Harmar aðild að hrottalegri árás 29. apríl 2005 00:01 Pilturinn sem skotið var á með loftbyssu á Vaðlaheiðinni, segist ætla að standa við kæruna á hendur árásarmönnum sínum en harmar jafnframt þann þátt sem hann átti í annarri hrottalegri árás á pilt á svipuðu reki. Pilturinn segist búinn að ná sér eftir að hafa fengið í sig ellefu skot úr loftbyssu. Árásarmennirnir sögðu hann skulda þeim peninga fyrir fíkniefni. En skuldar hann þeim enn eða er hann búinn að ganga frá sínum málum við árásarmennina? Hann segir að hann ætli ekki að borga þeim neitt eftir árásina. Hann hafi átt að borga skuldina daginn eftir að hann var skotinn og hann hefði getað gert það hefðu þeir sleppt því að fara svona með hann. Honum finnist hann hafa tekið greiðsluna út og miklu meira en það með árásinni. Aðspuður hvort árásarmennirnir hafi þrýst á hann að draga kæruna á hendur þeim til baka segir hann að þeir hafi aðeins reynt það. Litið er á piltinn sem fórnarlamb í þessu máli enda árásin hrottaleg. Hins vegar berast fregnir af því að hann hafi sjálfur átt þátt í annarri hrottalegri árás á dreng sem síðan var skilinn eftir í blóði sínu á bílastæði. Spurður hvað hann vilji segja um það segir pilturinn að málið hafi farið algjörlega úr böndunum. Honum þyki mjög leiðinlegt hvernig farið hafi þar, en hann hafi beðið strákinn mörgum sinnum afsökunar. Pilturinn segist hvorki hafa sparkað í andlitið á stráknum né í hann liggjandi, hann hafi ekki stappað á hausnum á honum en hins vegar hafi hann hjálpað til við að koma honum úr buxunum og slegið hann með flötum lófa ásamt því að aka bílnum sem árásarmennirnir voru á. Hann segir að árásarmennirnir hafi fengið fregnir af því að strákurinn hafi gefið 13 ára systur eins þeirra hass og reynt við hana. Þeir hafi allir verið á fíkniefnum og því hafi barsmíðarnar algjörlega farið úr böndunum. Þetta hafi aldrei átt að fara svona langt því upphaflegt markmið hafi verið að hræða hann. Pilturinn segist reiðubúinn að taka afleiðingum gjörða sinna og mæta fyrir dóm vegna árásarinnar. Hann ætlar einnig að standa við sína kæru hvernig sem fer. Hann ætlaði einnig að mæta á mótmælin gegn ofbeldi á Ráðhústorginu og sagðist taka skilaboðin til sín. Aðspurður hvað hann hyggist nú gera segir pilturinn að um leið og hann hafi fengið á hreint að strákarnir sem réðust á hann ætli að láta hann vera ætli hann beint í meðferð. Hann sé bláedrú núna og hafi verið það síðan hann hafi komið af Stuðlum. Hann ætli að halda því áfram því hann viti hvernig hlutirnir endi ef hann haldi neyslunni áfram. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Pilturinn sem skotið var á með loftbyssu á Vaðlaheiðinni, segist ætla að standa við kæruna á hendur árásarmönnum sínum en harmar jafnframt þann þátt sem hann átti í annarri hrottalegri árás á pilt á svipuðu reki. Pilturinn segist búinn að ná sér eftir að hafa fengið í sig ellefu skot úr loftbyssu. Árásarmennirnir sögðu hann skulda þeim peninga fyrir fíkniefni. En skuldar hann þeim enn eða er hann búinn að ganga frá sínum málum við árásarmennina? Hann segir að hann ætli ekki að borga þeim neitt eftir árásina. Hann hafi átt að borga skuldina daginn eftir að hann var skotinn og hann hefði getað gert það hefðu þeir sleppt því að fara svona með hann. Honum finnist hann hafa tekið greiðsluna út og miklu meira en það með árásinni. Aðspuður hvort árásarmennirnir hafi þrýst á hann að draga kæruna á hendur þeim til baka segir hann að þeir hafi aðeins reynt það. Litið er á piltinn sem fórnarlamb í þessu máli enda árásin hrottaleg. Hins vegar berast fregnir af því að hann hafi sjálfur átt þátt í annarri hrottalegri árás á dreng sem síðan var skilinn eftir í blóði sínu á bílastæði. Spurður hvað hann vilji segja um það segir pilturinn að málið hafi farið algjörlega úr böndunum. Honum þyki mjög leiðinlegt hvernig farið hafi þar, en hann hafi beðið strákinn mörgum sinnum afsökunar. Pilturinn segist hvorki hafa sparkað í andlitið á stráknum né í hann liggjandi, hann hafi ekki stappað á hausnum á honum en hins vegar hafi hann hjálpað til við að koma honum úr buxunum og slegið hann með flötum lófa ásamt því að aka bílnum sem árásarmennirnir voru á. Hann segir að árásarmennirnir hafi fengið fregnir af því að strákurinn hafi gefið 13 ára systur eins þeirra hass og reynt við hana. Þeir hafi allir verið á fíkniefnum og því hafi barsmíðarnar algjörlega farið úr böndunum. Þetta hafi aldrei átt að fara svona langt því upphaflegt markmið hafi verið að hræða hann. Pilturinn segist reiðubúinn að taka afleiðingum gjörða sinna og mæta fyrir dóm vegna árásarinnar. Hann ætlar einnig að standa við sína kæru hvernig sem fer. Hann ætlaði einnig að mæta á mótmælin gegn ofbeldi á Ráðhústorginu og sagðist taka skilaboðin til sín. Aðspurður hvað hann hyggist nú gera segir pilturinn að um leið og hann hafi fengið á hreint að strákarnir sem réðust á hann ætli að láta hann vera ætli hann beint í meðferð. Hann sé bláedrú núna og hafi verið það síðan hann hafi komið af Stuðlum. Hann ætli að halda því áfram því hann viti hvernig hlutirnir endi ef hann haldi neyslunni áfram.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira