Ekkert pláss fyrir einelti í þessum heimi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 19. júní 2018 10:15 Hin 14 ára Millie Bobby Brown hætti sjálf á Twitter vegna neteineltis. Skjáskot/MTV Leikkonan Millie Bobbie Brown hlaut verðlaun á MTV Movie & TV Awards hátíðinni í gær, fyrir besta leik í sjónvarpsþætti. Túlkun hennar á Eleven í Stranger Things hefur opnað margar dyr fyrir þessa ungu og hæfileikaríku leikkonu en hún hefur einnig upplifað neikvæðar hliðar þess að vera fræg. Í ræðu sinni í gær talaði Brown meðal annars um einelti, en eins og við sögðum frá á dögunum þurfti hún að hætta á Twitter vegna neteineltis. Brown var ekki viðstödd á hátíðinni þar sem hún er heima að læknisráði að jafna sig eftir meiðsli. Þakkarræða hennar var því spiluð á stórum skjá. Í ræðu sinni þakkaði hún Netflix, framleiðendum, leikurum og öðru starfsfólki í kringum Stranger Things þættina. Hún þakkaði líka aðdáendum sínum sérstaklega fyrir stuðninginn. „Það er ekkert leyndarmál að það að landa hlutverki Eleven í Stranger Things hefur breytt lífi mínu á ótrúlegan hátt. Það hefur gefið mér tækifæri til þess að vinna með stórkostlegu fólki.“ Hún nýtti líka tækifærið og beindi orðum sínum að ungum áhorfendum en sjálf er hún aðeins 14 ára gömul. „Ég veit að það er mikið af ungu fólki að horfa, og þeir fullorðnu líka sem þurfa sennilega á áminningunni að halda, að mér var kennt að ef þú hefur ekkert gott að segja, segðu það þá ekki.“ Brown sagði að í þessum heimi ætti ekki að vera neitt pláss fyrir einelti. „Ég ætla ekki að leyfa það og það ætti enginn ykkar að gera. Ef þú þarft áminningu um það hvers mikils virði þú ert eða til þess að rísa ofar hatrinu, sendu mér skilaboð á Instagram.“ Brown neyddist til þess að eyða sínum eigin Twitter-reikningi vegna þess að einhverjir netverjar tóku hana fyrir og lögðu hana í einelti. Nettröll bjuggu til myllumerkið „Tökum niður Millie Bobby Brown“ eða #TakeDownMillieBobbyBrown á síðasta ári með þessum afleiðingum. Umfjöllun okkar um alla vinningshafa kvöldsins má finna hér. Tengdar fréttir Millie Bobby Brown hættir á Twitter vegna neteineltis Millie Bobby Brown hefur orðið fyrir barðinu á neteinelti og ákvað að hætta á Twitter í kjölfarið. 15. júní 2018 10:25 Stranger Things og Black Panther sigursæl á MTV verðlaununum MTV verðlaunaði í gær það besta í sjónvarpi og kvikmyndum. 19. júní 2018 09:00 14 ára meðal 100 áhrifamestu einstaklinga heims Millie Bobby Brown lék í Netflix seríunum Stranger Things. 19. apríl 2018 22:04 Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Sjá meira
Leikkonan Millie Bobbie Brown hlaut verðlaun á MTV Movie & TV Awards hátíðinni í gær, fyrir besta leik í sjónvarpsþætti. Túlkun hennar á Eleven í Stranger Things hefur opnað margar dyr fyrir þessa ungu og hæfileikaríku leikkonu en hún hefur einnig upplifað neikvæðar hliðar þess að vera fræg. Í ræðu sinni í gær talaði Brown meðal annars um einelti, en eins og við sögðum frá á dögunum þurfti hún að hætta á Twitter vegna neteineltis. Brown var ekki viðstödd á hátíðinni þar sem hún er heima að læknisráði að jafna sig eftir meiðsli. Þakkarræða hennar var því spiluð á stórum skjá. Í ræðu sinni þakkaði hún Netflix, framleiðendum, leikurum og öðru starfsfólki í kringum Stranger Things þættina. Hún þakkaði líka aðdáendum sínum sérstaklega fyrir stuðninginn. „Það er ekkert leyndarmál að það að landa hlutverki Eleven í Stranger Things hefur breytt lífi mínu á ótrúlegan hátt. Það hefur gefið mér tækifæri til þess að vinna með stórkostlegu fólki.“ Hún nýtti líka tækifærið og beindi orðum sínum að ungum áhorfendum en sjálf er hún aðeins 14 ára gömul. „Ég veit að það er mikið af ungu fólki að horfa, og þeir fullorðnu líka sem þurfa sennilega á áminningunni að halda, að mér var kennt að ef þú hefur ekkert gott að segja, segðu það þá ekki.“ Brown sagði að í þessum heimi ætti ekki að vera neitt pláss fyrir einelti. „Ég ætla ekki að leyfa það og það ætti enginn ykkar að gera. Ef þú þarft áminningu um það hvers mikils virði þú ert eða til þess að rísa ofar hatrinu, sendu mér skilaboð á Instagram.“ Brown neyddist til þess að eyða sínum eigin Twitter-reikningi vegna þess að einhverjir netverjar tóku hana fyrir og lögðu hana í einelti. Nettröll bjuggu til myllumerkið „Tökum niður Millie Bobby Brown“ eða #TakeDownMillieBobbyBrown á síðasta ári með þessum afleiðingum. Umfjöllun okkar um alla vinningshafa kvöldsins má finna hér.
Tengdar fréttir Millie Bobby Brown hættir á Twitter vegna neteineltis Millie Bobby Brown hefur orðið fyrir barðinu á neteinelti og ákvað að hætta á Twitter í kjölfarið. 15. júní 2018 10:25 Stranger Things og Black Panther sigursæl á MTV verðlaununum MTV verðlaunaði í gær það besta í sjónvarpi og kvikmyndum. 19. júní 2018 09:00 14 ára meðal 100 áhrifamestu einstaklinga heims Millie Bobby Brown lék í Netflix seríunum Stranger Things. 19. apríl 2018 22:04 Mest lesið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Lífið Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Menning „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Lífið Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Sjá meira
Millie Bobby Brown hættir á Twitter vegna neteineltis Millie Bobby Brown hefur orðið fyrir barðinu á neteinelti og ákvað að hætta á Twitter í kjölfarið. 15. júní 2018 10:25
Stranger Things og Black Panther sigursæl á MTV verðlaununum MTV verðlaunaði í gær það besta í sjónvarpi og kvikmyndum. 19. júní 2018 09:00
14 ára meðal 100 áhrifamestu einstaklinga heims Millie Bobby Brown lék í Netflix seríunum Stranger Things. 19. apríl 2018 22:04