Hilary Swank og Philip Schneider gengin í það heilaga: „Draumur sem rættist“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. ágúst 2018 18:53 Hilary Swank giftist ástinni í lífi sínu um helgina. Vísir/getty Bandaríska leikkonan Hilary Swank giftist Philip Schneider í Kaliforníu um helgina. Parið vildi lágstemmt brúðkaup og því fór athöfnin leynilega fram. Aðeins nánustu vinir og ættingjar voru viðstaddir þegar parið gekk í heilagt hjónaband. „Þetta var algjörlega tímalaust,“ sagði Swank um stóra daginn. „Það er eina leiðin sem ég get lýst þessu. Ég er gríðarlega þakklát fyrir að hafa gifst manni drauma minna frammi fyrir öllum þeim sem við elskum svo heitt.“ Swank segir að þetta skref í sambandi þeirra Schneiders hafi verið draumur sem rættist. Hilary Swank hefur tvívegis hlotið hin virtu Óskarsverðlaun fyrir frammistöðu sína á hvíta tjaldinu en hún kynntist Schneider á blindu stefnumóti árið 2016. Að hálfu ári liðnu voru þau trúlofuð. Leikarinn Misha Collins, sem þekktastur er fyrir frammistöðu sína í þáttaröðinni Supernatural, kom Swank og Schneider fyrst saman. Það kom því engum á óvart að hann yrði með mikilvægt hlutverk í brúðkaupinu en hann var svaramaður. Aðalleikkona lögfræðiþáttanna Law & Order: SVU Mariska Hargitay var brúðarmær í brúðkaupinu svo það má með sanni segja að athöfnin hafi verið stjörnum prýdd þó svo að brúðkaupið hafi vissulega verið lágstemmt og rómantískt. Swank klæddist brúðarkjól frá hönnuðinum Elie Saab. „Ég hef verið hugfangin af hönnun Elie Saab í mörg ár og var himinlifandi þegar ég fékk hann til að hanna kjólinn minn,“ segir Swank sem vildi rómantískan og sígildan kjól. Á Vogue er hægt að nálgast ljósmyndir úr brúðkaupinu. Congratulations to my dearest friends Philip and @HilarySwank on your beautiful wedding. Wishing you an eternity of happiness. https://t.co/F52GQC65K6— Misha Collins (@mishacollins) August 21, 2018 Mest lesið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Sjá meira
Bandaríska leikkonan Hilary Swank giftist Philip Schneider í Kaliforníu um helgina. Parið vildi lágstemmt brúðkaup og því fór athöfnin leynilega fram. Aðeins nánustu vinir og ættingjar voru viðstaddir þegar parið gekk í heilagt hjónaband. „Þetta var algjörlega tímalaust,“ sagði Swank um stóra daginn. „Það er eina leiðin sem ég get lýst þessu. Ég er gríðarlega þakklát fyrir að hafa gifst manni drauma minna frammi fyrir öllum þeim sem við elskum svo heitt.“ Swank segir að þetta skref í sambandi þeirra Schneiders hafi verið draumur sem rættist. Hilary Swank hefur tvívegis hlotið hin virtu Óskarsverðlaun fyrir frammistöðu sína á hvíta tjaldinu en hún kynntist Schneider á blindu stefnumóti árið 2016. Að hálfu ári liðnu voru þau trúlofuð. Leikarinn Misha Collins, sem þekktastur er fyrir frammistöðu sína í þáttaröðinni Supernatural, kom Swank og Schneider fyrst saman. Það kom því engum á óvart að hann yrði með mikilvægt hlutverk í brúðkaupinu en hann var svaramaður. Aðalleikkona lögfræðiþáttanna Law & Order: SVU Mariska Hargitay var brúðarmær í brúðkaupinu svo það má með sanni segja að athöfnin hafi verið stjörnum prýdd þó svo að brúðkaupið hafi vissulega verið lágstemmt og rómantískt. Swank klæddist brúðarkjól frá hönnuðinum Elie Saab. „Ég hef verið hugfangin af hönnun Elie Saab í mörg ár og var himinlifandi þegar ég fékk hann til að hanna kjólinn minn,“ segir Swank sem vildi rómantískan og sígildan kjól. Á Vogue er hægt að nálgast ljósmyndir úr brúðkaupinu. Congratulations to my dearest friends Philip and @HilarySwank on your beautiful wedding. Wishing you an eternity of happiness. https://t.co/F52GQC65K6— Misha Collins (@mishacollins) August 21, 2018
Mest lesið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Sjá meira