known for playing Robbie Rotten, has lost his fight with cancer, and has passed away aged 43. A credit to children's TV and a gift to the meme world.Rest in peace Stefán. You will always be Number One.#RobbieRotten pic.twitter.com/vCr2kDLY9x— TheRealXboxNerd (@TheRealXboxNerd) August 21, 2018 Stefan Karl has sadly passed away today. He and his work will always be remembered in our hearts. Rest in peace legend.— Dr. Grandayy (@grande1899) August 21, 2018
Tengdar fréttir Stefán Karl Stefánsson látinn Stefán Karl Stefánsson er látinn 43 ára að aldri. 21. ágúst 2018 18:46 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Sjá meira