Harmar aðild að hrottalegri árás 29. apríl 2005 00:01 Pilturinn sem skotið var á með loftbyssu á Vaðlaheiðinni, segist ætla að standa við kæruna á hendur árásarmönnum sínum en harmar jafnframt þann þátt sem hann átti í annarri hrottalegri árás á pilt á svipuðu reki. Pilturinn segist búinn að ná sér eftir að hafa fengið í sig ellefu skot úr loftbyssu. Árásarmennirnir sögðu hann skulda þeim peninga fyrir fíkniefni. En skuldar hann þeim enn eða er hann búinn að ganga frá sínum málum við árásarmennina? Hann segir að hann ætli ekki að borga þeim neitt eftir árásina. Hann hafi átt að borga skuldina daginn eftir að hann var skotinn og hann hefði getað gert það hefðu þeir sleppt því að fara svona með hann. Honum finnist hann hafa tekið greiðsluna út og miklu meira en það með árásinni. Aðspuður hvort árásarmennirnir hafi þrýst á hann að draga kæruna á hendur þeim til baka segir hann að þeir hafi aðeins reynt það. Litið er á piltinn sem fórnarlamb í þessu máli enda árásin hrottaleg. Hins vegar berast fregnir af því að hann hafi sjálfur átt þátt í annarri hrottalegri árás á dreng sem síðan var skilinn eftir í blóði sínu á bílastæði. Spurður hvað hann vilji segja um það segir pilturinn að málið hafi farið algjörlega úr böndunum. Honum þyki mjög leiðinlegt hvernig farið hafi þar, en hann hafi beðið strákinn mörgum sinnum afsökunar. Pilturinn segist hvorki hafa sparkað í andlitið á stráknum né í hann liggjandi, hann hafi ekki stappað á hausnum á honum en hins vegar hafi hann hjálpað til við að koma honum úr buxunum og slegið hann með flötum lófa ásamt því að aka bílnum sem árásarmennirnir voru á. Hann segir að árásarmennirnir hafi fengið fregnir af því að strákurinn hafi gefið 13 ára systur eins þeirra hass og reynt við hana. Þeir hafi allir verið á fíkniefnum og því hafi barsmíðarnar algjörlega farið úr böndunum. Þetta hafi aldrei átt að fara svona langt því upphaflegt markmið hafi verið að hræða hann. Pilturinn segist reiðubúinn að taka afleiðingum gjörða sinna og mæta fyrir dóm vegna árásarinnar. Hann ætlar einnig að standa við sína kæru hvernig sem fer. Hann ætlaði einnig að mæta á mótmælin gegn ofbeldi á Ráðhústorginu og sagðist taka skilaboðin til sín. Aðspurður hvað hann hyggist nú gera segir pilturinn að um leið og hann hafi fengið á hreint að strákarnir sem réðust á hann ætli að láta hann vera ætli hann beint í meðferð. Hann sé bláedrú núna og hafi verið það síðan hann hafi komið af Stuðlum. Hann ætli að halda því áfram því hann viti hvernig hlutirnir endi ef hann haldi neyslunni áfram. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sjá meira
Pilturinn sem skotið var á með loftbyssu á Vaðlaheiðinni, segist ætla að standa við kæruna á hendur árásarmönnum sínum en harmar jafnframt þann þátt sem hann átti í annarri hrottalegri árás á pilt á svipuðu reki. Pilturinn segist búinn að ná sér eftir að hafa fengið í sig ellefu skot úr loftbyssu. Árásarmennirnir sögðu hann skulda þeim peninga fyrir fíkniefni. En skuldar hann þeim enn eða er hann búinn að ganga frá sínum málum við árásarmennina? Hann segir að hann ætli ekki að borga þeim neitt eftir árásina. Hann hafi átt að borga skuldina daginn eftir að hann var skotinn og hann hefði getað gert það hefðu þeir sleppt því að fara svona með hann. Honum finnist hann hafa tekið greiðsluna út og miklu meira en það með árásinni. Aðspuður hvort árásarmennirnir hafi þrýst á hann að draga kæruna á hendur þeim til baka segir hann að þeir hafi aðeins reynt það. Litið er á piltinn sem fórnarlamb í þessu máli enda árásin hrottaleg. Hins vegar berast fregnir af því að hann hafi sjálfur átt þátt í annarri hrottalegri árás á dreng sem síðan var skilinn eftir í blóði sínu á bílastæði. Spurður hvað hann vilji segja um það segir pilturinn að málið hafi farið algjörlega úr böndunum. Honum þyki mjög leiðinlegt hvernig farið hafi þar, en hann hafi beðið strákinn mörgum sinnum afsökunar. Pilturinn segist hvorki hafa sparkað í andlitið á stráknum né í hann liggjandi, hann hafi ekki stappað á hausnum á honum en hins vegar hafi hann hjálpað til við að koma honum úr buxunum og slegið hann með flötum lófa ásamt því að aka bílnum sem árásarmennirnir voru á. Hann segir að árásarmennirnir hafi fengið fregnir af því að strákurinn hafi gefið 13 ára systur eins þeirra hass og reynt við hana. Þeir hafi allir verið á fíkniefnum og því hafi barsmíðarnar algjörlega farið úr böndunum. Þetta hafi aldrei átt að fara svona langt því upphaflegt markmið hafi verið að hræða hann. Pilturinn segist reiðubúinn að taka afleiðingum gjörða sinna og mæta fyrir dóm vegna árásarinnar. Hann ætlar einnig að standa við sína kæru hvernig sem fer. Hann ætlaði einnig að mæta á mótmælin gegn ofbeldi á Ráðhústorginu og sagðist taka skilaboðin til sín. Aðspurður hvað hann hyggist nú gera segir pilturinn að um leið og hann hafi fengið á hreint að strákarnir sem réðust á hann ætli að láta hann vera ætli hann beint í meðferð. Hann sé bláedrú núna og hafi verið það síðan hann hafi komið af Stuðlum. Hann ætli að halda því áfram því hann viti hvernig hlutirnir endi ef hann haldi neyslunni áfram.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fleiri fréttir Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sjá meira