Sýnir afrakstur Asíureisu á Skólavörðustíg 9. ágúst 2012 08:00 Baldur Kristjánsson ljósmyndari. Mynd/Anton Brink „Að hafa sýninguna utandyra er í ætt við ferðalagið sjálft og gerir það líka að verkum að fleiri sjá myndirnar," segir ljósmyndarinn Baldur Kristjánsson sem opnar ljósmyndasýninguna Austur fyrir fjall á göngugötu Skólavörðustígs í kvöld. Sýningin er sú fyrsta sem Baldur heldur en hann hefur getið sér gott orð sem auglýsingaljósmyndari undanfarin ár. Á sýningunni eru fjörutíu ljósmyndir sem Baldur tók á bakpokaferðalagi sínu um Asíu fyrir tveimur árum. „Ég kalla þetta „umhverfisportrettmyndir" af fólki sem varð á vegi mínum í Nepal, Tíbet, Víetnam, Kambódíu og á Indlandi. Myndirnar sýna fólk í sínu náttúrulega umhverfi, eins og það kom mér fyrir sjónir," segir Baldur sem hefur látið sérsmíða sérstaka standa fyrir myndirnar svo þær njóti sín sem best í stórri upplausn. „Ég pældi mjög mikið í staðsetningunni áður en ég fann þá réttu en ég er sjálfur að vinna á Skólavörðustíg og finnst hún án vafa vera ein skemmtilegasta gata bæjarins." Sýningin verður opnuð í kvöld klukkan 20 og stendur til 19. ágúst. Baldur blæs til opnunarteitis á efri hæðinni á Sólon í tilefni dagsins. „Þessa stundina er ein mynd í uppáhaldi hjá mér en það er mynd sem ég tók á Killing Fields" í Kambódíu en þar voru framin hrottaleg fjöldamorð. Þar sá ég litla stelpu hinum megin við girðingu sem horfði inn á svæðið en ég náði að smella af einni mynd áður en hún lét sig hverfa. Þessi mynd situr eftir," segir Baldur.Eitthvað sem þú vilt koma á framfæri að lokum? „Myndirnar á sýningunni eru til sölu á baldurkristjans.is og jú, lengi lifi Þróttur." -áp Menning Mest lesið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Taylor Swift trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
„Að hafa sýninguna utandyra er í ætt við ferðalagið sjálft og gerir það líka að verkum að fleiri sjá myndirnar," segir ljósmyndarinn Baldur Kristjánsson sem opnar ljósmyndasýninguna Austur fyrir fjall á göngugötu Skólavörðustígs í kvöld. Sýningin er sú fyrsta sem Baldur heldur en hann hefur getið sér gott orð sem auglýsingaljósmyndari undanfarin ár. Á sýningunni eru fjörutíu ljósmyndir sem Baldur tók á bakpokaferðalagi sínu um Asíu fyrir tveimur árum. „Ég kalla þetta „umhverfisportrettmyndir" af fólki sem varð á vegi mínum í Nepal, Tíbet, Víetnam, Kambódíu og á Indlandi. Myndirnar sýna fólk í sínu náttúrulega umhverfi, eins og það kom mér fyrir sjónir," segir Baldur sem hefur látið sérsmíða sérstaka standa fyrir myndirnar svo þær njóti sín sem best í stórri upplausn. „Ég pældi mjög mikið í staðsetningunni áður en ég fann þá réttu en ég er sjálfur að vinna á Skólavörðustíg og finnst hún án vafa vera ein skemmtilegasta gata bæjarins." Sýningin verður opnuð í kvöld klukkan 20 og stendur til 19. ágúst. Baldur blæs til opnunarteitis á efri hæðinni á Sólon í tilefni dagsins. „Þessa stundina er ein mynd í uppáhaldi hjá mér en það er mynd sem ég tók á Killing Fields" í Kambódíu en þar voru framin hrottaleg fjöldamorð. Þar sá ég litla stelpu hinum megin við girðingu sem horfði inn á svæðið en ég náði að smella af einni mynd áður en hún lét sig hverfa. Þessi mynd situr eftir," segir Baldur.Eitthvað sem þú vilt koma á framfæri að lokum? „Myndirnar á sýningunni eru til sölu á baldurkristjans.is og jú, lengi lifi Þróttur." -áp
Menning Mest lesið Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Lífið Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Lífið Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Taylor Swift trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira