Hilary Swank og Philip Schneider gengin í það heilaga: „Draumur sem rættist“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. ágúst 2018 18:53 Hilary Swank giftist ástinni í lífi sínu um helgina. Vísir/getty Bandaríska leikkonan Hilary Swank giftist Philip Schneider í Kaliforníu um helgina. Parið vildi lágstemmt brúðkaup og því fór athöfnin leynilega fram. Aðeins nánustu vinir og ættingjar voru viðstaddir þegar parið gekk í heilagt hjónaband. „Þetta var algjörlega tímalaust,“ sagði Swank um stóra daginn. „Það er eina leiðin sem ég get lýst þessu. Ég er gríðarlega þakklát fyrir að hafa gifst manni drauma minna frammi fyrir öllum þeim sem við elskum svo heitt.“ Swank segir að þetta skref í sambandi þeirra Schneiders hafi verið draumur sem rættist. Hilary Swank hefur tvívegis hlotið hin virtu Óskarsverðlaun fyrir frammistöðu sína á hvíta tjaldinu en hún kynntist Schneider á blindu stefnumóti árið 2016. Að hálfu ári liðnu voru þau trúlofuð. Leikarinn Misha Collins, sem þekktastur er fyrir frammistöðu sína í þáttaröðinni Supernatural, kom Swank og Schneider fyrst saman. Það kom því engum á óvart að hann yrði með mikilvægt hlutverk í brúðkaupinu en hann var svaramaður. Aðalleikkona lögfræðiþáttanna Law & Order: SVU Mariska Hargitay var brúðarmær í brúðkaupinu svo það má með sanni segja að athöfnin hafi verið stjörnum prýdd þó svo að brúðkaupið hafi vissulega verið lágstemmt og rómantískt. Swank klæddist brúðarkjól frá hönnuðinum Elie Saab. „Ég hef verið hugfangin af hönnun Elie Saab í mörg ár og var himinlifandi þegar ég fékk hann til að hanna kjólinn minn,“ segir Swank sem vildi rómantískan og sígildan kjól. Á Vogue er hægt að nálgast ljósmyndir úr brúðkaupinu. Congratulations to my dearest friends Philip and @HilarySwank on your beautiful wedding. Wishing you an eternity of happiness. https://t.co/F52GQC65K6— Misha Collins (@mishacollins) August 21, 2018 Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Fleiri fréttir Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Sjá meira
Bandaríska leikkonan Hilary Swank giftist Philip Schneider í Kaliforníu um helgina. Parið vildi lágstemmt brúðkaup og því fór athöfnin leynilega fram. Aðeins nánustu vinir og ættingjar voru viðstaddir þegar parið gekk í heilagt hjónaband. „Þetta var algjörlega tímalaust,“ sagði Swank um stóra daginn. „Það er eina leiðin sem ég get lýst þessu. Ég er gríðarlega þakklát fyrir að hafa gifst manni drauma minna frammi fyrir öllum þeim sem við elskum svo heitt.“ Swank segir að þetta skref í sambandi þeirra Schneiders hafi verið draumur sem rættist. Hilary Swank hefur tvívegis hlotið hin virtu Óskarsverðlaun fyrir frammistöðu sína á hvíta tjaldinu en hún kynntist Schneider á blindu stefnumóti árið 2016. Að hálfu ári liðnu voru þau trúlofuð. Leikarinn Misha Collins, sem þekktastur er fyrir frammistöðu sína í þáttaröðinni Supernatural, kom Swank og Schneider fyrst saman. Það kom því engum á óvart að hann yrði með mikilvægt hlutverk í brúðkaupinu en hann var svaramaður. Aðalleikkona lögfræðiþáttanna Law & Order: SVU Mariska Hargitay var brúðarmær í brúðkaupinu svo það má með sanni segja að athöfnin hafi verið stjörnum prýdd þó svo að brúðkaupið hafi vissulega verið lágstemmt og rómantískt. Swank klæddist brúðarkjól frá hönnuðinum Elie Saab. „Ég hef verið hugfangin af hönnun Elie Saab í mörg ár og var himinlifandi þegar ég fékk hann til að hanna kjólinn minn,“ segir Swank sem vildi rómantískan og sígildan kjól. Á Vogue er hægt að nálgast ljósmyndir úr brúðkaupinu. Congratulations to my dearest friends Philip and @HilarySwank on your beautiful wedding. Wishing you an eternity of happiness. https://t.co/F52GQC65K6— Misha Collins (@mishacollins) August 21, 2018
Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Fleiri fréttir Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Sjá meira