Hilary Swank og Philip Schneider gengin í það heilaga: „Draumur sem rættist“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. ágúst 2018 18:53 Hilary Swank giftist ástinni í lífi sínu um helgina. Vísir/getty Bandaríska leikkonan Hilary Swank giftist Philip Schneider í Kaliforníu um helgina. Parið vildi lágstemmt brúðkaup og því fór athöfnin leynilega fram. Aðeins nánustu vinir og ættingjar voru viðstaddir þegar parið gekk í heilagt hjónaband. „Þetta var algjörlega tímalaust,“ sagði Swank um stóra daginn. „Það er eina leiðin sem ég get lýst þessu. Ég er gríðarlega þakklát fyrir að hafa gifst manni drauma minna frammi fyrir öllum þeim sem við elskum svo heitt.“ Swank segir að þetta skref í sambandi þeirra Schneiders hafi verið draumur sem rættist. Hilary Swank hefur tvívegis hlotið hin virtu Óskarsverðlaun fyrir frammistöðu sína á hvíta tjaldinu en hún kynntist Schneider á blindu stefnumóti árið 2016. Að hálfu ári liðnu voru þau trúlofuð. Leikarinn Misha Collins, sem þekktastur er fyrir frammistöðu sína í þáttaröðinni Supernatural, kom Swank og Schneider fyrst saman. Það kom því engum á óvart að hann yrði með mikilvægt hlutverk í brúðkaupinu en hann var svaramaður. Aðalleikkona lögfræðiþáttanna Law & Order: SVU Mariska Hargitay var brúðarmær í brúðkaupinu svo það má með sanni segja að athöfnin hafi verið stjörnum prýdd þó svo að brúðkaupið hafi vissulega verið lágstemmt og rómantískt. Swank klæddist brúðarkjól frá hönnuðinum Elie Saab. „Ég hef verið hugfangin af hönnun Elie Saab í mörg ár og var himinlifandi þegar ég fékk hann til að hanna kjólinn minn,“ segir Swank sem vildi rómantískan og sígildan kjól. Á Vogue er hægt að nálgast ljósmyndir úr brúðkaupinu. Congratulations to my dearest friends Philip and @HilarySwank on your beautiful wedding. Wishing you an eternity of happiness. https://t.co/F52GQC65K6— Misha Collins (@mishacollins) August 21, 2018 Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Elskar að bera klúta Lífið Fleiri fréttir Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sjá meira
Bandaríska leikkonan Hilary Swank giftist Philip Schneider í Kaliforníu um helgina. Parið vildi lágstemmt brúðkaup og því fór athöfnin leynilega fram. Aðeins nánustu vinir og ættingjar voru viðstaddir þegar parið gekk í heilagt hjónaband. „Þetta var algjörlega tímalaust,“ sagði Swank um stóra daginn. „Það er eina leiðin sem ég get lýst þessu. Ég er gríðarlega þakklát fyrir að hafa gifst manni drauma minna frammi fyrir öllum þeim sem við elskum svo heitt.“ Swank segir að þetta skref í sambandi þeirra Schneiders hafi verið draumur sem rættist. Hilary Swank hefur tvívegis hlotið hin virtu Óskarsverðlaun fyrir frammistöðu sína á hvíta tjaldinu en hún kynntist Schneider á blindu stefnumóti árið 2016. Að hálfu ári liðnu voru þau trúlofuð. Leikarinn Misha Collins, sem þekktastur er fyrir frammistöðu sína í þáttaröðinni Supernatural, kom Swank og Schneider fyrst saman. Það kom því engum á óvart að hann yrði með mikilvægt hlutverk í brúðkaupinu en hann var svaramaður. Aðalleikkona lögfræðiþáttanna Law & Order: SVU Mariska Hargitay var brúðarmær í brúðkaupinu svo það má með sanni segja að athöfnin hafi verið stjörnum prýdd þó svo að brúðkaupið hafi vissulega verið lágstemmt og rómantískt. Swank klæddist brúðarkjól frá hönnuðinum Elie Saab. „Ég hef verið hugfangin af hönnun Elie Saab í mörg ár og var himinlifandi þegar ég fékk hann til að hanna kjólinn minn,“ segir Swank sem vildi rómantískan og sígildan kjól. Á Vogue er hægt að nálgast ljósmyndir úr brúðkaupinu. Congratulations to my dearest friends Philip and @HilarySwank on your beautiful wedding. Wishing you an eternity of happiness. https://t.co/F52GQC65K6— Misha Collins (@mishacollins) August 21, 2018
Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Elskar að bera klúta Lífið Fleiri fréttir Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sjá meira