Lífið

Trevor Noah kemur Harry og Meghan til varnar

Samúel Karl Ólason skrifar
Noah fjallaði þó einnig um Elísabetu drottningu og þá staðreynd að hún hafi keyrt sjálf á fjölskyldufund sem haldinn var á dögunum.
Noah fjallaði þó einnig um Elísabetu drottningu og þá staðreynd að hún hafi keyrt sjálf á fjölskyldufund sem haldinn var á dögunum.

Trevor Noah fjallaði um ákvörðun þeirra Harrry Bretaprins og Meghan Markle að slíta sig frá bresku konungsfjölskyldunni í gærkvöldi. Fjallaði hann sérstaklega um það hvernig gula pressan í Bretlandi hefur komið fram við Markle og bar það saman við fréttir sem skrifaðar hafa verið um Kate Middleton, eiginkonu Vilhjálms Bretaprins.

Hann byggði umfjöllun sína að einhverju leyti á samantekt Buzzfeed þar sem niðurstaðan þykir mjög afgerandi og jafnvel sláandi.

Noah fjallaði þó einnig um Elísabetu drottningu og þá staðreynd að hún hafi keyrt sjálf á fjölskyldufund sem haldinn var á dögunum. Með því að setja eitt besta lag Notorious B.I.G. á fóninn, gerði hann myndband af drottningunni keyra mjög fyndið.


Tengdar fréttir

Meghan farin aftur til Kanada

Hertogaynjan af Sussex, Meghan Markle, er farin aftur til Kanada til þess að vera með átta mánaða gömlum syni þeirra Harry Bretaprins, Archie.

Harry og Meghan fá aðlögunartímabil

Elísabet II Bretlandsdrottning segir að lokaákvörðun um framtíðarhlutverk hertogahjónana af Sussex, þeim Harry Bretaprins og Meghan Markle, hjónanna innan bresku konungsfjölskyldunnar verði tekin á næstu dögum. Drottningin hefur samþykkt sérstakt aðlögunartímabil þar sem hjónakornin muni deila tíma sínum á milli Bretlands og Kanada.

Drottningin boðar til fundar vegna Meghan og Harry

Harry Bretaprins og Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, eru meðal þeirra sem Elísabet II Englandsdrottning hefur boðað til fundar á morgun til að ræða framtíðarhlutverk þeirra. Í vikunni tilkynntu hjónin um þá ákvörðun sína að þau ætli sér að fara úr framlínu bresku konungsfjölskyldunnar.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.