Fagnar niðurstöðu Hæstaréttar og segist taka við afsökunarbeiðni á fimmtudögum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. apríl 2020 10:52 Jón Steinar í réttarsal. visir/vilhelm Hæstiréttur hefur staðfest dóm Landsréttar þess efnis að fella skuli úr gildi áminningu Lögmannafélags Íslands á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni hæstaréttarlögmanni og fyrrverandi hæstaréttardómara. Tveir af fimm dómurum Hæstaréttar skiluðu inn sératkvæði og vildu staðfesta dóm héraðsdóms í málinu, sem sýknaði Lögmannafélagið af stefnu Jóns Steinars. Í samtali við Vísi fagnar Jón Steinar niðurstöðu Hæstaréttar. „Það væri nú ágætt að koma því á framfæri við Lögmannafélagið að ég tek við afsökunarbeiðnum á milli 15-17 á fimmtudögum á skrifstofunni minni,“ segir Jón Steinar. Misbauð afgreiðsla dómarans Lögmannafélagið áminnti hann fyrir brot á siðareglum lögmanna vegna tölvupósta sem hann sendi Ingimundi Einarssyni, dómstjóra í Héraðsdómi Reykjavíkur, í lok árs 2017. Ingimundur kvartaði til Lögmannafélagsins vegna málsins en hann sagði það einsýnt að framkoma Jóns hafi brotið í bága við siðareglur lögmanna. Tölvupóstarnir voru vegna dómsmáls sem Jón Steinar vildi fá flýtimeðferð á. Ingimundur hafnaði beiðninni hins vegar á þeim grundvelli að nauðsynleg gögn hefðu ekki fylgt með. Jón Steinar taldi afgreiðslu dómstjórans óásættanlega og á milli þeirra fóru tölvupóstar. Kvartaði Ingimundur til Lögmannafélagsins vegna þessara tölvupósta. Jón Steinar segir að sér hafi misboðið að Ingimundur hafi afgreitt beiðnina á þeim grundvelli að nauðsynleg gögn vantaði með flýtimeðferðarbeiðninni. Um mikið magn skjala hafi verið að ræða því hafi Jón Steinar afráðið að senda skjalalista þannig að Ingimundur gæti haft samband og óskað eftir þeim skjölum sem hann teldi sig þurfa til að taka afstöðu til beiðninnar. „Það var skýrt tekið fram að skjölin fengi hann eftir listanum sem hann bæði um. Þá afgreiðir hann erindið á þeirri forsendu að skjölin hafi ekki fylgt með. Það var út af þessu sem mér misbauð og þetta kemur ekkert fram í dómunum,“ segir Jón Steinar. Meirihluti tók undir dóm Landsréttar Úrskurðarnefnd lögmanna áminnti Jón Steinar vegna málsins. Þetta sætti Jón Steinar sig ekki við og stefndi hann því Lögmannafélaginu. Krafðist hann þess að úrskurður úrskurðarnefndar lögmanna yrði felldur úr gildi. Héraðsdómur tók málið fyrir og taldi Jón Steinar ekki hafa sýnt fram á neinar málsástæður eða lagarök sem leiða ættu til ógildingar. Jón Steinar áfrýjaði málinu til Landsréttar sem sneri dómi héraðsdóms við og felldi áminninguna úr gildi. Niðurstaða Landsréttar byggðist á því að skyldufélag eins og Lögmannafélag Íslands geti ekki átt aðild að kærum til úrskurðarnefndar, þar sem gerðar eru kröfur um refsikenndar ákvarðanir á hendur félagsmönnum vegna samskipta þeirra við aðra. Slík kæruaðild þarfnist skýrrar lagaheimildar. Henni sé ekki til að dreifa í lögum um lögmenn. Lögmannafélagið fékk leyfi til að áfrýja til Hæstaréttar, sem kvað upp dóm sinn í dag. Þrír af fimm settum dómurum í málinu tóku í meginatriðum undir dóm Landsréttar, og var það því niðurstaða Hæstaréttar að dómur Landsréttar skyldi vera óraskaður. Haraldur Henryson og Eggert Óskarsson, settir Hæstaréttardómarar í málinu skiluði hins vegar sératkvæði og vildu þeir staðfesta dóm héraðsdóms í málinu. Dómsmál Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest dóm Landsréttar þess efnis að fella skuli úr gildi áminningu Lögmannafélags Íslands á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni hæstaréttarlögmanni og fyrrverandi hæstaréttardómara. Tveir af fimm dómurum Hæstaréttar skiluðu inn sératkvæði og vildu staðfesta dóm héraðsdóms í málinu, sem sýknaði Lögmannafélagið af stefnu Jóns Steinars. Í samtali við Vísi fagnar Jón Steinar niðurstöðu Hæstaréttar. „Það væri nú ágætt að koma því á framfæri við Lögmannafélagið að ég tek við afsökunarbeiðnum á milli 15-17 á fimmtudögum á skrifstofunni minni,“ segir Jón Steinar. Misbauð afgreiðsla dómarans Lögmannafélagið áminnti hann fyrir brot á siðareglum lögmanna vegna tölvupósta sem hann sendi Ingimundi Einarssyni, dómstjóra í Héraðsdómi Reykjavíkur, í lok árs 2017. Ingimundur kvartaði til Lögmannafélagsins vegna málsins en hann sagði það einsýnt að framkoma Jóns hafi brotið í bága við siðareglur lögmanna. Tölvupóstarnir voru vegna dómsmáls sem Jón Steinar vildi fá flýtimeðferð á. Ingimundur hafnaði beiðninni hins vegar á þeim grundvelli að nauðsynleg gögn hefðu ekki fylgt með. Jón Steinar taldi afgreiðslu dómstjórans óásættanlega og á milli þeirra fóru tölvupóstar. Kvartaði Ingimundur til Lögmannafélagsins vegna þessara tölvupósta. Jón Steinar segir að sér hafi misboðið að Ingimundur hafi afgreitt beiðnina á þeim grundvelli að nauðsynleg gögn vantaði með flýtimeðferðarbeiðninni. Um mikið magn skjala hafi verið að ræða því hafi Jón Steinar afráðið að senda skjalalista þannig að Ingimundur gæti haft samband og óskað eftir þeim skjölum sem hann teldi sig þurfa til að taka afstöðu til beiðninnar. „Það var skýrt tekið fram að skjölin fengi hann eftir listanum sem hann bæði um. Þá afgreiðir hann erindið á þeirri forsendu að skjölin hafi ekki fylgt með. Það var út af þessu sem mér misbauð og þetta kemur ekkert fram í dómunum,“ segir Jón Steinar. Meirihluti tók undir dóm Landsréttar Úrskurðarnefnd lögmanna áminnti Jón Steinar vegna málsins. Þetta sætti Jón Steinar sig ekki við og stefndi hann því Lögmannafélaginu. Krafðist hann þess að úrskurður úrskurðarnefndar lögmanna yrði felldur úr gildi. Héraðsdómur tók málið fyrir og taldi Jón Steinar ekki hafa sýnt fram á neinar málsástæður eða lagarök sem leiða ættu til ógildingar. Jón Steinar áfrýjaði málinu til Landsréttar sem sneri dómi héraðsdóms við og felldi áminninguna úr gildi. Niðurstaða Landsréttar byggðist á því að skyldufélag eins og Lögmannafélag Íslands geti ekki átt aðild að kærum til úrskurðarnefndar, þar sem gerðar eru kröfur um refsikenndar ákvarðanir á hendur félagsmönnum vegna samskipta þeirra við aðra. Slík kæruaðild þarfnist skýrrar lagaheimildar. Henni sé ekki til að dreifa í lögum um lögmenn. Lögmannafélagið fékk leyfi til að áfrýja til Hæstaréttar, sem kvað upp dóm sinn í dag. Þrír af fimm settum dómurum í málinu tóku í meginatriðum undir dóm Landsréttar, og var það því niðurstaða Hæstaréttar að dómur Landsréttar skyldi vera óraskaður. Haraldur Henryson og Eggert Óskarsson, settir Hæstaréttardómarar í málinu skiluði hins vegar sératkvæði og vildu þeir staðfesta dóm héraðsdóms í málinu.
Dómsmál Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira